Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Síða 9

Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Síða 9
inn til hljóðrar bænar. Úti í garðinum sjálfum standa olífutré. Þar fannst mér ég í anda sjá lærisveinana sofa. Þeir skildu ekki enn, hve þýðingarmikil þessi stuna var. Jbn skildum við það og höfðum það hug- fast? Eftir þessa áhrifamiklu stund, ókum við til Betle- hem. Við gengum inn í Fæðingarkirkjuna. Inn- göngudyrnar eru táknrænar. Þar verða allir að beygja sig, sem inn vilja komast. Ástæðan er sú, að það eru aðeins hliðardyr, sem eru opnar. Fyrir mörg- um öldum þurfti að loka öðrum dyrum með traustum múrum, svo að Múhameðstrúarmenn riðu ekki inn í kirkjuna, meðan guðsþjónusta stæði yfir, og dræpu kirkjugesti. Við gengum niður í Fæðingarhelhnn, þar sem stendur á latínu: „Hér fæddist Jesús Kristur af Maríu mey.“ Síðan var ekið út á Betlehemsvelli, þar sem fjár- hirðar gættu hjarðar sinnar hina helgu nótt. Þar til vinstri er akur Bóasar, er Rut tíndi öxin forðum. þarna á völlunum gengum við inn í skála, sem KFUM á, og fengum okkur hressingu. Síðari hluta þessa sama dags lá leiðin til Betaníu. Við sáum hús Mörtu og Maríu og gengum niður í gröf Lazarusar. Þó að Múhameðstrúarmenn væru á sama stað og stund að kalla menn sína til bæna með hávaða miklum, þá var unaðslegt að fá einnig að heimsækja þennan stað, sem var Jesú svo kær og þar sem hann naut margra hvíldarstunda. Yfir mikla auðn er að fara, þegar ekið er frá Jerúsalem niður til Jeríkó, en þegar þangað kemur blasir við frjósamasti hluti Jórdaníu. Þetta er grózku- mikill og gullfallegur staður. Freistingafjallið er þar í námunda. Þangað leiddi Satan Jesúm til að freista hans, þar blasti mest fegurð við augum. En það var líka í Jeríkó, sem litli maðurinn, hann Zakkeus, átti heima. Hann, sem þráði svo mjög að sjá Jesúm, að hann kleif upp í tré og lét ekki háð og spott annarra á sig fá. Þá sýndi Jesús líka enn einu sinni umhyggju sína fyrir einstaklingnum, sem þurfti á hjálp hans að halda. Þess vegna gerðist kraftaverk inni í einu húsinu í Jeríkó, kraftaverk, sem gjörbreytti lífi og starfi mannsins, sem fékk að mæta Jesú. Han eignaðist fullvissu þess, að Mannssonurinn var kom- inn í heiminn til að leita að hinu týnda og frelsa það. Við ána Jórdan, þar sem Jesús var skírður, var fagurt um að litast. Hattur eins ferðafélaga okkar lyftist þar af höfði eigandans og flaut spölkorn á ánni, áður en straumurinn bar hann að landi. Mér Kirkja í Gelcemane-gcirðinum. þótti það táknrænt, að hattinn átti eini maðurinn í hópnum, sem bar nafn Jóhannesar, þó að hann væri reyndar ekki Sakaríasson, heldur Sigurðsson. Frá ánni Jórdan lá leið okkar niður að Dauðahaf- inu, lægsta stöðuvatni í heimi, sem hefir þann eigin- leika ao taka aðeins á móti vatni en veita engu frá sér aftur. Þess vegna er það svo salt, að ekkert líf þrífst í því. Mér fannst þetta vera áminning til okk- ar krstinna manna, sem sífellt tökum á móti gjöium Guðs. Okkur ber líka að fórna, ef kristindómur okkar á að vera lifandi en ekki aðeins bara dautt nafn. Við busluðum nokkra stund í Dauðahafinu. Það var undarleg tilfinning að koma í vatn, þar sem mað- ur flýtur sjálfkrafa upp á yfirborðið eins og korkur. Eftir baðið urðum við að skola okkur vel, því að annars sat hvít saltstorka á líkama okkar. Þegar við komum heim til Jerúsalem um kvöldið, og ég fór að þvo mér, áður en lagzt væri til hvíldar, undraðist ég mjög, hvaða hvítt duft var bak við bæði eyru mín. Við nánari athugun kom í ljós, að þama hafði ég geymt mér dálítinn saltforða frá Dauðahafinu. Daginn, sem við komum að Grátmúrnum, skoðuð- um við líka Moríafjall, staðinn þar sem Abraham ætlaði að fórnfæra Isak. Þar reisti Salómon síðan hið fræga musteri sitt, sem lagt var í auðn árið 586 f. Kr., og sem Heródes lét síðar endurreisa. I þeim helgi- dómi dvaldist Jesús, er hann var 12 ára og varð við- skila við fylgdarlið sitt. Það er sárt til þess að hugsa, að á þessum fomhelga stað skuli nú standa ein feg- ursta moska Múhameðstrúarmanna, þar sem þeir á sönglandi hátt þylja bænir sínar upp úr Kóraninum. (Framh. á bls. 33). Kristilegt skólablaÖ 9

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.