Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Qupperneq 24
ins, svo var einnig um málsnilldina, Drottinn hafði
sagt við Móse: „Far nú, ég skal vera með munni
þínum og kenna þér, hvað þu skalt mæla“. Billy
hikaði, því að fyrir honum var kallið algjört. Ef
hann hlýddi, þá mætti hann héðan í frá ekki hafa
neitt annað áhugamál eða starf, en það að flytja boð
Guðs, alls staðar, til allra og ávallt. Guð var þegar
orðinn ástríða hans. „Eg get með sanni sagt“, skrif-
aði hann heim „að ég elska hann, Drottin Jesúm
meira með hverjum deginum, sem líður“.
Þegar kallinu væri hlýtt, myndi hálfvelgja verða
óhugsandi.
Nótt eina í marz 1938, er Billy var að ljúka
gönguferð um nágrennið, kom hann að dyrum skólans
og settist niöur á grasflötina, — baráttunni var lokið.
„Ég man eftir því, að ég kraup á kné og sagði:
„Ó Guð, ef þú vilt, að ég prédiki, þá vil ég gera það“.
Tár streymdu niður kinnar mínar, þegar ég steig
þetta mikla skref, að verða sendiboði Jesús Krists.“
Nú hafði Billy öðlazt styrk til að hefjast handa, en
hvar átti hann að byrja? Hann gerði tilraunir til að
komast að sem prédikari hjá ýmsum söfnuðum, en
alls staðar var honum hafnað. Þá lá leið hans út á
strætin. Hann fékk með sér tvo eða þrjá nemendur,
og prédikuðu þeir á götuhornum. Brátt fór Billy að
fá ákveðnar beiðnir frá kristniboðsfélagi í Tampa,
um að tala til safnaðarins, en skóhnn var í nágrenni
þeirrar borgar, og var hann gerður að aðstoðarpresti
við söfnuðinn. Meðal annarra starfa hans þar var
að heimsækja fangelsi, og þar ræddi hann við fang-
ana um vandamál þeirra. „Eg reyndi að leiðbeina
þeim og svara spurningum þeirra, en þó að ég gæti
ekki svarað þeim öllum, þá skerptu þessar samræður
hugsun mína“.
Billy var ekki maður mikillar þekkingar, en hann
lærði að prédika, þó að þekking hans \'æri takmörkuð.
„Eg átti eina ástríðu, og hún var að vinna sálir fyrir
Krist. Ég haföi aldrei fengið þjálfun í að tala frammi
fyrir almenningi. Ég varð sjálfur að læra, hvernig
bezt væri að tala.“
Dag nokkurn var Billy fenginn til að prédika,
ásamt öðrum nemanda sama skóla, í forföllum prests
nokkurs í borginni Venice, niður við ströndina. Þeir
voru ekki ánægðir með morgunguðsþónustuna og því
notuðu þeir síðari hluta dags til þess að biðja fyrir
kvöldsamkomunni, á meðan kona prestsins fór um
borgina og auglýsti samkomuna.
Um kvöldið var kirkjan troðfull, áheyrendur voru
um hundrað. Billy fannst ræða sín ekkert óvenju-
24 Kristilegt skólablað
Billy Graham (í miðið), meðan hann dvaldist ó Biblíuskól-
anum í Flórída.
leg. En, þegar hann bauð þeim áheyrendum, sem vildu
taka þá ákvörðun að gefast Kristi, að koma fram að
altarinu, komu þangað fram 32 ungir menn og konur.
Billy varð undrandi, þótt hann hefði undir niðri búizt
við þessu. Forstöðumaður sunnudagskólans sagði síð-
ar: „Þarna er ungur maður, sem mun verða heims-
kunnur“.
Á leiðinni heim til skólans var hugur þeirra félaga
bundinn sífelldri þakkargjörð til Guðs. „Ponzi“, sagði
Billy, „þetta hefur orðið mér mikill lærdómur, það
gerist ekki með valdi eða krafti né með hrífandi guðs-
þjónustu, það er einungis og algjörlega verk Heilags
Anda“.
í janúar 1940 lauk Billy Graham námi við Biblíu-
skólann í Flórída og hóf nám við Wheaton College
nálægt Chicago með mannfræði sem aðalnámsgrein,
og varð honum vel ágengt í námi. Hann hafði
ákafa löngun til að læra og sökkti sér niður í lest-