Bautasteinn - 01.05.2005, Side 7

Bautasteinn - 01.05.2005, Side 7
7 farið að huga að listum og sé ekki eins upptekið af því að komast af. Vinir mínir innan listageirans hafa fengið fjölda pantana um þessar mundir. Fjölmargar sýningar eru haldnar árlega. Við höf- um haft tækifæri til að sýna um allan heim. Það er algjörlega frá- bært. Ef við getum starfað við þetta þá koma fram nýjar uppgötv- anir í listum - koma fram ný nöfn. Þetta þýðir að líf okkar er fullt af örvun og innblæstri í listinni“. Eins og áður hefur komið fram er áhugi Surovtsevs á hestum hans helsta hugðarefni, fyrir utan sköpunina. En er eitthvað annað sem hefur haft áhrif á listsköpun hans? „Jú, það er rétt, hestar eiga hug minn allan. Hestamennskan gefur mér stöðuga hvatningu til sköpunar. Fjölmörg verka minna eru tengd eða jafnvel tileinkuð hestum. Oft eru hestar eða reið- menn hluti af verkum mínum. Þátttaka mín í hefðbundnum rúss- neskum refaveiðum á hestum hefur gefið mér mikið. Ég fæ heil- mikið út úr félagsskapnum. Spennan við eltingarleikinn, haust- litadýrðin í skóginum, ískrið í söðlinum og lyktin af reyknum, þetta er einstakt. Svo er ég mikill aðdáandi klassískrar tónlistar. Þegar ég vinn þá hlusta ég á Glinki, Rachmaninov, Tchaikovsky eða Wagner. Einnig hlusta ég á alþýðutónlist og er leikhúsáhuga- maður. Margir vinir mínir eru leikarar og tónlistamenn og stund- um skellum við upp tónleikum á vinnustaðnum mínum (sem kemur ekki á óvart að er gamalt hesthús)“. Nú hefur Surovtsev hlotnast fjöldi viðurkenninga á ferlinum. Hvernig vinnur hann verkin? Jafnt og þétt eða í skorpum? „Að gera minnisvarða eða styttu er stórkostleg upplifun. Senni- lega eins og að setja upp óperu. Mikil sköpun, en einnig stjórn- unar- og rekstrarvinna sem er eiginlega önnur hliðin á starfi okk- ar listamanna. Það er leitt að stundum þarf að huga jafnmikið að rekstrinum en það er fátítt að listamenn geti alfarið helgað sig listinni nú til dags. Maður þarf að komast yfir margar hindranir til að vinna glæsta sigra. Þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða. Maður þarf að ná ákveðnum stöðugleika í list sinni og þroska. Ef það tekst ekki þá tapast færnin. En hægt og bítandi þróast listin áfram, það er grunnurinn að skapandi starfi“. Og skyldi frægðin hafa breytt honum á einhvern hátt? „Ég get nú ekki sagt að ég sé mjög frægur í Rússlandi. Það búa hér 150 milljón manns og bara í Sambandi listamanna í Moskvu eru 7 þúsund félagar, þar af 1000 í höggmyndalist. Okkar atvinnugrein er ekki mjög mikið í umræðunni - við erum ekki leikarar eða fótboltamenn! En ég get sagt þér að það er mér mjög gagnlegt og dýrmætt að hitta kollega mína og ég met þá mjög mikils fyrir framlag þeirra til listarinnar í heiminum í dag“. Hvernig leggst það í þig að koma aftur til Íslands nú í apríl? „Ég er viss um að ég verð stressaður allt fram að vígslu minn- ismerkisins. Hvernig mun til takast? Mun fólki líka við verkið? Mun það skilja merkinguna í því? Vonandi gengur þetta þó alltsaman vel. Mig langar mjög að kynnast Íslendingum betur, heimsækja fólk og eiga við það skemmtilegt spjall. Besta leiðin til að kynnast landinu er að kynnast fólkinu sem byggir það. Í hvert sinn er maður talar við fólkið þá lærir maður meira um landið og verður hlýrra til þess, sama hversu kalt það er“.

x

Bautasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.