1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Blaðsíða 17
Bjarke Kristensen AM
F. 09. 04. 1956
Skákstig 2465
Bjarke Kristensen er einn af sterkustu
skákmeisturum Dana. Hann hafði
þegar náð tveimur áföngum að Stór-
meistaratitli, er hann tefldi í alþjóð-
lega Hellismótinu í október 1993.
Ekki tókst honum að ná þriðja
áfanganum þar, en vafalaust hyggst
hann reyna að ná honum í 1.
alþjóðlega Kópavogsskákmótinu.
D. Kumaran AM
F. 07. 06.1975
Skákstig 2465
Kumaran er með yngstu keppendum
mótsins aðeins 18 ára gamall. Ferill
hans lengist óðum en hann er búinn
að vera í örri framför undanfarin þrjú
ár. A þessum tíma hefur hann unnið
mörg mót og náð alþjóðlegum
meistaratitli. Áfangana að alþjóðlega
meistaratitlinum náði Kumaran á
Lloyds Bank mótinu í London 1991, á
opna breska meistaramótinu árið 1992
og á nýársmóti í Hastings á Englandi
1993. Stærstu sigrar Kumaran eru án
efa þegar hann náði fyrsta til öðru
sæti á Opna breska meistaramótinu í
fyrra, og þegar hann varð heims-
meistari 16 ára og yngri árið 1991.
Kumaran er án efa upprennandi
stórmeistari í skák og spuming hvort
hann nái sínum fyrsta áfanga að stór-
meistaratitli á Kópavogsskákmótinu.
Spiridon Skembris SM
F. 22 .02.1958
Skákstig 2525
Skembris hóf feril sinn árið 1972 og
komst strax í flokk efnilegustu
skákmanna Grikklands. Varð meðal
annars sigurvegari á Unglingameist-
aramóti Grikklands þrisvar sinnum.
Árið 1977 tók hann þátt í Heims-
meistaramóti unglinga og hafnaði í
þriðja sæti. Hann hefur einnig sigrað á
gríska meistaramótinu fjórum sinnum,
árin 1981, 1984, 1989 og 1993.
Stærsti sigur hans á ferlinum var hins
vegar í fyrra þegar hann sigraði hinn
sterka Jan Timman, sem tapaði fyrir
Karpov um heimsmeistaratitil FIDE í
fyrra, í einvígi 3-1. Áföngunum að
stórmeistaratitli náði hann í
Akrapólismótinu 1988, á Resistance
mótinu í Aþenu 1989 og á stórmeist-
aramótinu Xanthi á Grikklandi árið
1990. Skembris er kvæntur Sanja
Vukovic, og er í dag meðal fremstu
skákmanna Grikkja.
Peter Wells AM
F. 17. 04.1965
Skákstig 2490
Peter Wells er einn af fjórmenn-
ingunum sem koma frá Englandi.
Hann er í hópi efnilegustu skákmanna
Englendinga í dag og hefur verið að
tefla mjög vel upp á síðkastið. Nú
síðast tefldi hann á sama móti og
Þröstur Þórhallsson í Okham í Eng-
landi. Wells náði frábærum árangri
fékk 7 vinninga af 9 mögulegum varð
í 1.-3. sæti ásamt Þresti og náði
áfanga að stórmeistaratitli. Hann ætti
því að koma mjög vel undirbúinn og
eiga góða möguleika á góðum árangri
í mótinu.
Þjónusta er íþrótt,
við erum
ígóðri þjálfun!
17