Skák


Skák - 01.06.1992, Blaðsíða 23

Skák - 01.06.1992, Blaðsíða 23
Áskorun tölvunnar í janúarmánuði var efnt til skák- keppni milli 30 ungra skák- manna úr Skákskóla íslands gegn 30 tölvum af Silicon Valley gerð. Allar tölvunar tefldu með M Chess forriti en voru mis- öflugar. Tefldar voru fjórar tíu mínútna skákir á hverju borði og fóru leikar þannig að tölvan sigraði með 91 Vi vinningi gegn 28’/2. Bestum árangri náðu Þröstur Árnason og Bragi Þor- finnsson en þeir sigruðu tölvuna 3—1. Þeir sem sigruðu tölvuna einu sinni eða oftar fengu í verð- laun skákforritið M Chess. Fyrir keppninni stóðu fyrirtækið Kjarni hf, Skákskóli íslands og Taflfélag Reykjavíkur. Sveitakeppni grunnskólanna í Reykjavík 1992 Sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík fór fram dagana 27—29 mars sl. 25 sveitir mættu til leiks og tefldu níu umferðir eftir Monrad-kerfi. Reykjavíkur- meistarar urðu A-sveit Æfinga- skólans með 33.5 vinning af 36. Sveitina skipuðu eftirtaldir: Arnar E. Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson, Páll A. Þórarins- son og Björn Þorfinnsson. Vara- maður var Jón E. Karlsson. í öðru sæti var A-sveit Hóla- brekkuskóla með 28 vinninga og í því þriðja A-sveit Breiðholts- skóla með 251/2 vinning. Skákkeppni framhaldsskóla 1992 Skákkeppni framhaldsskóla var tefld dagana 21.—23. febrúar sl. Alls tóku þátt átta sveitir og bar skáksveit Menntaskólans við Hamrahlið sigur úr býtum með 27 vinninga af 28 mögulegum. í öðru sæti kom sveit Mennta- skólans á Akureyri með 18 Vi vinning og í þriðja sæti Fjöl- brautarskólinn við Ármúla með 17 vinninga. Jólahraðskák T.R. 1991 Jólahraðskákmót T.R. var haldið dagana 29. og 30. desember s.l. 40 þátttakendur mættu til leiks og tefldu í þremur riðlum. Róbert Harðarson varð Jóla- skákmeistari T.R. 1991. En hann sigraði í A-riðli eftir aukakeppni við Þorstein Þorsteinsson og Arnar E. Gunnarsson. Sigur- vegari í B-riðli var Ingi Fjalar Magnússon og í C-riðli sigraði Snorri Karlsson. Útiskákmót! Á vegum Skákskóla íslands og Vinnuskóla Reykjavíkur verða haldin útiskákmót við útitaflið í Lækjargötu alla virka góðvirðis- daga í júní og júlí í sumar. Þátt- taka er ókeypis og öllum heimil. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monradkerfi, 7 mínútna skákir. Veitt verða bókaverðlaun fyrir efsta sætið í hverju móti. Mótin hefjast kl. 13:00. Anand gegn unglingalandsliði r Skákskóla Islands Klukkufjöltefli á milli indverska stórmeistarans Anands (skákstig 2650) og unglingalandsliðs frá Skákskóla íslands var teflt mánu- daginn 7. október kl. 13:00 til 15:00. Teflt var á 8 borðum og hafði hver keppandi 1 klst. Teflt var að Hótel Loftleiðum á tölvutengdu borðunum sem notuð eru vegna Heimsbikarmóts Flugleiða. Úrslit voru sem hér segir: 1. borð Héðinn Steingrímsson (2455) — Anand Vi—Vi 2. borð Helgi Áss Grétarsson T.R. (2270) — Anand 0—1 3. borð Anand — Snorri Karlsson T.R. (1960) 1—0 4. borð Magnús Ö. Úlfarsson T.R. (1960) — Anand Vi—Vi 5. borð Ingi Fjalar Magnússon T.R. (1935) — Anand 0—1 6. borð Anand — Jón Viktor Gunnarsson T.R. (1755) 1—0 7. borð Anand — Guðmundur Daðason S.V. (1590) 1—0 8. borð Anand — Bragi Þorfinnsson T.R. (1550) 1—0 Samtals: Anand — Unglingalandslið Skákskóla íslands 7—1 SKÁK 147

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.