Skák - 01.06.1992, Side 13
Lesendahornið
Um tímareglur
Föst hefð virðist komin á tíma-
reglur í kappteflum sem þó ætti
ekki að vera.
Með breyttum reglum gæti fjöl-
breytnin orðið meiri og reynslan
hefur sýnt að þær reglur um
tíma, sem í gildi eru, eru alls
ófullnægjandi.
Það hefur valdið margvíslegum
leiðindum og óþægindum meðal
skákmanna að vera rígbundnir
fyrirfram ákvarðaðri tímasetn-
ingu í kappteflum. Tímahrak
hefur þá margsinnis orðið til þess
að eyðileggja skemmtilegar skák-
ir og hafa menn því oft freistast
til að semja jafntefli í vænlegum
stöðum og stundum allt að því
ótefldum skákum og hefur marg-
ur áhorfandinn verið hlunnfar-
inn af þessum ástæðum.
Gamla reglan um að ekki megi
semja jafntefli fyrr en eftir 30
leikna leiki er auðvitað ótæk.
Skák getur verið orðin dautt
jafntefli löngu fyrr; en snjöll
hugmynd væri þegar menn fá
upp stöður, sem þeir vilja tefla
áfram en hafa ekki til þess tíma,
að mega kjósa sér tíma.
í kappskák þar sem hvor kepp-
andi hefur 2Vi tima til umráða á
40 leiki gæti þá annar hvor eða
báðir kosið sér t.d. klukkutíma
til viðbótar þegar upphaflegum
tíma væri lokið. Auðvitað yrði
það gert áður en klukkan félli.
Enn frekar kæmi þetta til greina
ef sú hugmynd kæmist í fram-
kvæmd að stytta umhugsunar-
timann t.d. í Wi tíma og Vi að
auki eða hafa þá tímasetningu
sem hentaði aðstæðum og gerði
jafnvel betur í skák þar sem ekki
væri miðað við tiltekinn leikja-
fjölda.
Reglurnar yrðu þá þær, að kjósi
báðir sér tíma, héldust vinnings-
hlutföll óbreytt, þ.e. vinningur,
jafntefli og tap eins og verið hef-
ur í Iok skákar og við fall á tíma
héldust hlutföll óbreytt, félli sá
sem engan tímann tæki.
Fyrir að vinna skák, þar sem
andstæðingurinn tæki tíma,
kæmu tveir vinningar eða plúsar,
einn fyrir jafntefli og hálfur fyrir
tap. Þá væri tryggt, að keppandi
tæki sér ekki tíma, nema á kostn-
að útkomunnar í skákinni.
Hægt væri að hugsa sér, að ann-
ar keppenda, kjósi sér tíma til
þess að færa sér stöðuyfirburði í
nyt og fengi hann þá einn vinn-
ing fyrir að vinna skákina en
andstæðingurinn héldi jöfnu á
tíma. í stað þess að bjóða jafn-
tefli gæti keppandi þá boðið öðr-
um að taka tíma.
Tapi sá sem tímann tæki fengi
hann 2 í mínus og fyrir jafntefli
tap eða mínus. Til stigaútreiknis
kæmi, hvort menn ynnu, töpuðu
eða héldu jöfnu á tíma.
Þannig gæti vígreifur keppandi í
stað þess að semja jafntefli tekið
tíma og fengið vinning þó and-
stæðingurinn héldi jöfnu á tíma.
Sömu reglur giltu um vinnings-
hlutföll hvenær sem timi væri
tekinn í skákinni.
Tökum dæmi í fjögurra manna
móti. Fyrri taflan væri með nú-
verandi reglum en í þeirri síðari
Björn Sigurjónsson
hugsaður möguleiki með val-
frelsi á tíma.
Þarna væri um valfrelsi kepp-
enda að ræða til að taka tíma eða
ekki og tímahrakið, sem marga
góða skákina hefur eyðilagt, yrði
úr sögunni auk þess sem ná-
kvæmari úrslit fengjust í mótum
með tilliti til tímanotkunar og
auðvitað gætu tefldar skákir orð-
ið betri.
A X Vi '/2 1 = 2
B ■/2 X '/2 1 = 2
C ‘/2 Vi X 0 = 1
D 0 0 1 X = 1
T T T T
B X 1 Vi 1 1 II S
A '/2 X Vi 1 1 = 3
C ‘/2 ‘/2 X 0 0 = 1
D 0 0 0 0 1 0 X = 1
B hefur tekið tíma og sigrar A
sem þó heldur jöfnu.
D hefur tekið tíma í öllum skák-
unum og hafnar í neðsta sæti en
það hefur C einnig gert á móti D.
Björn Sigurjónsson
SKÁK 137