Skák - 15.03.1981, Blaðsíða 21
Ra6 18. b5 Rc5 virðist jafntefl-
ið á næsta leiti.
14. b4 Rd7
14. - Re6 er hér vafalaust best
svarað með 15. Ra4 og- Bxb4 16.
c5 er of mikil áhætta fyrir svart-
an. Eftir 15. - Rd4 16. Bxd4 ex-
cl4 færir 17. c5 hvítunt einnig
þægilega stöðu.
Þessi leikur hefur þann galla
að hann afhendir svörtum reit-
inn c5. 15. c5 er þvímælalaust
eðlilegra framhald í slíkri stöðu
og eftir 15.-O—O 16. Hfdl er
áætlun hvíts að koma hrók á d-
línuna og síðan riddaranum á
c3 til d6 í gegnum e4. í því til-
felli tekst svörtum Jjó að öllurn
líkindum að jafna taflið í krafti
taks síns á d5 með því að leika
16. - Rf6 og síðan Hfd'8 og Be6.
Leikur Friðriks leiðir aftur á
móti til miklu opnari stiiðu. —
Hugmynd hans er að tvístra
peðum svarts á drottningarvæng
tarma
BYGGINGAVÖRUR HF.
Hellisgötu 16 . Halnarfirði
Sínti 53140.
og auka þannig áhrif hins „kata-
lónska“ biskups síns á g2.
Nú væri auðvitað glapræði
fyrir svartan að ætla sér að
vinna peð með 15. - axb5 16. cx-
b5 cxb5, því þá hefur hvítur
marga leiki sem tryggja honum
betri stöðu, t. d. 17. Db3 (þá
ekki 17. - Ha3? 18. Rxb5! Hxb3
19. Rc7f) eða 17. Hfcl. Karpov
velur því annað öruggara fram-
liald.
15. — O—O 16. bxc6 bxc6
17. Habl
Fljótt á litið virðist 17. De4
vinna peð, en svartur á svar á
reiðum höndum: 17. - Rf6! 18.
Dxc6 I)xc6 19. Bxc6 Hac8 og
vinnur peðið til baka með síst
lakari stöðu, t. d. 20. Rd5 Rxd5
21. cxd5 (En ekki 21. Bxd5 Bxe2
22. Hfcl Ba3 23. Hc2 Bd3 24.
Hc3 Bb2) Bxe2 22. Hfel Bf3.
17. — Be6
Loksins snýr þessi biskup aft-
ur úr útlegðinni og fer á sinn
rétta stað.
18. Da4 Hfc8 19. Hfcl Rc5
20. Dc2 g6!
Svartur hyggst staðsetja bisk-
upinn á f5 og auka þannig vald
sitt á miðborðinu. Eftir 20. -
Bxc4? getur hvítur auðvitað
unnið mann á marga vegu.
í þeirri s-töðu sem nú er kom-
in upp hefur hvítur nokkurn
þrýsting gegn drottningarvæng
svarts, en hinn öflugi framvörð-
ur á c5 vegur þar fyllilega upp
á móti. Staðan hlýtur því að
teljast vera u. þ. b. í jafnvægi.
21. Re4 Bf5 22. Bxc5
Að láta biskupaparið af liendi
var engan veginn þvingað, en
erfitt er að benda á betri leið
fyrir hvítan. Hann getur t. d.
ekki að svo stöddu hafið tvö-
földun í b-línunni og leikið 22.
Hb2? vegna 22. - Rxe4 23. Bxe4
Bxe4 24. Dxe4 Ba3.
í þessari skák kemur fram
skemmtilega mismunandi nrat á
biskupaparinu. Friðrik lætur
jrað fúslega af hendi til Jress að
losna við sterkan riddara, en
Karpov er það svo kært að á
endanum kostar Jrað hann skák-
ina.
22. Bxc5 23. Hb3 Be7 24.
Hcbl Hab8 25. h4 a5 26. Kh2
Friðriki helur tekist að stað-
'setja lið sitt ágætlega, jafnvel
þótt hann geti ekki talist standa
betur. Tveir síðustu leikir hans
eru skynsamlegar varúðarráð-
stafanir sem eiga eftir að koma
sér ótrúlega vel þegar clrottning
hans og hrókur bregða fyrir
sig betri fætinum og skilja
fyrstu reitaröðina eftir vald-
lausa.
26. — Hb4!
Ágætur leikur og í raun
dæmigerður fyrir heimsmeistar-
ann. l’il að reka þennan fram-
sækna hrók af höndum sér verð-
ur Friðrik að setja a-peð sitt á
reit ]>ar sem Jrað verður að skot-
spæni biskupsins á e7.
27. a3 FIxb3 28. Dxb3 Hd8
Hér var vissulega mögulegt
að leika 28. - Bxe4 29. Bxe4 f5
30. Bg2 e4 og fá upp stöðu sem
Bent Larsen telur örlítið liag-
stæðari svörtum. — Ekki skal
meistari Larsen rengdur hér, en
athyglisvert er hversu dýru verði
Karpov ætlar að selja biskupa-
par sitt. Fyrir ]>að ætlar hann að
fá meiri yfirburði en þá sem
aðeins verða greindir í smásjá.
29. e3 Dd7
Karpov var óánægður með
þennan leik eftir skákina og
margir skákskýrendur hafa tek-
ið í sama streng. Orsökin fyrir
SKÁK 75