1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Side 10
áratugnum, sérstaklega þó á þeim
áttunda. Hann tefldi þá 6 sinnum í
landsliðsflokki á Skákþingi Islands og
náði þar 4. sæti árið 1979. Sama ár
varð hann í 3.-6. sæti á Skákþingi
Norðurlanda í Sundsvall í Svíþjóð á
eftir Niklauson og Jóni L. Árnasyni.
Skemmtilegt er það að hann varð
einmitt skákmeistari Kópavogs 1975.
Bragi tefldi mikið á vettvangi Mjölnis
á þessum árum og var framarlega í
félagsstarfi þess ágæta skákfélags.
Tvisvar varð hann efstur í Vetrarmóti
Mjölnis eða 1978 og 1979 - í fyrsta
sinn ásamt Jónasi Þorvaldssyni. Er
Bragi flutti um tíma til Sauðárkróks
varð hlé á þátttöku hans í hinum
stærri skákmótum, en „suðurkominn“
aftur hefur hann tekið aftur upp
þráðinn - teflt m.a. á öllum
alþjóðlegum Reykjavíkurskákmótun-
um síðan 1984 (nema 1990), síðast nú
í febrúar sl. þar sem hann hlaut 50%
vinninga.Bragi er mjög liðtækur í
hraðskák og á atskákmóti íslands
1993 náði hann 3.-4. sæti ásamt
Jóhanni Hjartarsyni.
Guðmundur Gíslason
Fæddur 31. 08. 1964
Skákstig 2325
Guðmundur hefur mikið látið að sér
kveða í skáklífi landsmanna og þó sér
í lagi á Vestfjörðum. Hann hefur
tvisvar orðið Skákmeistari Vestfjarða,
árin 1984 og 1986. í deildarkeppni
Skáksambands Islands hefur henn
verið einn af lykilmönnum Vest-
firðinga. Eftir að Guðmundur kom
suður til náms hefur hann látið mikið
að sér kveða í skákmótum.
Guðmundur hefur tvisvar sigrað í
Skákþingi Reykjavíkur fyrst árið 1988
en þá varð hann jafn Þresti
Þórhallssyni og síðan árið 1993 er
10
hann vann sinn stærsta sigur og
sigraði stórglæsilega sigraði alla
andstæðinga sína 11 að tölu. Hrað-
skákmeistari Islands varð hann árið
1992. Guðmundur er þekktur fyrir
mjög hvassa taflmennsku og stóð sig
mjög vel á Reykjavíkurskákmótinu
sem haldið var fyrir stuttu, það má því
búast við að Guðmundur verði í
baráttu um að krækja í áfanga að
alþjóðlegum meistaratitli.
Guðmundur Halldórsson
f. 01.12.1959
Skákstig 2260
Guðmundur Halldórsson er 34 ára og
gamalreyndur í skákinni. 15 ára hóf
hann að tefla hjá Taflfélagi
Reykjavíkur, en tefldi síðan ineð
Taflfélagi Seltjarnarness meðan það
var og hét á fyrrri hluta níunda
áratugarins og var skákmeistari
Seltjarnarness árin 1983 og 1984.
Sigurvegari varð hann á haustmóti
T.R. árið 1985.
Guðmundur tefldi á alþjóðlegu
Reykjavíkurskákmótunum 1984 og
1986.
Um tíma bjó Guðmundur vestur á
Isafirði og tók virkan þátt í skáklífinu
þar, tefldi með góðum árangri í
deildakeppni S.í. fyrir Skáksamband
Vestfjarða og tók 1988 þátt í
Alþjóðamótinu við Djúp, sem var
níunda alþjóðamót tímaritsins Skákar.
Keppendur voru 12 og lenti
Guðmundur í 9. sæti rneð 4 vinninga.
Um tíma var Guðmundur við nám
erlendis, en hefur nú hafið þátttöku í
skákmótum að nýju.
Hannes Hlífar Stefánsson SM
F. 18. 07.1972
Skákstig 2525
Hannes er yngsti stórmeistari íslands í
skák og er atvinnumaður í skák. Það
var í júlí í fyrra sem Hannes var
staðfestur af alþjóðasaintökum skák-
manna sem stórmeistari í skák, en
Hannes hafði nokkru áður náð
tilskildum áföngum að stórmeistara-
titli en skorti tilskilinn stig en til að
verða útnefndur stórmeistari þarf að
hafa 2.500 skákstig. Hannes hefur nú
náð því marki og stefnir beint fram á
við og hefur nú 2.525 skákstig.
Hannes á að baki margan titilinn, en
hæst rís þegar hann varð heims-
meistari unglinga árið 1987, og er
einn þriggja keppenda sent náð hafa
þeim árangri. Hannes hefur einu sinni
verið í landsliði Islendinga á ólympíu-
móti en það var á Filippseyjum árið
1992. Þar náði hann einnig þriðja og
seinasta áfanganum að stórmeistara-
titli og tapaði ekki skák. Undanfarið
hefur mikið borið á Hannesi. Hann
sigraði t.d. á Akrapolismótinu í
Grikklandi í fyrra. Sá árangur var
mjög glæsilegur því margir stór-
meistarar voru með á mótinu og gerði