Skák - 15.03.1981, Blaðsíða 30
- Botvinnik rannsakaði þetta
endatafl eftir 17. einvígisskák
sína við Tal 1961. Þar vann Tal
með biskupunum.
47. Kfl Kd2 48. Bb5 BÍ5 49.
Rd5??
Skákblinda á hæsta stigi.
49. — Bd3f 50. Bxd3 Kxd3
51. Kel a4 52. Kdl a3 53. Kcl
Kc4 54. Re3f Kb3 55. f4
Uppháflega hugmyndin var
55. Rc2 a2 56. Ralf með jafn-
tefli, en svartur leikur 55. -
Bg5f!
55. — Bc7 56. Kbl a2f 57.
Kal Ba5 58. Rd5 Bd2
Hvítur gafst upp.
Skák nr. 4991.
6. umferð.
Hivítt: Kasparov (Sovétríkin).
Svart: Akesson (Svfþjóð).
Drottningarindversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6
4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5
Rxd5
Með þessum leik markar
svartur stefnuna, gefur eftir á
miðborðinu og hyggst ráðast
gegn því með mönnum sínum.
Kasparov þekkir hinn mögu-
leikann, 6. - exd5, í þaula — sjá
ská'k hans við Antoshin í Bakú
1980.
7. e3 Be7 8. Bb5f c6 9. Bd3
Rxc3 10. bxc3 Rd7 11. e4 c5
12. O—O cxd4?
Hér gerir svartur sig sekan
um alvarlega ónákvæmni. Að
sögn Kasparov er rétt að halda
spennunni á miðborðinu, þar til
hviítur hefur ákveðið staðsetn-
ingu drottningarbiskupsins.
13. cxd4 O—O 14. De2 Hc8
15. Bb2 I)c7 16. De3 RÍ6 17.
Re5
Einkennandi leikur fyrir stíl
Kasparov. Larsen hefði án efa
leikið 17. a4, sem heftir mótspil
svarts á drottningarvæng. Pilt-
urinn má engan tíma missa í
sókninni.
17. b5! 18. f4 Db6 19. Khl
b4 20. axb4 Bxb4 21. Habl!
Hindrar uppskipti á svart-
reita biskupnum, sem léttir
mjög á stöðu svarts.
21. — a5 22. I)e2!
Hindrar uppskipti á hvítreita
biskupnum, sem léttir mjög á
stöðu svarts!
22. Da7 23. f'5 Da8 24. d5?!
Eftir skákina var Kasparov ó-
ánægður með að hafa ekki skotið
inn 24. fxe6! fxe6, ti'l að opna
f-línuna til sóknar. Eftirfarandi
afbrigði sýndi hann sem dæmi:
25. d5 exd'5 26. Rg4 Rxg4 27.
Dxg4 Hxflf 28. Hxfl Bc3 29.
e5! Bxb2 30. De6f Kh8 31. Dh3
h6 32. Df5! og mátar. Svartur
getur teflt betur með t. d. 26. -
Bc3 eða 27. - Hc7, en hvftur hef-
ur sterka sókn.
24. — exd5 25. Rg4 Rxg4 26.
Dxg4 f6
Nú bjuggust flestir við 27. e5,
en svartur bægir mestu hætt-
unni frá með 27. - Bc3. Kaspar-
ov hugsaði sig um í 45 mmútur
og kom öllum á óvart.
27. Bxf6H Hxl'6 28. e5 Hh6?
Er Kasparov lagði út í bisk-
upsfórnina bjóst hann við að
skákinni lyki með þessu „sjálf-
sagða“ afbrigði, sem lrann sýncli
Akesson strax á eftir: 28. - Hf7!
29. f6 Hcf8! 30. Hf3! Bc8! 31.
Dg5! Kh8 32. Hxb4! gxf6! 33.
Dh6 axb4 34. Bxh7! Bg4H 35.
Bblf Kg8 36. exf6! Bxf3! 37.
Dg5f og jafntefli með þráskák.
Akesson þarf þó varla að blygð-
ast sín fyrir að hafa misst af
lausninni, enda yfir fen að fara.
28. - Hf7 29. f6 Hc4!? 30. Bxc4
dxc4 31. e6 Bxg2f 32. Dxg2
Dxg2f 33. Kxg2 Hxf6 er annar
möguleiki, nær þessum heimi,
líklega ættaður frá Larsen.
29. 16 Hc7 30. e6 Dd8
Ekki 30. - Df8 31. f7f Kh8 3'2.
Hxb4! axb4 33. Dxl)4! og vinn-
ur.
31. e7 Hxe7 32. fxe7 Dxe7
33. Hbcl Dd8?
Nú er skammt til endalok-
anna. — Kasparov telur besta
m" ,..ieika svarts 33. - De6, en
hvítur fær betra endatafl eftir
34. Dxe6! Hxe6 35. Hc7 He7 36.
LIxe7 Bxe7 37. Bxh7! Kxli7 38.
Hf7 Bb4 39. Hxb7 c!4 40. Hd7
Bc3 41. Kgl! (Kasparov).
34, Df5 Db8 35. Df7f Kh8
36. Hc7!
(Stuðst við „eftirástúderingar“ Kas-
parov og Akesson, skýringar eftir Kas-
parov i „64“ og eftir Akesson i „Tid-
skrift för Schack, sem byggðar eru á
athugasemdum eftir Bent Larsen i
,,Extrabladel“).
r-----------------------------T
AFBRIGÐIÐ MITT
OG HVERNIG RANNSAKA
Á BIÐSKÁK
eftir L. Polugajevsky.
— Munið áskriftarafsláttinn! —
SKÁKl’RENT
Suðurlandsbraut 12 — Sími 31975
L_____________________________j
80 SKÁK