Bautasteinn - 01.05.2005, Blaðsíða 13

Bautasteinn - 01.05.2005, Blaðsíða 13
13 að innan var skafinn og kirkjan síðan mál- uð í hólf og gólf, neðsti hluti veggjanna var oðraður eins og gert var í upphafi, súl- ur og reykháfur marmaramálað og gólf ferniserað. Aðkoman að garði og kirkju af malbikuðu bílastæði eru hellulögð trjá- göng (allé). Er inn um hliðið er komið eru allmörg dönsk grindverk af járni um leiði sem flest eru frá seinni hluta 19. aldar. Haldið er að hvergi finnist svona grindverk fleiri í kirkjugörðum á Íslandi nema í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykja- vík. Ástæðan er vísast sú að Vopnafjarðar- kauptún var öldum saman verslunarstaður og þar inn- og útflutningshöfn. Um aldamótin 1900 var þar til dæmis verslunin Ørum og Wulff og hún gaf á sín- um tíma lóð undir Vopnafjarðarkirkju áður en hún var reist árið 1903. Varðveist hafa byggingarreikningar frá þessum tíma og af þeim sést að ýmislegt byggingarefni var keypt beint frá Kaupmannahöfn“. En framkvæmdum var nú aldeilis ekki lokið því haustið 2003 var hafist handa við að stækka kirkjugarðinn á Hofi. „Hann var stækkaður og girtur að nýju með Heras netgirðingu. Á sl. sumri var svo framhlið garðsins hlaðin upp með náttúrugrjóti svo og vængirnir meðfram hellustéttinni að hliðinu. Einnig var hlað- inn garður af sama efni á mörkum bílaplansins og skrúðgarðs prestsseturs- ins. Garðar þessir setja hefðarsvip á stað- inn. Verk hleðslumeistarans Ara Óskars Jóhannessonar frá Múla, Barðaströnd, ber vott um bæði fagmennsku og smekkvísi“. Sr. Sigfús er Skagfirðingur og vígðist 1965 til Miklabæjar í Skagafirði. Segist hafa tekið stefnuna mót straumn- um, svona eins og laxinn, og farið austur en punkturinn sem flestir stefni á sé greinilega við Faxaflóann! „Lengi vel var býsna einangrað þarna yfir vetrarmánuðina og ef maður þurfti að keyra ströndina þá var um lengri veg að fara frá Vopnafirði til Reykjavíkur en frá Kaupmannahöfn til Prag“. Þetta hefur sr. Sigfús eftir tékkneskum tónlistarmanni sem var skólastjóri tónlistarskólans á Vopnafirði í tvö ár en hann keyrði eitt sinn þaðan til Reykjavíkur, fór til Danmerkur og keyrði frá Kaupmannahöfn, gegnum þáverandi Austur-Þýskaland og til Prag og var leggurinn á Íslandi ívið lengri. „Vopnafjarðarkirkja hefur alla tíð verið útkirkja frá Hofi, en ekki öfugt líkt og margir halda því Vopnafjarðarsókn er ann- exía Hofsprests“, segir Sigfús en þess má geta að þarna á milli eru 14 km. Og í spjallinu berst talið að þeirri fólksfækkun sem orðið hefur í mörgum minni sveitar- félögum á landsbyggðinni undanfarin ár og getur sr. Sigfús þess að þegar hann kom þangað á haustmánuðum 1980 voru þar tæplega 950 manns en séu nú um 730. En hvað skyldi það vera sem stendur uppúr í minningunni eftir tæp 25 ár sem prestur og prófastur á Hofi? „Það er til dæmis kristnihátíð hins forna Austfirðingafjórðungs sem haldin var árið 2000. Það er svæðið frá Langanesi og suð- ur að Jökulsá á Sólheimasandi. Austur- Skaftfellingar, Sunnmýlingar og Norðmýl- ingar sameinuðust í hátíð á Seyðisfirði sem stóð yfir í einn dag og tókst með ein- dæmum vel. En einnig er það auðvitað kristnihátíðin á Þingvöllum, það var alveg einstök hátíð í einmuna fallegu veðri. Þar var ég í þrjá daga, frá föstudegi til sunnu- dags og minnisstætt er t.d. þegar heil symfóníuhljómsveit var saman komin í stóru samkomutjaldi og blásurum hafði verið dreift um hlíðina beint á móti. Það var ólýsanlegt þegar þessir hópar spiluðu þarna. Það hefði reyndar verið skemmti- legra hefði verið fleira fólk,“ segir hann að lokum, ekki fyllilega sáttur við þátt fjöl- miðla í kringum kristnitökuhátíðina. Sr. Sigfús er hinsvegar sáttur við tímann að Hofi, heimkynni sín í Grafarvoginum, Guð og menn. Aðkoman að kirkjunni fyrir og eftir breytingar.

x

Bautasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.