SÁÁ blaðið - apr. 1984, Side 1
1. tölublað 1. árgangur apríl 1984
Góður árangur SAA í baráttunni við áfengissýki:
Minnsta kosti þriðji hver
sjúklingur fær góðan bata
;Samkvæmt niðurstöðum könnun-
jar, sem SÁÁ hefur látið vinna má
fullyrða að minnst þriðji hver sjúkl-
ingur, sem lýkur dvöl á meðferðar-
istofnun SÁÁ að Sogni í Ölfusi
drekkur ekki áfengi eða neytir
jannarra vímuefna næstu 2 til 3 árin.
iKönnun þessi er byggð á svörum
210 fyrrverandi sjúklinga, sem
jdvöldu á Sogni árið 1980. Hún leið-
ir í ljós að af 390 sjúklingum það ár
eru 107 í varanlegu bindindi síðast-
liðið sumar og svara heimsendum
könnunarbréfum. Auk þess höfðu
ellefu einstaklingar komið til
annarrar meðferðar — fimm þeirra
aðeins í viku tíma — og náð því að
vera frá áfengi í 18 mánuði til 3 ár.
135 þeirra sem svöruðu, höfðu ekki
drukkið síðustu sex mánuði áður en
könnunin var gerð.
Þetta er meðal þeirra niður-
staðna sem lesa má úr könnuninni,
en margt annað fróðlegt kemur í
ljós. Könnunin var framkvæmd
síðastliðið sumar og bréf send til
'334 af 390 fyrrverandi sjúklingum
sem dvöldust að Sogni árið 1980.
Þeir voru beðnir að svara einföld-
um spurningum varðandi notkun
áfengis og annarra vímuefna. Það
var gengið út frá því að sjúklingar
sem sögðust ekki hafa drukkið,
færu rétt með í flestum tilfellum.
Þarna var stuðst við reynslu
annarra sem hafa haft tök á að bera
saman svör sjúklinga og upplýsing-
ar frá öðrum í slíkum könnunum.
Við úrvinnslu gagna voru notaðar
upplýsingar sem fengust með öðr-
um hætti og urðu þær til þess að
staðfesta sögur sjúklinga og einnig
að svör þriggja einstaklinga, sem
ekki sögðust hafa drukkið, voru
ekki tekin gild.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir
að Vogi og Sigurður Gunnsteins-
son, meðferðarstjóri að Sogni hafa
séð um allan undirbúning, skrán-
ingu og vinnslu gagna.
Sjá opnu
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlœknir Vogi:
„Kom mér mest á óvart
hve margir voru edrú“
„Það sem kom mér mest á,
óvart varðandi þessar niður-
stöður var einfaldlega það, hve
margir voru ennþá edrú úr hópi
innritaðra sjúklinga að Sogni
árið 1980 svo löngu eftir að
meðferð lauk. Þetta er mjög
ánægjulegur árangur,“ sagði
Þórarinn Tyrfingsson í viðtali
við SÁÁ blaðið í síðustu viku,
en hann vann að könnuninni frá
síðastliðnu vori ásamt Sigurði
Gunnsteinssyni.
Það gerast yfirleitt engin kraftaverk
í þessu starfi. Oft tekur það fólk tvö
til fjögur ár að skilja þetta. Þess
vegna komu þessar tölur mér dálít-
ið á óvart, þar sem ég þekki bak-
grunn og lif þessara sjúklinga. En
þær sýna eitt að mínum dómi: Starf
SÁÁ hefur borið ríkulegan ávöxt“
Eftirmeðferðarstöð SÁÁ að Sogni Ölfusi: Minnst þriðji hver sjúklingur
sem leitar lækninga við áfengissýki, hlýtur góðan bata samkvæmt nýrri
könnun SÁÁ.
Tekur SÁÁ við áfengisvarnar-
málum Reykjavíkurborgar?
Ákvörðun á næstunni
Svíar stofna samtök
eftir fyrirmynd SÁÁ
Viðrœðum milli SÁÁ og
Reykjavíkurborgar um að SÁÁ
taki yfir starfsemi áfengis-
varnarmála borgarinnar, lýkur
á nœstunni. Akvörðun verður
tekin í kjölfar viðrœðnanna,
vœntanlega í sumarbyrjun. Að
sögn VilhjálmsÞ. Vilhjálmsson-
ar, framkvœmdarstjóra SÁÁ,
er hagkvœmast fyrir báða aðila
að starfsemi þessi sé á einni
hendi og muni slík sameining
hafa marga kosti í för með sér
m.a. þá að kraftar munu ekki
dreifast og fjármunir nýtast bet-
ur.
