Bautasteinn - 01.05.2005, Side 5
Fjöllum í fyrsta sinn og hitti Jón bónda, sem var frægur karl. Ég
kynnti mig og hann sagði: „Hvers vegna er svona stór og mynd-
arlegur maður í þessu bölvuðu snatti?“
Jón í Möðrudal byggði kirkjuna þar sjálfur, málaði altaristöfl-
una, var sóknarnefndarformaður, orgelleikari og kór. Hann
sýndi mér kirkjuna, settist svo niður fyrir framan orgelið og sagð-
ist ætla að spila fyrir mig. Hann spilaði þarna fallegan sálm, svo
syngur hann, lagsmaður, þannig að það titrar allt í kringum hann.
Hann sagðist vera besti tenórinn í Norður-Múlasýslu, og var með
það skriflegt. Svo sýndi hann mér altaristöfluna og ég sá strax að
það var Herðubreið, sem blasir við frá bænum. Svo var maður
sem var eins og hann rynni niður skaflinn á fjallinu, með helgi-
tákn og kross í hendi. „Þetta er Jesús,“ sagði hann. „Ég málaði
þetta sjálfur.“ Svo var Kristur alltaf að breytast pínulítið frá
sunnudegi til sunnudags, því hann gerði það svona í tómstundum
karlinn að færa hann til, eða snúa honum við annað slagið. Þetta
var einskonar hreyfimynd.“
Kirkjugarðurinn í Þorlákshöfn
Það er erfitt að segja til um hvað upp úr stendur á þrjátíu ára
ferli. Meðal þess sem Aðalsteinn telur mikilvægt er það þjóð-
þrifaverk að koma upp snyrtiaðstöðu við kirkjur fámennari safn-
aða úti á landi. „Hér er ekki selt bensín öðruvísi en að boðið sé
upp á snyrtingu. Mér fannst ekki mönnum bjóðandi heim að
kirkjum og görðum nema að koma þessu í lag og lagði mikla
áherslu á það.“
Aðspurður hvort eitthvað sérstakt verk sé minnisstæðara en
önnur, koma Aðalsteini strax í hug ákveðnir atburðir. „Það var
hringt til mín á nýársdagsmorgun fyrir mörgum árum. Þá var
það sóknarnefndarformaður sem tengdist sorgaratburðum þar
sem barn hafði farist af slysförum í Þorlákshöfn. Það var foreldr-
um barnsins afar mikilvægt að fá að jarðsetja í Þorlákshöfn, en þá
var ekki kominn þangað kirkjugarður. Ég setti allt sem ég gat í
gang til að koma málinu áfram, sem þýddi það að ég þurfti að
ganga á milli ráðuneytanna í Reykjavík til að fá nauðsynlega
stimpla og annað þannig að setja mætti upp kirkjugarð í Þorláks-
höfn. Það er skemmst frá því að segja að allir sem ég kom til
léðu málinu fullan stuðning og það flaug áfram í kerfinu, sem
annars er ekki þekkt fyrir liðleika. Þarna tókst mér að keyra
þetta mál í gegn á einum degi, en fram að því hafði það legið ofan
í einhverri ráðuneytisskúffunni mánuðum saman án þess að
nokkuð gerðist. Þetta fór því svo að kirkjugarðurinn var gerður í
tæka tíð og barnið jarðað þar. Garðurinn var reyndar ekki endan-
lega tilbúinn, því það var talsvert verk að keyra í hann jarðveg og
hlaða utan um hann mikinn hraunvegg. Verkið kláraðist þá um
vorið og skömmu seinna var hafist handa við kirkjubyggingu.
Annars finnst mér merkilegt hversu mikil heppni fylgdi mér á
öllum ferðalögum. Þá sjaldan að eitthvað kom upp á, leystist það
ævinlega fljótt og eins og af sjálfu sér, gjarnan við aðstæður sem
hefðu hæglega getað valdið slysum. Auðvitað voru þetta engir
vegir hérna áður fyrr. Það hvílir einhver blessun yfir þessu emb-
ætti.“
5
Á aðalfundinum á Ísafirði í fyrrahaust var
rætt um að halda næsta aðalfund KGSÍ á
Selfossi og var það síðar ákveðið á
stjórnarfundi. Aðalfundurinn vegna ársins
2004 verður sem sagt haldinn á Hótel
Selfossi, laugardaginn 28. maí 2005 og
munu Selfyssingar vera í hlutverki sem
heimamenn taka að sér hverju sinni.
Efni fundarins, sem hefst kl. 09:00, verður
margþætt: Farið yfir reglur um kistur o.fl.
Samskipti við sveitarfélögin. Lagabreyt-
ingar og útfærslur þeirra. Þeir fulltrúar
kirkjugarða, innan KGSÍ, sem ætla að
sækja aðalfundinn og hafa ekki skrifað sig
inn eru vinsamlega beðnir að hafa sam-
band við Sigurjón í síma 585 2700.
Sérstök dagskrá verður fyrir maka fundar-
manna, og sameiginlegur kvöldverður og
skemmtun á laugardagskvöldi
Aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands 2005
Við kirkjugarðsvegginn að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.