Bautasteinn - 01.05.2005, Side 12
Séra Sigfús J. Árnason hefur nýlega
látið af störfum eftir að hafa verið
sóknarprestur og prófastur að Hofi í
Hofsárdal á Vopnafirði. Þar dvaldi
hann í tæp 25 ár með konu sinni,
Önnu Maríu Pálsdóttur, og tveim
yngstu sonum en hefur nú komið sér
fyrir í fallegu húsi á rólegum stað í
Grafarvoginum í Reykjavík. Séra Sig-
fús ræðir hér um sögu staðarins og þær
framkvæmdir sem unnar hafa verið
við kirkjugarðinn að Hofi, umhverfi
hans og kirkjuna sjálfa.
„Fyrsti bóndi á Hofi var Steinbjörn kört-
ur Refsson, hins rauða. Hann var bróður-
sonur Eyvindar vopna sem gaf honum allt
landið á milli Hofsár og Vesturlandsár.
Hann er talinn landnámsmaður í Vopna-
firði en hann kunni mjög lítið með fé að
fara og þannig fór að Þorsteinn hvíti hirti
Hofslönd af honum upp í skuldir. Það er
nú bæði gömul saga og ný samanber af-
rek banka og fjármálastofnana nú á tím-
um,“ segir Sigfús og kímir.
„Af þessum Steinbirni eru Hofverjar
komnir og margt má lesa um sögu þeirra í
Vápnfirðingasögu. Það er nokkuð ljóst að
fyrst mun hafa verið byggð kirkja á Hofi
fljótlega eftir kristnitöku. Það má halda því
til haga að Hof var síðasti höfuðstaður
þjóðveldisins vegna þess að Þorvarður
Þórarinsson átti bú að Hofi og réð löndum
frá Brekknaheiði til norðurs og til Lóns-
heiðar í suðri. Þessi landshluti var sjálf-
stæður tveimur árum lengur en aðrir í lok
þjóðveldistímans. Hof fellur svo undir
kirkjuna í Staðarmálum undir lok þrett-
ándu aldar og hefur síðan verið staður -
eða lén - beneficium, en þetta latneska orð
er samsett af atviksorðinu bene sem þýðir
vel og sögninni facere sem þýðir að gera,
staðurinn var þannig ætlaður prestinum
vel að gera. Hann var sjálfseignastofnun,
sem átti að standa undir kostnaði svo sem
uppihaldi sóknarprestsins og viðhaldi
staðar og kirkju.
Prestarnir tóku við öllum gögnum og
gæðum staðar og mannvirkja og þeir
máttu svo ekki skila því í lakara ástandi en
það var þegar þeir tóku við því. Þetta fyrir-
komulag skyldi tryggja prestsþjónustuna
og að staðakirkjurnar væru guðsþjónustu-
gjörðinni samboðnar. Nú heyrir þetta allt í
sjálfu sér sögunni til og ég er sennilega
síðasti staðarpresturinn á Hofi í hinum
klassíska skilningi.
Margir merkisprestar hafa setið Hof, í
gegnum árin og aldirnar og ef við lítum til
19. aldarinnar þá má nefna séra Guttorm
Þorsteinsson, 1805-1848, séra Halldór
Jónsson, 1849-1881 og séra Jón Jónsson
frá 1881-1898, en þeir voru allir prófastar
Norðlinga.
Á tuttugustu öldinni sat séra Jakob Ein-
arsson prófastur lengst á Hofi, eða frá
1917-1959, þar af þrettán fyrstu árin sem
aðstoðarprestur föður síns, séra Einars
Jónssonar, sem er skráður í ættir Austfirð-
inga, mikið ættfræðirit. Aðrir prestar á
tuttugustu öldinni voru séra Oddur
Thorarensen sem er nýlátinn, frá 1960-63,
séra Rögnvaldur Finnbogason sem lést
fyrir nokkrum árum, 1965-68 og Haukur
Ágústsson frá 1972-1980. Við Anna María,
kona mín, bjuggum svo á Hofi frá hausti
1980 til ársloka 2004.
Hof er hinn prýðilegasti staður, jafnt í
fornum sem nýjum skilningi, þ.e.a.s. orðs-
ins staður. Hofskirkja er hið fegursta
guðshús og vel við haldið, og kirkjugarð-
urinn þar mikill unaðsreitur. Þrátt fyrir
það að staðurinn væri prestslaus þá sinntu
sóknarbörnin kirkjunni og garðinum afar
vel og það varð til þess að staðurinn
drabbaðist aldrei niður þó hann væri í
eyði. Magnús Jónsson sem var lengi ráðs-
maður á Hofi, í tíð séra Jakobs, ánafnaði
staðnum og sókninni það sem hann lét eft-
ir sig, vandlega innbundið bóka- og tíma-
ritasafn og nokkra fjármuni. Fyrir það fé
voru hliðin á kirkjugarðinum og við
heimtröð smíðuð og þykja ágæt staðar-
prýði“.
Eftir 1990 var hafist handa við mikla
endurnýjun á Hofskirkju og umhverfi
hennar.
„Já, stéttin var löguð og svo hellulögð,
og að kirkjunni steinlögð hallandi að-
koma, fær hjólastólum, að kirkjudyrum.
Allt tréverk kirkjunnar, sem var bilað eða
fúið, var endurgert, hver lófastór blettur
12
Í aldarfjórðung á Hofi í Vopnafirði
Garðhleðslan að Hofi.