Bautasteinn - 01.05.2005, Side 17

Bautasteinn - 01.05.2005, Side 17
Þing Sambands norrænna kirkjugarða og bálstofa verður haldið í Reykjavík í sumar. Þingið er langstærsti einstaki viðburður af slíkum toga sem haldið hefur verið á Íslandi, þ.e. sem varðar málefni kirkjunn- ar, en yfirskrift þingsins er Kirkjugarðurinn sem verustaður. Reiknað er með að á milli 350 og 400 manns sæki þingið, hvaðanæva að af Norð- urlöndunum. Verð í samræmi við nýtingu Þátttökugjald á þingið verður 45.000 kr., en íslenskir þátttakendur geta tekið þátt í hluta af dagskránni og greitt sérstaklega fyrir það. Þannig verður leitast við að halda verðinu í réttu hlutfalli við það sem menn nýta sér. Þeir sem hafa augastað á ákveðnum dagskrárlið geta snúið sér til Kirkjugarðasambands Íslands varðandi tilhögun (s. 585 2700). Þátttökustyrkir Þess ber einnig að geta að styrkir verða í boði fyrir sendimenn minnstu kirkjugarðanna, til þátttöku. Frekari upplýsingar verða settar fram á heimasíðu sambandsins, http://.www.gardur.is, þegar nær dregur. Túlkaþjónusta Viðamikil túlkaþjónusta fer fram á öllum dagskrárliðum þingsins, sem verður skipt upp í þrjá málflokka: skandinavísku, finnsku og ís- lensku, og dagskrárliðir úr hverjum flokki þýddir jafnóðum yfir á hina tvo. Þannig verður öllum erindum sem fara fram á öðrum tungumál- um komið yfir á íslensku. Þétt dagskrá Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, setur þingið klukkan níu að morgni fimmtudagsins 25. ágúst, í Háskólabíói. Síðan tekur við þétt dagskrá, frá morgni til kvölds, en hápunktur þingsins verður gala- kvöldverður, þar sem Svíar munu bjóða til næstu ráðstefnu að fjórum árum liðnum. Nánari upplýsingar er að finna á vef ráðstefnunnar: http://www.congress.is/nfkk 17 Norrænt kirkjugarðaþing í ágúst Club Car raf- og bensínbifreiðar í úrvali. Virtasta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum með 40 ára reynslu. Stiga sláttuvélar í úrvali. Sænskar, einstaklega notendavænar sláttuvélar Komatsu Zenoah vélorf, keðjusagir og limgerðisklippur. Sterkbyggð, örugg og afkastamikil vinnutæki Vetrarsól ehf. Askalind 4, Kópavogur Sími 564 1864 · Fax 564 1894 Netfang vetrarsol@simnet.isVetrarsól ehf.

x

Bautasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.