Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Blaðsíða 31
(.I 5ÍWU OIIV
.IÓVSSOV,
Ken narasknl a
fslamls
Treystir þú orðum Jesú?
„Sjá, eg er me<5 yður alla daga, allt til enda
veraldarinnaru (Matt. 28, 20).
Í>etta er eitt af mörgum fyrirheitum Jesú. Ein-
mitt vegna þessa átt þú því láni að fagna að fá að
heyra fagnaðarboðskapinn um Jesúm og lífið í hon-
um. I öruggri trú til þessara orða Jesú Krists hafa
lærisveinar hans boðað fagnaðarerindið og haldið
uppi merki krossins allt fram á þennan dag.
Og nú er komið að þér, sem lest þessar línur.
Treystir þú þessum orðum Jesú, er hann segir: „Ég
er með þér alla daga“? Hvaða afstöðu ætlar þú að
taka til hans? Vilt þú ekki taka við Jesú sem per-
sónulegum frelsara þínum og vini —■ honum, sem
var kvalinn og deyddur á krossi vegna þinna synda?
Hjá Jesaja stendur skrifað: „Hann var særður vegna
vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða; hegn-
ingin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á hon-
um“ (Jes. 53, 5).
Einmitt þetta gerði hann fyrir þig. Hvað ætlar þú
að gera fyrir hann? Ætlar þú að ganga framhjá hon-
um og láta eins og þér komi það ekkert við, sem hann
hefur orðið að þola þín vegna? Langar þig til að
halda áfram að ganga þann veg, sem þú hefur þeg-
ar gengið svo lengi, og fjarlægjast Jesúm æ meir með
hverju ári, sem líður?
Hvað er það, sem stendur á milli þín og Guðs?
Hvaða veggur er það? Er það ef til vill eitthvað, sem
þér er mikils virði, en þú heldur, að þú missir af, ef
þú gerist lærisveinn Krists? Eða heldur þú, að það sé
svo einhæft og leiðinlegt líf, sem trúaður maður lifir
— aldrei nein tilbreyting, allt gangi sinn vana-
gang?
Nei, láttu engar þvílíkar hugsanir ná taki á þér,
svo að þær verði til þess, að þú snúir bakinu við Jesú
og hirðir ekki um hann. Komdu til hans með allt
í hans útbreiddu
hendur. Og biddu
hann að taka við þér,
eins og þú ert —
syndugur og einskis
verður í þínum aug-
um.
Og þá muntu finna, þegar þú ert orðinn lærisveinn
Jesú Krists, að nú hefur lífið héma á jörðunni ein-
hvern tilgang, þú hefur eitthvert markmið að stefna
að. Og þú munt geta tekið undir með Páli postula,
er hann segir: „Lífið er mér Kristur“ (Fil. 1, 21).
Ef til vill langar þig í raun og sannleika til að
fylgja Jesú — já, þú hefur jafnvel tekið við honum
sem leiðtoga lífs þíns. Hversu oft hafa ekki erfið-
leikarnir sótt þig heim í þínu trúarlífi? Hefur þú
kannski efazt um tilveru Jesú ICrists og verið í vafa
um sannleika sumra orða hans í Biblíunni? Hafa
skólasystkini þín gert gys að þér og að trú þinni? Og
hefur þú ekki orðið að þola háðsglósur vina þinna,
vegna þess að þú hefur viljað fylgja Jesú og lifa eft-
ir hans vilja? Jú, vafalaust. Og þetta hefur þá ef til
vill orðið til þess, að þú hefur yfirgefið Jesú, hætt að
sækja samfélag trúaðra og lesa í Biblíunni þinni.
Taktu þá eftir þessum orðum, sem standa í Efesus-
bréfinu: „Styrkizt nú héðan í frá í samfélaginu við
Drottin og í krafti máttar hans. Klæðizt alvæpni Guðs,
til þess að þér getið staðizt vélabrögð djöfulsins" (6,
10—11). Taktu upp skjöld trúarinnar, og taktu þér
í hönd sverð andans, sem er Guðs orð. Og þá getur
þú litið vonarbjörtum augum til framtíðarinnar sem
lærisveinn Jesú Krists.
Að lokum: Guð gefi þér náð til þess að þú mættir
varðveitast í trúnni og í samfélaginu við hami allt
til enda. Og þá muntu reyna það, að þér er geymd-
ur sveigur réttlætisins, eilíft líf með Guði.
KRISTILEGT SKOLABLAÐ 29