Skák - 01.06.1992, Qupperneq 15
1688). Honum eru eignaðar þrjár
taflvísur:
Til Þorsteins Magnússonar er
skáldið missti mann í skák.
Mæli ég um og mæli ég á
að menn hans Steina falli í strá.
Honum hrífi glettan grá,
gefi í einu tvo og þrjá.
Gamla hrapi fjörinu frá,
fækki um reita peðin smá.
Falli þannin fræðaskrá,
fái hann mátin lág og há.
Falla í strá = vera drepinn.
Gamla = drottningin. Fræðaskrá
= kvæði. Mátin lág og há; hér er
átt við margföld mát samkvæmt
fornum reglum. Þá var ekki látið
duga að máta andstæðinginn
einu sinni heldur skellt á hann
mörgum mátum. Lág mát voru
þrjú mát eða færri en há mát
fjögur eða fleiri.
Jón bikur skár skák,
skók hann af mér hvern hrók.
Biskupinn fékk rórask,
riddarinn og peðsnidd.
Á gömlu er komið gangsvingl,
gáði hún ekki að ná bráð.
Kóngurinn með forfang,
fékk mátið oflát.
Skók = hristi, hrifsaði. Biskup-
inn fékk rórask = ró biskupsins
var raskað. Gamla = drottningin.
Gangsvingl = rangl. Forfang =
ofbeldi, sbr. að eiga fullt í fangi
með e-ð. Oflát = (hér líklega)
háðung, minnkun.
Fallega spillir frillan skollans
öllu,
frúin sú sem þú hefur nú að
snúa,
heiman læmist hamin í slæmu
skrumi,
hrók óklókan krókótt tók úr
flóka.
Riddarinn staddur, reiddur,
leiddur, hræddur,
reiður veður með ógeð að peði.
Biskups háskinn blöskrar nískum
húska,
við bekkinn gekk svo hrekkinn
þekkir ekki.
Frillan skollans = drottningin.
Læmast = laumast. Hamin =
(hér) leikin í e-u. Skrum = (hér)
bragðvísi. Flóki = mannþröng.
Biskups háskinn = háskinn sem
stafar af biskupnum. Húski =
(líklega) hrókur. Bekkur = rönd
borðsins.
Vísurnar hafa gengist eitthvað í
munni því í handritum er nokkur
orðamunur. Það er líka sýnilegt
að merkingin er beygð undir kröf-
ur ríms og hljóðfalls. Ekki fer
samt á milli mála að skáldið er
komið með tapstöðu.
Þessi hljómfagra vísa hefur einn-
ig verið eignuð Guðmundi Berg-
þórssyni rímnaskáldi (1655—
1705) og Ragnheiði dóttur Brynj-
ólfs biskups Sveinssonar en hún
átti að hafa kveðið vísuna til að
hjálpa manni sem stóð höllum
fæti í tafli móti föður hennar.
Það kann vel að vera að séra Stef-
án hafi verið betra skáld en skák-
maður en þess má geta að hann
segir frá því í bréfi til fyrrnefnds
Olaus Worms að skurðhagur
unglingsmaður þar í sveitum, þ.e.
á Fljótsdalshéraði, skeri út fall-
ega skákmenn og selji vægu verði.
Páll lögmaður Vídalín (1668—
1727) er nokkuð orðaður við
skák. Sá mæti maður Jón Ólafs-
son Grunnvíkingur samdi ævi-
sögu Páls og segir að Páll hafi
m.a. kennt tignarfólki skák á
námsárum sínum í Kaupmanna-
höfn:
Þá kenndi hann Christian Worm,
síðar biskupi, ni fallor, [ef ég man
rétt|, skáktaflið á móti móður
sinni, og að gera heimaskítsmát,
og henni eins eftir bæn hennar
nema í þriðja sinn, þá hann
kvaðst hafa tekið hann að sér til
að kenna honum taflið en ei
hana.
(Vísnakver Páls Vídalíns, bls. 43).
Þegar heim kom gerðist Páll rekt-
or við Skálholtsskóla (1691—96).
Á þeim árum tefldi hann við Berg
nokkurn Benediktsson og orti þá
þessa vísu:
Á feigu tafli fiplar hönd,
fer að peðjum ergi.
Öll nú gerast efnin vönd,
ekki er gaman að Bergi.
[Síðan segir:] Bergur var hinn
besti skákmaður og Jón Snorra-
son prentari af þeim sem þá voru
í Skálholti. Jón [biskup Vídalín]
hafði ekki fengið mát í fimm ár
fyrr en af lögmanni [þ.e. Páli
Vídalín] en Bergur þó enn lengur.
En Jón tefldi óhreinna en Bergur.
Lögmaður [þ.e. Páll Vídalín| var
þó þeirra bestur skákmaður,
kunni bæði riddara- og frúarskák
og kenndi riddaraskák tveimur,
séra Þorsteini Ketilssyni og Þor-
steini Sigurðssyni sýslumanni
sem enn lifa. Hann varð að leggja
skákina niður upp á síðkastið því
hún stóð honum fyrir svefni.
Nokkrum sinnum stóð hún yfir
tvo—þrjá daga og líka hálfan
mánuð fyrir honum við þá sem
vel kunnu.
(Vísnakver Páls Vídalíns, bls. 40)
í Orðabók sinni getur Jón
Grunnvíkingur einnig um skák-
list Páls lögmanns og nefnir einn
mótherja hans enn, Jón Snorra-
son prentari í Skálholti. Það hef-
ur því verið allblómlegt skáklif á
biskupssetrinu um aldamótin
1700.
SKÁK 139