Skák


Skák - 15.03.1981, Qupperneq 43

Skák - 15.03.1981, Qupperneq 43
Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir: Olympíuskákmótið á Möltu Sovétrílcin unnu knappan sigur í kvennaflokki Kvennasveit var nú öðru sinni með á Olympíuskákmóti. Á Ol- ympíumótinu í Buenos Aires 1978 tók íslensk kvennasveit í fyrsta skipti þátt og var það vissulega mikill áfangi fyrir skákhreyfingu kvenna í land- inu. Þá var keppt í riðlum og lenti íslenska sveitin í 2. sæti í neðsta riðlinum, D-riðli. — Sveitina skipuðu þær Guðlaug Þorsteinsdóttir, Ólöf Þráinsdótt- ir, Birna Norðdahl og Svana Samúelsdóttir. Að þessu sinni sá Guðlaug Þorsteinsdóttir, núverandi skák- meistari Norðurlanda, sér ekki fært að fara vegna anna í námi. Að vali stjórnar Skáksambands Islands var sveitin skipuð, auk Ólafar og Birnu, tveimur nýlið- um, Áslaugu Kristinsdóttur, er tefldi nú á sínu fyrsta Olympíu- móti, og Sigurlaugu R. Frið- þjófsdóttur, sem tefldi núna í fyrsta sinn á erlendri grund. Þátttökuþjóðir voru 42 eða 10 fleiri en á síðasta móti og breiddin livað styrkleika sveit- anna snertir geysimikil; allt frá byrjendum upp í heimsmeist- ara. Um það bil 16 efstu sveit- irnar voru áberandi sterkar, þ. e. skörtuðu alþjóðlegum meist- urum og stórmeisturum á hverju borði. Aðaltakmark okkar var að reyna að bæta árangurinn frá fyrra Olympíumóti. Við höfðum æft undir handleiðslu ofanritaðs frá því í júní og kom sú þjálfun okkur til góða auk þeirrar dýr- mætu reynslu sem hlaust af þátt- töku í Helgarmótunum siðast- liðið sumar og haust. Við lent- um í 23. sæti, sem er árangur er við getum verið ánægð með, en skemmtilegt er til þess að hugsa að enn megi gera betur. Lokastaðan: 1. Sovétríkin (Chiburdanidse, Gapirndashvili, Alexandria og Iosiliani) 325/2 v. 2. Ungverjaland 32 v. 3. Pólland 2654 v. 4. 'Rúmenía 26 v. 5. —6. Kína og Vestur-Þýska- land 2354 v. 7.—8. Israel og Júgóslav/a 23 v. 9.—10. Brasilía og Búlgaría 23 v. 11.—12. Argentína og Spánn 2254 v. 13.—16. Ástralía, England, Bandaríkin og Frakkland 22 v. 17.—24. Kanada, Kólumb/a, Grikkland, ísland, ftalía, Hol- land, Svíjrjóð og Dóminíska lýð- veldið 2154 v. '25.-27. Indland, frland og Wales 21 v. 28.—29. Skotland og Nýja- Sjáland 2054 v. 30.—32. Danmörk, Mexíkó og Sviss 20 v. 33.—35. Austurríki, Egyptal. og Finnland 1954 v. 38. Malta 15 v. 39. Puerto Riœ 14>4 v. 40. U. A. E. 1354 v. 41. Bandaríkin (unglingasv.) 4 v. 42. Nígería 1 v. 1. umferð. fsland 0 — Bandaríkin 3 Áslaug—Savereida ...... 0:1 Ólöf—Haring ........... 0:1 Sigurlaug—Frenkel...... 0:1 Úrslitin bera með sér að við höfum ekki alveg verið með á nótunum. En núllin segja oft ekki nema söguna hálfa. Sigur- laug tapaði að vísu fljótlega eft- ir að hafa teflt „passívara" en leyfilegt er, en hinar skákirnar tvær fóru í bið. Lagst var á eitt um að finna öruggt framhald hjá Áslaugu, jrví staðan hjá henni var síst verri. í sjálfu sér tókst það (með góðra manna hjálp) og morguninn eftir hélt hún með afrakstur rannsókn- anna á skákstað. Allt virtist ætla að ganga upp og jafnteflið í sjónmáli — en draumurinn var búinn Jregar hún freistaðist til að reyna að vinna skákina. — Engu að síður var þetta ágætis upþhitun. — Ólöf hélt lengi vel jöfnu, en missti þráðinn í hróks- endataflinu og var peði undir er skákin fór í bið. Áskriftarsímar: 31391 og 31975 SKÁK 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.