Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Síða 4

Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Síða 4
Meðlimir eldri stjórna K.S.S. heiðruðu okkur með nærveru sinni ó 20 ára af- mæli félagsins. ÞANN 22. janúar voru liðin 20 ár frá stofnun Kristilegra skóla- samtaka, K.S.S. Þau voru stofn- uð af nokkrum nemendum úr Gagnfræðaskólanum í Reykjavík og var markmið K.S.S. frá upp- hafi að vinna að útbreiðslu krist- innar trúar meðal nemenda í framhaldsskólum. Þeir nemend- ur, sem stofnuðu K.S.S., voru áð- ur í félagi svipað eðlis, en það hét Kristilegt félag Gagnfræða- skólans í Reykjavík og var inn- anskóla-félag. Það félag var Hlaðið veizluborð á afmælishátíðinni. lagt niður, og upp úr því stofn- uð Kristileg skólasamtök. Fyrra félagið gaf út blað, sem nefnist Kristilegt skólablað, og tók K.S.S. við útgáfu þess. Hugmyndin með stofnun K.S.S. var sú að gefa nemendum úr framhaldsskólum tækifæri til að koma og heyra Guðs orð í félagi sem þessu. Fljótlega kom líka í Ijós, að þörf var fyrir félagsskap þennan. Hefur starfsemi K.S.S. vaxið jafnt og þétt með árunum, og einnig hefur meðlimatalan aukizt svo, að nú telur K.S.S. um 230 félaga. Kristileg skólasamtök hafa alla tíð starfað í nánum tengslum við K.F.U.M. og K.F.U.K., og hef- ur það átt mikinn þátt í því, hve starf K.S.S. hefur blómgazt og vaxið. Hefur stjórn K.F.U.M og K.F.U.K. ásamt stjórn Kristilegs stúdentafélags skipað einn full- trúa í stjórn K.S.S. Aðalstarfstími K.S.S. er að vetrinum. Mörg undanfarin ár hafa verið haldnir vikulegir fundir á laugardögum kl. 20.30. Á sumrin eru venjulega biblíu- lestrar einu sinni í viku auk ferðalaga. Einnig hafa verið haldnir fundir í skólum Reykja- víkur, til þess að kynna starf K. S.S. Mikilvægur liður í starfi K.S.S. eru kristileg skólamót, sem venjulega eru haldin tvisvar á ári. Hið fyrra um bænadagana í kyrruviku í sumarbúðum K.F.U. M. í Vatnaskógi, og hið síðara á haustin, áður en skólar hefjast, og þá venjulega í sumarbúðum K.F.U.K. í Vindáshlíð. Mjög mik il aðsókn er að þessum mótum, og komast oft færri en vilja. Nú í vetur hefst 21. starfsár K.S.S., og verða fundir vonandi haldnir reglulega eins og áður. Óskandi væri, að sem flestir skólanemendur ættu eftir að kynnast K.S.S. Þar fá þeir að heyra fagnaðarerindið um Jesúm Krist, sem gaf líf sitt í sölurnar fyrir mennina, til þess að þeir, fyrir trúna á hann, geti eignazt eilíft líf. Markmið Kristilegra skólasamtaka er að flytja nem- endum í framhaldsskólum þenn- an fagnaðarbcðskap, og þau vinna að því í krafti Guðs. „Fram vinir, fram til nýrra dáða.“ S.B.G. Merki K.S.S.

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.