Skák - 01.06.1992, Page 14
Jón Torfason:
Sagnir um nokkra skákmenn
í handritasafni Hannesar biskups
Finnssonar er stutt sögn um Guð-
brand Þorláksson, biskup á Hól-
um í Hjaltadal 1571 —1627, þar
sem förupiltur nokkur gerir sér
dælt við hann. Guðbrandur var
alla biskupstíð sína andvígur
ónytsömum skemmtunum en í
sögukorninu er ekki að sjá að
Jhann hafi horn í síðu skákarinn-
ar:
Á ofanverðum embættisárum
Guðbrandar biskups kom til
Hóla snauður förudrengur og
hittir biskup úti staddan fyrstan
manna, kveður hann og segir:
„Sæll vertu.“
Biskup tekur kveðju hans. Lætur
drengur nú hvað reka annað, spyr
biskup hvort hann ráði hér
nokkru.
„Svo er það kallað,“ segir biskup.
„Viltu þá lofa mér að vera í nótt? “
segir drengur.
„Vera má það,“ segir biskup, spyr
dreng síðan að nafni og ætterni.
Drengur leysir úr því.
„Kanntu nokkuð að starfa?“ seg-
ir biskup.
„Moka fjós, rífa þorskhöfuð og
tefla skák.“
„Þá skulum við reyna eitthvað af
þessu,“ segir biskup.
Setjast nú báðir inn í stofu, sinn
á hvorn stól, og fara að rífa þorsk-
höfuð. En þegar þiskup var búinn
að rífa þrjú höfuð var drengur
búinn með sex. Nú fara þeir að
tefla skák og tefla frá einu kvöldi
til annars og vann drengur taflið.
Þá segir herra Guðbrandur: „Á
æskuárunum þótti ég kunna að
rífa þorskhöfuð en skák hef ég
teflt bæði ungur og gamall; fjós
hef ég sjaldnast mokað. Viltu
ekki vera hér i vetur?“
„Ójú,“ segir drengur, „ef mér er
það betra en ganga um sveitina. “
„Þú sérð það best ef þú reynir
það,“ segir biskup.
Varð drengur þá kyrr á staðnum
og setti biskup hann til mennta.
Þessi piltur var síra Eyjólfur
Jónsson, síðar prestur til Lundar
í.Lundarreykjadal (1634—72).
(Frásögn þessi er prentuð í Þjóð-
ólfi 1881, bls. 51—2)
Faðir Eyjólfs þessa bjó í Grímsey
en móðir hans er talin dóttir Ein-
ars skáldprests í Eydölum, föður
Odds biskups í Skálholti. Oddur
biskup hefur því verið móður-
bróðir Eyjólfs og mun hann hafa
lært í Skálholtsskóla á vegum
Odds frænda síns en ekki á Hól-
um. Eyjólfur komst síðar í
fremstu klerka röð, varð lærður
maður og kenndi mörgum undir
skóla en ekki fer fleirum sögum
af taflmennsku hans.
Magnús prestur Ólafsson fæddist
í Svarfaðardal árið 1573 að föður
sínum önduðum. Móðir hans
lenti á vergangi og varð úti milli
bæja en ungbarnið fannst lifandi
innan á henni. Bjargvættur
Magnúsar tók hann i fóstur, kom
honum í Hólaskóla og sendi hann
loks til náms við háskólann í
Kaupmannahöfn. Magnús varð
stórlærður maður, samdi m.a.
merka orðabók yfir rúnir og átti
í bréfaskriftum við lærdóms-
menn í Danmörku. Hann varð að
lokum prestur í Laufási á Sval-
barðsströnd og andaðist þar
1636.
Magnús virðist hafa haft nokk-
urn áhuga á skák því árið 1627
eða 1628 sendi hann Olaus
Worm, kunnum dönskum forn-
fræðingi, sett af skákmönnum
sem maður á Svalbarðsströnd
hafði skorið út. Með gjöfinni
fylgdi latínukvæði þar sem skák-
listin er lofsungin. Einna athyglis-
verðast við kvæði Magnúsar er að
þar er nefndur Vida og er þar átt
við italskan kirkjuhöfðingja,
Markús Hieronymus Vida, sem
uppi var á fyrri hluta 16. aldar og
orti kvæðabálk mikinn þar sem
lýst er skákkeppni milli Appollós
og Merkurys í goðaheimum.
Kvæðið var fljótlega prentað og
naut mikilla vinsælda í Evrópu og
því í sjálfu sér ekki að undra þótt
það bærist til Islands en ekki er
vitað um frekari innflutning á
skákritum hingað á þeirri tíð.
Stefán Ólafsson prestur í Valla-
nesi var eitt liprasta skáld sinnar
tiðar (fæddur um 1620, dáinn
138 SKÁK