Bautasteinn - 01.05.2005, Blaðsíða 23
23
Í Fossvogskirkjugarði hefur verið reistur minnisvarði um bandaríska
hermenn sem létust á og við Ísland í seinni heimsstyrjöldinni. Ancient and
Honorable Artillery Company of Massachusetts óskuðu eftir því á sínum tíma
að setja upp slíkan minnisvarða. Varðinn er úr ljósu graníti, unninn í Banda-
ríkjunum af einum félagsmanna samtakanna. Uppsetningu önnuðust starfs-
menn KGRP.
Varðinn var afhjúpaður með viðhöfn þann 8. október 2003. Ólafur Ragnar
Grímsson forseti Íslands og James Gadsden sendiherra Bandaríkjanna afhjúp-
uðu minnisvarðann.
Viðstaddir voru meðlimir herfylkisins, gestir frá herstöðinni á Keflavíkurflug-
velli, sendiherrar erlendra ríkja á Íslandi og fleiri gestir.
Þ.A.
Minnisvarði um
bandaríska hermenn
Lýsingar og ljósaskreytingar leiða og kirkjugarða eru nánast
séríslenskt fyrirbæri. Í myrkasta skammdeginu flykkjast
Íslendingar að leiðum ástvina sinna og votta þeim virðingu sína
með því berjast gegn sortanum með ódýrt rafmagn að vopni.
Lítið fyrirtæki í Hafnarfirði, Spennubreytar ehf., hefur hannað
og smíðað búnað sem valdið hefur straumhvörfum í þessum
efnum þar sem hann hefur verið tekinn í notkun. Lagður er
jarðkapall með 220 volta spennu út í garðinn og í staur sem
festur er í jörð og felur í sér vatnsheldan tengil. Kassa með átján
24 volta tenglum er komið fyrir á staurinn og einfaldlega
stungið í samband. Þessi tenglakassi getur svo þjónustað
ákveðið svæði í garðinum, og staurum einfaldlega komið fyrir
eftir þörfum. Orkunotkun takmarkast við 30 vött á hvern þess-
ara átján tengla, sem þýðir að samnýta má hvern þeirra af mörg-
um leiðum. Einn kostur við kerfið er að taka má tenglakassana
inn þegar þeirra er ekki þörf og nýta 220 volta tenglana í hvað-
eina sem verða vill í garðinum á öðrum árstímum.
Hugmyndin að kerfinu hafði verið að gerjast með þeim feðgum
Jóhannesi Brandssyni og Stefáni Helga Jóhannessyni lengi,
þegar Gísli Holgersson hjá GH ljósum í Garðabæ kom að máli
við þá vegna framkvæmda í kirkjugarðinum í Vík í Mýrdal.
Lausnin í Vík varð svo fyrirmyndin að kerfinu eins og það er
framleitt í dag. Hér er á ferðinni hagnýt, örugg og umhverfis-
væn lausn á dreifingu rafmagns um kirkjugarða.
Frekari upplýsingar um Spennubreyta ehf. má nálgast á vef
fyrirtækisins, http://www.spennubreytar.is
Jólalýsingar í kirkjugörðum