Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Side 34
er, að enginn nýtur nokkurs styrks frá ríkinu. Eins
og skiljanlegt er, hafa þessar mörgu kirkjudeildir
orðið fyrir áhrifum hver af annarri. Sameiginleg ein-
kenni allra kirkjudeilda mótmælenda má segja, að sé
áhugi þeirra á þjóðfélagsumbótum, og hafi prédikun
sumra kirkna helzt miðazt að siðfræðilegum boðskap
einum, en ekki beinlínis fagnaðarerindinu.
En þetta er nú óðum að breytast, og unnið er að
því, ekki sízt í lúthersku kirkjunni, að bæta mennt-
un presta og ennfremur að endurbæta fræðslukerfi
safnaðanna og auka áhuga fyrir Biblíulestri og játn-
ingarritum kirkjunnar. Við sjáum orðið æ betur, að
eigi kirkjunni að vera unnt að fegra og göfga þjóð-
lífið og gefa meðlimum sinum siðferðilegan þrótt
og styrk, verður hún að halda sig fast við það að
boða fagnaðarerindið um Jesúm Krist, Guðs einget-
inn son, sem keypti oss mönnunum líf með blóði
sinu. —■
Við stöndum upp og tökum undir þessi síðustu orð
gestgjafa okkar, þökkum kærlega fyrir okkur og ök-
um á brott.
Fornleifafræöin og Biblían
Framh. af bls. 27:
fyrstu blaðsíðum hennar til hinnar síðustu, er lýsir
hinni sigrandi kirkju á himnum. Líf mitt og líf þitt
fellur inn í þessa framrás, er partur af henni. Bibl-
ían kennir, að líf okkar mannanna í dag hafi þenn-
an tilgang, vilja Guðs. Og hún flytur okkur orð Guðs
um líf okkar, — hvers eðlis það er, hvaða merkingu
það hefur, hvernig því ber að lifa. Og hún flytur
okkur orð Guðs um mátt hans og anda, sem megnar
að hefja líf oldkar upp í æðra veldi. Það orð birtist
alls staðar í Biblíunni, en skýrast í Kristi. Er það orð
satt? Það er spurningin, sem hver og einn þarf að
svara. Og sú er spurningin um hið raunverulega
sannleiksgildi Biblíunnar — spurningin um sannleika
hins biblíulega orðs.
Sonur særingamannsins
Framh. af bls. 6:
Ýmis atvik, sem of langt yrði
að greina frá hér, urðu þess
valdandi, að hann fékk inni í
heimavistinni hjá okkur, og þar
er hann enn, og fáa nemendur
bindum við kristnihoðarnir
meiri vonir við en Gebbino, son
særingamannsins Símgúggu frá
Burgudeyja.
22. júlí s. 1. var liann skírður
í nafni hins þríeina Guðs. Vitn-
isburður lians um kærleika
Drottins Jesú er heill og hrenn-
andi, og fáa hef ég liitt, og þó
víða farið, sem eru jafn einlæg-
ir lærisveinar Drottins og sýna
það á jafnhrífandi hátt, að þeim
er alvara, þegar þeir segjast
vilja fylgja Jesú, hvað sem það
kostar.
Faðir hans setur sig aldrei úr
færi með að hiðja honum höl-
liæna. Þeim hölhænum svarar
Gehbino með fyrirbænum fyrir
föður sínum. Oft hef ég heyrt
hann fara þess á leit við trú-
systkini sín í Ivonsó, að þau
sameinist honum í þeirri bæn.
Nú á liann þess kost að koma
þeirri bón á framfæri við
kristna skólaæsku á Islandi.
Ekkert mundi verma hjarta
þessa þeldökka trúbróður ykk-
ar eins og það, að þið mynd-
uðuð bænaliring um foreldra
hans og háaldraða ömmu, sem
enn er á lífi.
Staðar nem -
einn - tveir!
Framh. af bls. 13:
Félag, sem hefur þann tilgang
einan áS benda ungu skólafólki
á veginn, sannleikann og lífiS,
eilífa lífiS. Hver einstakur fund-
ur og efni hans miSar aS þessu.
Og hvers vegna? Vegna þess, aS
Jesús einn megnar aS frelsa
mennina, fafnt unga sem gamla,
frá eilífri glötun til eilífs lífs
—- og aSeins fyrir tru. Enn er
þörf fyrir þennan sannleika og
þörf á því aS kunngjöra hann
ungu skólafólki, því áS hann er
fafnnaúSsynlegur nú og hann
var fyrir tœpum 2000 árum.
K.S.S. er því félag fyrir þig,
sem ert ungur skólanemandi —
og hvert laugardagskvöld kl.8,30
ertu velkominn á fundi þess.
R.
32 KRISTILEGT SKOLABLAÐ