Skák - 15.03.1981, Page 43
Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir:
Olympíuskákmótið á Möltu
Sovétrílcin unnu knappan sigur í kvennaflokki
Kvennasveit var nú öðru sinni
með á Olympíuskákmóti. Á Ol-
ympíumótinu í Buenos Aires
1978 tók íslensk kvennasveit í
fyrsta skipti þátt og var það
vissulega mikill áfangi fyrir
skákhreyfingu kvenna í land-
inu. Þá var keppt í riðlum og
lenti íslenska sveitin í 2. sæti
í neðsta riðlinum, D-riðli. —
Sveitina skipuðu þær Guðlaug
Þorsteinsdóttir, Ólöf Þráinsdótt-
ir, Birna Norðdahl og Svana
Samúelsdóttir.
Að þessu sinni sá Guðlaug
Þorsteinsdóttir, núverandi skák-
meistari Norðurlanda, sér ekki
fært að fara vegna anna í námi.
Að vali stjórnar Skáksambands
Islands var sveitin skipuð, auk
Ólafar og Birnu, tveimur nýlið-
um, Áslaugu Kristinsdóttur, er
tefldi nú á sínu fyrsta Olympíu-
móti, og Sigurlaugu R. Frið-
þjófsdóttur, sem tefldi núna í
fyrsta sinn á erlendri grund.
Þátttökuþjóðir voru 42 eða
10 fleiri en á síðasta móti og
breiddin livað styrkleika sveit-
anna snertir geysimikil; allt frá
byrjendum upp í heimsmeist-
ara. Um það bil 16 efstu sveit-
irnar voru áberandi sterkar, þ.
e. skörtuðu alþjóðlegum meist-
urum og stórmeisturum á hverju
borði.
Aðaltakmark okkar var að
reyna að bæta árangurinn frá
fyrra Olympíumóti. Við höfðum
æft undir handleiðslu ofanritaðs
frá því í júní og kom sú þjálfun
okkur til góða auk þeirrar dýr-
mætu reynslu sem hlaust af þátt-
töku í Helgarmótunum siðast-
liðið sumar og haust. Við lent-
um í 23. sæti, sem er árangur er
við getum verið ánægð með, en
skemmtilegt er til þess að hugsa
að enn megi gera betur.
Lokastaðan:
1. Sovétríkin (Chiburdanidse,
Gapirndashvili, Alexandria og
Iosiliani) 325/2 v.
2. Ungverjaland 32 v.
3. Pólland 2654 v.
4. 'Rúmenía 26 v.
5. —6. Kína og Vestur-Þýska-
land 2354 v.
7.—8. Israel og Júgóslav/a 23
v.
9.—10. Brasilía og Búlgaría
23 v.
11.—12. Argentína og Spánn
2254 v.
13.—16. Ástralía, England,
Bandaríkin og Frakkland 22 v.
17.—24. Kanada, Kólumb/a,
Grikkland, ísland, ftalía, Hol-
land, Svíjrjóð og Dóminíska lýð-
veldið 2154 v.
'25.-27. Indland, frland og
Wales 21 v.
28.—29. Skotland og Nýja-
Sjáland 2054 v.
30.—32. Danmörk, Mexíkó
og Sviss 20 v.
33.—35. Austurríki, Egyptal.
og Finnland 1954 v.
38. Malta 15 v.
39. Puerto Riœ 14>4 v.
40. U. A. E. 1354 v.
41. Bandaríkin (unglingasv.)
4 v.
42. Nígería 1 v.
1. umferð.
fsland 0 — Bandaríkin 3
Áslaug—Savereida ...... 0:1
Ólöf—Haring ........... 0:1
Sigurlaug—Frenkel...... 0:1
Úrslitin bera með sér að við
höfum ekki alveg verið með á
nótunum. En núllin segja oft
ekki nema söguna hálfa. Sigur-
laug tapaði að vísu fljótlega eft-
ir að hafa teflt „passívara" en
leyfilegt er, en hinar skákirnar
tvær fóru í bið. Lagst var á eitt
um að finna öruggt framhald
hjá Áslaugu, jrví staðan hjá
henni var síst verri. í sjálfu sér
tókst það (með góðra manna
hjálp) og morguninn eftir hélt
hún með afrakstur rannsókn-
anna á skákstað. Allt virtist ætla
að ganga upp og jafnteflið í
sjónmáli — en draumurinn var
búinn Jregar hún freistaðist til
að reyna að vinna skákina. —
Engu að síður var þetta ágætis
upþhitun. — Ólöf hélt lengi vel
jöfnu, en missti þráðinn í hróks-
endataflinu og var peði undir
er skákin fór í bið.
Áskriftarsímar: 31391 og 31975
SKÁK 85