Bautasteinn - 01.05.2005, Blaðsíða 11
11
varðanum og hrein. Aðeins munu tvö
minningarmörk í garðinum sem þessi lág-
mynd prýðir. Hin myndin er á legsteini
Guðríðar Einarsdóttur (d. 1876) á reit R
312. Er sú mynd mun minni, en ó-
skemmd. Frumteikningu að verkinu gerði
Thorvaldsen er hann dvaldi hjá Stampe-
fjölskyldunni á herragarðinum Nysø á jól-
um 1842. Á myndinni sjást þrír englar sem
syngja sálma á stjörnubjörtum himni.
Einn þeirra slær á hörpu en kringum þá
dansa smáenglar og spila á hljóðfæri. Nú
færum við okkur sömu leið til baka að
sýningarreitnum miðjum. Við fetum okk-
ur norður stíginn sem næstur er vestan
við hið þekkta legmark Erlends Guð-
mundssonar í Unuhúsi Finngálkn eftir
Sigurjón Ólafsson. Fljótlega þurfum við að
taka okkur stuttan hægri krók en eftir það
liggur gatan greið að næsta áfangastað
okkar, reit B 3 19. Þar verður á vegi okkar
lágmyndin Amor riðar net. Frummyndina
gerði Thorvaldsen á Rómarárum sínum
eða árið 1831. Eftir að hafa virt myndina
fyrir okkur göngum við stíginn á enda að
kirkjugarðsveggnum, beygjum þar til
hægri, og höldum niður með stígnum að
Suðurgötu. Við göngum framhjá grafhýsi
Sturlubræðra og beygjum til hægri þegar
komið er að minningarmörkum Hannesar
Hafstein og Ragnheiðar konu hans. Það
eru þverbrotnu svörtu súlurnar alveg við
stíginn. Hér erum við stödd á óregluleg-
um en greinilegum stíg sem afmarkast af
steyptum leiðisbökkum. Á fremur litlu
svæði hér í kring má finna fimm mismun-
andi lágmyndir Thorvaldsens auk Dags
og Nætur. Héðan fetum við okkur nokkra
metra til vesturs, í átt að Ljósvallagötunni
og fylgjum stígnum svo ögn til suðurs. Þá
komum við að leiði X 319. Þar neðst á lág-
um steini er nokkuð sérstakt verk: Hjarð-
mey með hreiður lítilla ástarguða (Hyrd-
inde med en amorinrede). Thorvaldsen
mun hafa unnið frummyndina í Róm 1831.
Þess má til gamans geta að á málverki
Ferdinands Richards af Thorvaldsen í
vinnustofu sinni í Charlottenborg frá 1840
má sjá frummyndina neðarlega til hægri
en málverkið er á Thorvaldsenssafni í
Kaupmannahöfn. Frá þessu leiði höldum
við til baka sömu leið og staðnæmumst
við leiði Z 330 sem er fáeinum metrum
sunnan við grafhýsi Sturlubræðra. Hér
verður á vegi okkar lágmyndin Jesús
blessar börnin. Við höldum nú nokkra
metra framhjá reitaröð þeirri þar sem
Hannes Hafstein hvílir og komum þá að
leiði Z 416. Hér sjáum við verkið Þrír svíf-
andi englar eða Trú, von og kærleikur.
Þessi tvö verk vann meistarinn í Róm
1805-7. Hér er við hæfi að staldra við og
beina augum sínum í átt að Dómkirkjunni
því þessi tvö verk auk tveggja annarra hjó
Thorvaldsen sjálfur á skírnarfontinn
fræga sem þar er. Ekki þarf langt að fara
til að finna næstu sjaldséðu lágmynd eftir
Thorvaldsen í Hólavallagarði en hún er á
legsteini á næsta leiði austan við, Z 422.
Hér gefur að líta Amor með svani og
drengjum sem tína ávexti,öðru nafni Sum-
arið, gert í Róm 1811. Nú dregur að lok-
um þessarar ferðar. Við höldum nú niður
brattann í átt að kirkjugarðsveggnum við
Suðurgötu. Neðst í slakkanum á hægri
hönd er leiðið Z 522. Á legsteini þar er
tólfta og síðasta lágmyndin sem við skoð-
um: Amor og hinn ungi Bakkus troða
þrúgur, öðru nafni Haustið. Bertel Thor-
valdsen vann frummyndina í Montenero
árið 1810 eða í Róm árið eftir. Við erum
nú komin niður á stíginn og sjáum til þess
staðar sem við hófum gönguna og hér lýk-
ur þessari ímynduðu ferð milli lágmynda
Bertels Thorvaldsens í Hólavallagarði.
Slíkar lágmyndir er að finna á legsteinum
um land allt og eru verkin Dagur og Nótt
algengastar eins og raunin er hér. Vitað er
um fáeina kirkjugarða þar sem er að finna
fleiri fágætar lágmyndir til viðbótar þeim
sem hér eru taldar. Freistar það höfund
þessara orða að kanna útbreiðslu þeirra
og gera þeim skil en það verk verður að
bíða betri tíma.
Hér hefur verið stuðst við þessi rit:
Grandjean, Bredo: Biscuit efter Thorvald-
sen, Thorvaldsenssafn, Kaupmannahöfn,
1978 og Kristján Eldjárn o.fl.: Bertel Thor-
valdsen 1770 - 1844. Sýning á Kjarvals-
stöðum í Reykjavík. Gefið út af Thorvald-
senssafni í Kaupmannahöfn 1982.
Höfundur er verkefnisstjóri kirkjuminja
hjá Fornleifavernd ríkisins.
Jólafögnuður á himnum.
Amor riðar net.
Hjarðmey með hreiður lítilla ástarguða.
Jesús blessar börnin.
Þrír svífandi englar (trú, von og kærleikur).
Amor með svani og drengjum sem tína
ávexti (Sumarið).
Amor og hinn ungi Bakkurs troða þrúgur.