Skák


Skák - 01.06.1992, Qupperneq 19

Skák - 01.06.1992, Qupperneq 19
Þráinn Guðmundsson: • • Ondverðan Árið 1991 er liðið og blessuð sé minning þess. Ég get tekið undir orð ritstjóra Skákar þar sem hann telur afrakstur ársins á skáksviðinu afspyrnurýran hvað sem því veldur. Það er ekki úr vegi í upphafi nýs árs að staldra við og líta til beggja átta, fyrst um öxl en síðan — og fyrst og fremst — fram á við. Sé skáklíf seinasta árs grannt skoðað má finna ýmsa ásteit- ingarsteina. Þótt hin hefð- bundnu skákmót taflfélaganna hafi verið haldin ásamt deilda- keppni og íslandsmótinu olli fjárskortur skákhreyfingarinnar doða, sem hafði lamandi áhrif. Öll orka forystumannanna fór í að reyna að halda skyldustarf- seminni gangandi og halda skút- unni á floti í von um betri daga. Af þessum sökum varð að brjóta þá hefð sem var að skapast að halda alþjóðlegt skákmót árlega hér heima. Slíkt mótshald hefir verið hvati skákmeisturum okkar og nauðsynlegt verkefni. Að vísu var Heimsbikarmót haldið hér seint á árinu með miklum glæsi- brag og ekkert nema gott um það að segja í sjálfu sér, en það auðg- aði ekki íslenskt skáklíf á áber- andi hátt. Helgarmótin, sem voru krydd í tilveru íslenskra skákmanna um mörg ár, hafa nú lagst af um sinn, þótt vonandi fari þar þetri tíð í hönd. Sterkustu og efnilegustu skák- menn okkar verða þvi að leita sér verkefna utan landsteinanna ætli þeir að halda þeim skákstyrk sem þeir hafa náð, hvað þá ef metnaður stendur til að bæta við. Þetta reyndu alþjóðlegu meistararnir okkar allir á sein- asta ári við ærinn eigin kostnað. Kröfurnar hér heima eru orðnar svo miklar, að það að enginn þeirra náði stórmeistaraáfanga, olli vonbrigðum, en vissulega stóðu þeir sig vel — voru ofar- lega í sterkum mótum. Stórmeistararnir fengu alltof fá verkefni á árinu. Aðeins Margeir Pétursson hélt uppteknum hætti og tefldi á mótum vítt og breitt um heimsbyggðina og hafði sigur oftar en ekki. Flóð sterkra skákmeistara „að austan“ á opin mót á Vesturlönd- um, hefir ekki gert það léttara að halda ofan frá íslandi til þátt- töku í opnum mótum á megin- landinu, þar sem Austanmenn kosta mótshaldara nánast ekkert um þessar mundir. Það er hart að þurfa að viður- kenna þá staðreynd, að eins og nú háttar til, er fjarlægð íslands frá vettvangi hinna mörgu skák- móta á meginlandi Evrópu, stærstur þröskuldur á þroska- og framabraut fremstu skákmeist- ara okkar. Á meðan kollegar þeirra á Norðurlöndum og í Evrópu geta hoppað frá móti til móts með litlum tilkostnaði, er þátttaka okkar manna í hverju móti meiriháttar átak eins og nú árar, og ég er ekki ýkja bjartsýnn á nánustu framtíð í þessu efni. Það þýðir þó ekki að leggjast í neitt volæði þótt sigrar og titlar komi ekki á færibandi á hverju ári. Efniviðurinn hér er nægi- legur og aðeins tímaspursmál hvenær dregur til tíðinda, það þarf ekki nema einn glæsilegan sigur í líkingu við það þegar t.d. Hannes Hlifar varð heimsmeist- ari hér um árið eða þegar Jóhann sigraði á Millisvæðamótinu í Ungverjalandi — í kjölfarið kæmi mjög sennilega ný upp- sveifla í skákina, styrktaraðilar og auglýsendur yrðu örlátari og hægt yrði að byggja upp, halda fleiri mót og veita styrki. Árið 1992 er Olympíuár, en Olympíuskákmótið verður að þessu sinni haldið í júní í Manilla á Filipseyjum. Við eigum hik- laust að stefna á verðlaunasæti á þessu móti. íslenska liðið hefir verið valið. Það skipa þeir Jóhann Hjartar- son, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson. Þetta lið á SKÁK 143

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.