Bautasteinn - 01.05.2005, Blaðsíða 19

Bautasteinn - 01.05.2005, Blaðsíða 19
mæti klapparholtsins voru talin minnst og reynt er að raska jarð- vegi eins lítið og hægt er. Þetta sé gert með því að vinna með landhalla lóðar þannig að byggingin falli eðlilega að holtinu. Hrefna Björg segir Árna Bergmann rithöfund hafa veitt þeim mikla hjálp í byrjun. „Þar sem byggingarnar eru ætlaðar öllum, sama hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast, þurftum við að passa að ekkert kæmi illa við neinn og einnig að nálgast það hvað væri öll- um sameiginlegt á sorgarstundum. Með það, og reyndar margt annað, var gott að leita til Árna,“ segir Hrefna og getur þess einnig að einungis færanleg trúartákn verði innan bygginganna. Í áðurnefndri greinargerð kemur fram að rýmin eigi að sýna syrgjendum nærgætni og stuðning auk þess að veita tilfinningu fyrir nálægð við æðri máttarvöld, kraft náttúrunnar og vonina. Samkvæmti tillögunni mun veggur umlykja athafnarrýmin og tengja húsin saman, um leið og hann mótar farveg rennandi vatns, sem er í senn tákn sorgar og huggunar og fylgir syrgjend- um kveðjustundina alla. Uppspretta vatnsins er efst í holtinu og farvegurinn endar í litlum lækjum sem seytla úr vegg við kirkju- garðinn og sameinast þar brunni, þangað sem sækja má vatn til þess að vökva gróður á leiðum. Ósamhverf rými í kirkju og kapellu Huga þarf vel að birtu og lýsingu í verkefni sem þessu og segj- ast þær Hólmfríður og Hrefna Björg hafa skoðað vel hvert rými fyrir sig með tilliti til dagsbirtu. Í rýmum eins og bænahúsi verð- ur lýsing dempuð en þar kemur birta úr ofanljósi yfir altari og frá vatninu sem umlykur kapelluna á hæðinni fyrir ofan. Þannig speglast birtan niður altarisvegginn. Lýsing er meiri í kapellunni og kirkjunni en þar sveigir þak upp til suðurs og hleypir birtu inn þaðan. Þetta gefur þessum rýmum nokkuð „kirkjulegt“ útlit og gefur afar skemmtilegan svip á heildarmyndina. Annað sem ekki hefur þekkst hér á landi er að kirkja og kapella eru ósam- hverf rými, þ.e. gengið er meðfram norðurhlið þessara rýma þar sem vatnið seytlar meðfram glugganum en ekki eftir miðjum gangi sem algengast er í kirkjum. „Þar sem þarna fara fram sorgarathafnir, en ekki giftingar t.d., fannst okkur rétt að hafa þetta svona,“ segir Hólmfríður. „Það getur verið afar erfitt fyrir aðstandendur að ganga í gegn um miðjugang þar sem allra augu berast að þeim og þótti okkur við hæfi að gefa syrgjendum tæki- færi á að snúa andlitinu frá söfnuðinum þegar það fylgir sínum nánustu út.“ Litir og efni náttúrunnar „Þær Anna og Olga komu fram með ákveðið litakort sem við unnum eftir allan tímann, þar sem stuðst er við litina í landslag- inu. Þær eiga einnig hugmyndirnar að mósaíkflísum sem verða á altarisvegg og mynda þrívítt mynstur, litlum fuglasporum sem verða mörkuð í gólfflötinn á ákveðnum stöðum og gefa þannig í skyn nærveru þeirra látnu.“ Einnig segir í greinargerð Hólm- fríðar og Hrefnu Bjargar að veggir muni annars vegar hafa jarð- lægt yfirbragð og þá mætti hlaða úr grágrýti eða vinna með grófri steypuáferð. Aðrir veggir eru úr hvítri steinsteypu en litir sem sóttir eru í náttúru og gróður lóðarinnar, samkvæmt lita- kortinu, notaðir í einstaka rýmum. „Ein hugmynd þeirra sem við notuðum var að í hlöðnum vegg í kirkju og kapellu verði steinar dregnir út af handahófi. Þar verður t.d. hægt að koma fyrir kert- um, en hinum megin veggjar myndast hilla þar sem t.d. má hafa sálmabækur þar sem gangur prestaskrifstofa er,“ segir Hólmfríð- ur. Smekkleg niðurstaða Það er að mörgu að hyggja þegar ráðist er í svona verkefni. Þar sem um áfangabyggingar er að ræða þarf að huga að því að þær standi einar og sér og annað er að passa upp á að aðkoma hinna ýmsu aðila að þessu ferli skarist ekki. Þær Hólmfríður og Hrefna Björg hjá Arkibúllunni hafa unnið afar vel úr þessum at- riðum og uppbyggingin fylgir ákveðnu ferli sem myndar á smekklegan hátt eina heild þegar byggingarstarfi er lokið. Sama er í hvaða hluta byggingarinnar borið er niður, alltaf er til staðar rými fyrir syrgjendur sem vilja draga sig aðeins útúr og vera ein- ir með sjálfum sér um stund. Í fyrsta áfanga rís starfsmannahús austast á byggingarlóðinni sem tengist aðalinngangi í kirkjugarðinn. Þar næst rísa líkhús og bænhús sem mynda grunn fyrir kirkju- og kapellurými sem koma síðar þar ofaná. Vestan við þessar byggingar verður bál- stofa sem dregur sig aðeins frá og efst og vestast á holtinu rís svo erfisdrykkjuhús með útsýni til allra átta. Þar er inngangur vestanmegin en einnig aðkoma frá bálstofu um blómagarð. „Þar má t.d. leggja blóm og kransa að athöfn lokinni, ef um bálför hef- ur verið að ræða. Þessa hugmynd kom Anna Hallin með frá Sví- þjóð. Okkur fannst það fallegt og vel við hæfi,“ segir Hrefna Björg sem, ásamt Hólmfríði og „meðhjálpurum“ þeirra, eru vel að sigrinum komnar. 19 Grunnmynd af byggingunum. Afstöðumynd af byggingunum.

x

Bautasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.