Skák


Skák - 15.03.1981, Blaðsíða 55

Skák - 15.03.1981, Blaðsíða 55
Jón Einarsson: VIII. helgarskákmótið í Vík í Mýrdal Það var hálfdrungalegt veður í Vik föstudaginn 27. febrúar s.l. Þoka lá yfir fjöllum og skyggni var sáralítið svo að það sá ekki einu sinni til Höttu. En það var svo sannarlega enginn drungi yfir Víkurbúum þennan dag. Fánar blöktu við hún á brúnni yfir Víkurá eins og von væri á þjóðhöfðingjum í heim- sókn. Þrír langferðabílar renndu sér nokkurn veginn samtímis upp að Víkurskála og út stigu nær áttatíu skákmenn, lang- flestir af höfuðborgarsvæðinu, en hinir úr Árnes- og Rangár- vallasýslum og Vestmannaeyj- um og einn kominn alla leið frá Akureyri. Það leyndi sér ekki að eitthvað stóð til. Vík átti að verða vettvangur helgarskák- móts. Stefán Þormar Guðmundsson stóð á hlaði úti og tók brosandi og fagnandi á rnóti hópnum að liöfðingja sið. Hann dreif alla inn til þess að fá sér eitthvað í svanginn, enda ekki til setunn- ar boðið, kfukkan langt gengin í eitt og mótið átti að hefjast kl. 2. Eftir mat var ekið að liinum gfæsilega barnaskóla í Vík, en þar átti að tefla. Strax og kom- ið var á mótsstað fór fram loka- skráning keppenda og kom þá á daginn að hér var um algera metþátttöku að ræða eða alls 102 keppendur. Þarna voru komnir til leiks \ flestir Jreir sem iðnastir Jiafa verið að tefla á helgarmótum: Helgi Ólafsson, Jón L. og Ás- geir Þ. Árnasynir, Margeir Pét- ursson, Sævar Bjarnason, Guð- mundur Sigurjónsson, Jóhann Hjartarson, Jóhannes G. Jóns- son, Hilmar Karlsson, Karl Þor- steins og Elvar Guðmundsson, og fjöldinn allur af ungum pilt- um úr T. R. Þar voru líka þeir Magnús Sólmundarson og Bragi Kristjánsson, sem ekki hafa teflt mikið á mótum að undanförnu. Gaman var að Bragi sá sér fært að koma á mót í Vik, Jrar sem afi Jians og föðurbróðir, Jreir séra Þorvarður Þorvarðarson og séra Jón sonur Jrans, voru sókn- arprestar um lrríð. Mér fannst líka á sumunr Víkurum að þeir ættu lrlutdeild í Braga, enda spurðu þeir óspart unr lrann. Þá var einnig ánægjulegt að lritta gamla félaga úr T. R. frá árun- um í kringum 1950, þá Óla Valdinrarsson, Berróný Bene- diktsson, Sturlu Péturssson og Margeir Sigurjónsson. ]>egar skákstjórinn okkai- var búinn að fá nöfn allra kepp- enda og byrjaður að raða niður í 1. umferð, gekk franr oddviti Hvamslrrepps, Jón Lirgi Einars- son, og hélt setningarræðu. — Hann lrauð keppendur alla vel- konrna til Víkur og fagnaði Jrví að mótið skyldi Jraldið þar. Síð- an ræddi lrann unr mikilvægi Jressa skákviðburðar fyrir Skaft- fellinga og skáklistina yfirleitt. í máli sínu vitnaði Jiann til Jrinnar ævafornu vísu senr eign- uð Jrefur verið Rögnvaldi jarli kala; og ég læt fljóta hér nreð: Taíl emk örr að efla. íþróttir kannk níu. Týnik trauðla rúnum. Tíð es bók ok snríðir. Skríða kannk á skíðum. Skýlk ok ræk, svát nýtir. Hvárt tveggja kannk lryggja, harpslátt ok bragþáttu. Þarna setur lröfundur taflið ofar öllunr öðrunr íþróttum, en það trúi ég að sé einkennandi fyrir Jrá senr eitthvað kunna fyr- ir sér í skák. Fyrsta unrferð lrófst síðan strax að lokinni setningarat- athöfn. í gryfju í anddyri skól- ans voru sex borð og Jrar tefldu titillrerar og Jreir sem efstir voru eftir Jrverja unrferð. I anddyr- inu var einnig komið fyrir sýn- ingarborði nreð mununr frá byggðasafninu í Skógunr, göml- unr töflum og fleiru. Var Jretta vel til fundið og setti skenrmti- legan blæ á nrótið. 1 fyrstu tveimur til þremur unrferðunum bar fátt óvænt eða markvert til tíðinda, enda má líta á þær umferðir senr nokk- urs konar upplritun fyrir mestu skákstigamennina. í fjórðu um- ferð fór síðan ýmislegt að gerast í baráttunni unr efstu sætin. — Helgi vann Sævar, Jón 1.. vann SKÁK 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.