Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Side 22

Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Side 22
Orð Guðs er Billy Graham, k'óllun hans og þjónusla MESTI vakningaprédikari heimsins í dag, Billy Frank Graham, fæddist árið 1919 á bóndabæ við borgina Charlotte í North Carolina í Bandaríkjun- um. Faðir hans og frændi höfðu reist þar kúabú. Seldu þeir mjólkina til Charlotte og höfðu af því atvinnu sína. Billy var öllum stundum við vinnuna á búgaroinum, og varð því fyrsta skólaganga hans heldur af skornum skammti, enda langt til skólans. Eitt aðaláhugamál hans á þessum árum, var „base- ball“, og þegar hann var 10 ára hlotnaðist honum sú „hamingja“ að fá að taka í hönd Babe Ruth, mikillar hetju í þeirri íþrótt, og því þvoði hann sér ekki um hendurnar í 3 daga á eftir! Arið 1933 komst móðir Billys, Morrow, til lifandi kristinnar trúar, en þá var hann 14 ára. Faðir hans sinnti ekki trú konu sinnar, heldur var með allan hugann við það fjárhagslega tjón, sem hann hafði orðið fyrir í kreppunni miklu. Á þessum árum lærði Billy að aka bíl föður síns. Kom það stundum fyrir, að hann laumaðist út, síðla kvölds, og æki úr hlaði í skjóli náttmyrk- ursins. Þreytti hann þá oft kappakstur við kunningja sína á þessum næturíerðum eftir auðum vegum fylk- isins. Eftir eina slíka ökuferð, spurði faðir hans hann, hvar í veröldinni hann hefði verið, gamli maðurinn hafði nefnilega litið á kílómetramælinn! Þegar Billy var 16 ára, voru haldnar kristilegar samkomur í Charlotte. Á þessum samkomum talaði Lo!:33c::i!:o::ic! krossfeí-ðar- inrsar í Los Angeíes, er 134, 234 fylítu leikvanginn. 22 Kristilegt skólablaS

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.