1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Page 18
DÝRIR AFLEIKIR
ÞÝTT OG ENDURSAGT AF GUNNARIERNI HARALDSSYNI
Það hendir alla skákmenn, einhvern
tímann, að leika illa af sér. Einn
afleikur í annars vel tefldri skák, hefur
kostað margann skákmanninn efsta
sætið í mótinu eða orsakað að
alþjóðlegi meistarinn missti af
stórmeistaratitli í það skiptið. Stór-
meistarinn og góðkunningi okkar
íslendinga Lev Alburt hefur kynnst
hvorutveggja. A árunum kringum
1980 voru haldin vinsæl skákmót í
bænum Lone Pine í Bandaríkjunum.
Auðkýfingur Louis Statham að nafni
styrkti þessi mót og voru alltaf vegleg
verðlaun í mótunum. Alburt var á
þessum tíma nýfluttur frá Sovét-
ríkjunum gömlu og var í fyrsta skipti
á ævinni að standa á eigin fótum. En í
Sovétríkjunum gömlu voru voru allir
þeir, sem sköruðu fram úr í íþróttum
þ. á m. í skák í einhverri málamynda-
vinnu sem þeir mættu e.t.v. aldrei í en
fengu greidd laun fyrir. Núna varð
Alburt. að lifa á þeim verðlaunum
sem hann fékk á skákmótum. A
mótinu í Lone Pine 1980 hafði Alburt
gengið mjög vel og var fyrir síðustu
umferðina efstur ásamt öðrum
fyiTverandi Sovétmanni (þeirn með
langa nafnið) Dzindzihashvili, sem
hér eftir verður kallaður Dhvili. Þeir
mættust í síðustu umferð, sem hefði
þýtt óskipt fyrstu verðlaun til þess
sem ynni. Fyrstu verðlaun voru $
15.000 en skipt fyrsta sæti hefði þýtt
$ 10.000 til hvors. Tímamörkin voru
við 45 leiki. Eftir að Alburt hafði
ítrekað hafnað jafnteílisboðum Dhvili
kom upp staðan á stöðumyndinni eftir
43 leiki. Tekið skal fram að Alburt
var í tímahraki.
m
€
GLEB OG SFEGLAR
Dzindzihashvili
Alburt hefur peði yfir og stóð frammi
fyrir þeirri erfiðu ákvörðun, að taka
jafntefli eða tefla til vinnings. Hann
getur skipt upp á biskupnum fyrir
riddarann og reynt að vekja upp
drottningu. Einnig var mögulegt að
sækja að svarta kónghium með
drottningu og riddara. I Sovétríkj-
unum gömlu var kennt að drottning
og riddari væru oftast betri saman en
drottning og biskup. E.t.v. þess vegna
lék Alburt 44. Dd8??. Þessi leikur
kostaði Alburt $ 4,167 vegna þess að
núna er skákin jafntefli. Hinsvegar gat
Alburt unnið með 44. Rxb7 Kxb7 45.
h4 og ef t.d. 45. - a5 46. h5 a4 47. h6
a3 48. h7 a2 49. h8D alD 50. Dg5-
g7+ Kc6 51. Df6 og nær uppskiptum
á öðru drottningarparinu og þá á
hvítur tvö samstæð frípeð á meðan
hvíta peðið á c3 tefur fyrir svörtu
peðunum. Dhvili svaraði 44. Dd8 með
44. - De5+ og skákin tefldist síðan
45. g3 De2 46. Df6?? Þessi síðasti
afleikur kostaði Alburt $ 6,933 til
viðbótar vegna þess að hvítur átti
ennþá jafntefli eftir 46. Rxb7 Dxf2+
47. Khl. En núna lék Dhvili 46. -
Bf3! og hvítur er glataður. í þrem
leikjum hefur verðlaunafé Alburts
hrapað um $ 11.100. Þess má þó geta
að þó að Alburt hafi tapað peningum í
þessu tilfelli, þá hefur annar
fyrrverandi Sovétmaður, Dimitri
Gurevich, sagt, að það eitt að hafa
fengið leyfi til að flytjast frá
Sovétríkjunum hafi verið betra en að
vinna milljón dollara. Nokkru eftir
mótið í Lone Pine var Alburt, sem er
alltaf ákaflega elskulegur, spurður
hvort lionunr hefði ekki orðið mikið
um er hann lék af sér á móti Dhvili.
Alburt svaraði því til, að víst hefði
það verið slæmt að leika skákinni
niður, en þó hefði honum orðið enn
meira um þegar honurn sást yfir
vinningsleið á rnóti Tal og varð af
stórmeistaratitli í það skiptið. Alburt
vinnur núna fyrir sér með því að
kenna og skrifa um skák. Hann
auglýsir m.a. að hann kenni skák-
mönnum hvernig eigi að forðast
afleiki.
Einn er sá stórmeistarinn fremur
öðrum, að ég hygg, sem hefur orðið
fyrir barðinu á slæmum afleikjum, en
það er bandaríski stórmeistarinn S.
Reshevsky. Reshevsky er frábær
skákmaður sem byggir upp mjög
góðar stöður, en hefur alltof oft glatað
þeim niður í tímahraki. Af nógu er að
taka, og ætla ég hér að sýna tvö dæmi.
Reshevsky
Hér hefur Reshevsky svart á móti L.
Evans og var skákin tefld á
bandaríska meistaramótinu 1964.
Svartur er riddara yfir og getur nánast
unnið á alla vegu. Reshevsky valdi
hins vegar verstu leiðina og lék 48. -
Dxg3??. Eftir t.d. Df6 vinnur svartur
því gxf4 er svarað með Dxh4+. Evans
lék að bragði 49. Dg8+!!. Evans segir
í skákskýringum sínum við þessa
skák, að Reshevsky hefði ekki séð
18