Sl. haust sendi SÁÁ heilbrigðis-
ráði bréf þar sem óskað var eftir
viðræðum við ráðið um að breytt
yrði samstarfsfyrirkomulagi SAÁ
og Áfengisvarnardeildar Heilsu-
varnarstöðvarinnar. í bréfinu kom
m.a. fram að óhagræði væri að tveir
aðilar önnuðust hliðstætt starf og
einnig var þess getið að SÁÁ treystu
sér til að auka þjónustuna án þess
um aukningu á fjármunum til
rekstrarins yrði að ræða.
Samstarf SÁÁ og Heilsuverndar-
stöðvarinnar hófst á árinu 1977 og
var þá gerður samningur um sam-
starf þessara aðila sem átti að
endurnýjast að ári liðnu en sú end-
urnýjun hefur ekki átt sér stað. í
aðalatriðum fól samningurinn í sér
að SÁÁ sæi um meðferðarhlið
mála en áfengisvarnardeild Heilsu-
verndarstöðvarinnar um alla fyrir-
byggjandi starfsemi.
í viðræðunefndinni sitjaað hálfu
SÁÁ Hendrik Berndsen, Þórarinn
Tyrfingsson og Anna Þorgríms-
dóttir en að hálfu Reykjavíkurborg-
ar Páll Gíslason og Jósteinn
Kristjánsson. Auk þess starfa
embættismenn beggja aðila með
nefndinni.
Hvers
vegna
fæ ég
SÁÁ-
blaðið?
SÁÁ-blaðið er sent öllum fél-
lagsmönnum Samtaka áhuga-
fólks um áfengisvandamálið.
Að okkar mati á þó blaðið er-
indi út fyrir raðir SÁÁ. Þess
vegna höfum við sent SÁÁ-
blaðið um 40 þúsund heimil-
um á landinu. Þeir sem vilja
gerast áskrifendur en fá ekki
þetta fyrsta tölublað sent
þurfa aðeins að hringja í síma
82399. SÁÁ-blaðið kostar
ekkert.
Sœnskir aðilar hafa stofnað
áhugamannasamtök um
áfengissýki og fíkniefnavanda-
málið eftir fyrirmynd SÁÁ.
Samtökin sem nefna sig SCAA
(Swedish Council on Alco-
holism and Addiction) voru
stofnuð á síðasta ári en undir-
búningur að stofnun þeirra
hófst fyrir rúmum þremur ár-
um.
Að sögn Hendriks Berndsen,
formanns SÁÁ, kom Monica Sil-
verskjöld Getz (fyrrum eiginkona
Stan Getz hljóðfæraleikara) til ís-
lands ásamt trúnaðarlækni SAS
árið 1980 til að kynna sér með-
ferðarprógram SÁÁ. Monica S.
Getz hreifst mjög af hugmyndum
og uppbyggingu SÁÁ og kom tví-
vegis síðan til íslands til að kynna
sér starf samtakanna. Hún ásamt
fleiri sænskum aðilum stofnuðu
SCAA á síðasta ári og er starfsemi
hinna nýju samtaka nú í mikilli |og
örri þróun. Þau vinna að opnun
meðferðarheimilis og reka starf-
semi sem í öllum meginatriðum er
byggð á kerfi SÁÁ. Starf SCAA er
brautryðjendastarf í áfengismálum
í Svíþjóð að sögn Monicu S. Getz.
í bréfi sem hún sendi SÁÁ nýverið,
segir hún orðrétt: „Það verður að
hafa.í huga að Svíþjóð er á stein-
aldarstigi hvað varðar alkóhólisma.
Hér þorir enginn málsmetandi
maður að rísa á fætur og segja: „Ég
er óvirkur alkóhólisti og þú getur
einnig náð tökum á sjúkdómnum!“
Aðsetur SCAA er í Lidingö í
Stokkhólmi.
Landlæknir Svía til
íslands