SÁÁ blaðið - apr. 1984, Side 2

SÁÁ blaðið - apr. 1984, Side 2
2 SÁÁTbláðfó Ábyrgðarmaður: Ingólfur Margeirsson. Útgefandi: Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið (SÁÁ). Framkvæmdastjóri: Hreinn Garðarsson. Ritstjóri: Þráinn Hallgrímsson. Auglýsingastjórar: Jórunn Magnúsdóttir og Stefán H. Stef- ánsson. Ljósmyndir: Gunnar Elísson — Kópía Ritnefnd: Ingólfur Margeirsson formaður, Gisli Lárusson, Magnús Bjarnfreðsson, Páll Stefánsson, RagnheiðurGuðna- dóttir og Sigurður Gunnsteinsson. Setning og umbrot: Alprent h.f. Síðumúla 38. Skrifstofa: SÁÁ Siðumúla 3—5 105 Reykjavík, Sími 82399. Pósthólf 822. 121 Reykjavík. SÁÁ blaðið kemur út 4-6 sinnum á ári. Það er prentað í 40.000 eintökum og dreift ókeypis. Áskriftar- og auglýsingarsími: 82399. Hvatning til frekari átaka Stundum heyrast þær raddir hér í fjölmiðlum og á mannamótum, að allt það starf, sem unnið sé fyrir á- fengissjúka, sé meira eða minna kastað á glæ. Gagnrýn- endur meðferðar segja sem svo, að margir áfengissjúkl- ingar fari afturog aftur í meðferð án þess að sjáanlegur ár- angur verði. Þjóðfélagið eyði miklu fé í heilbrigðisþjón- ustu á þessu sviði, en enginn sýnilegur arður sé af allri taessari fyrirhöfn og vinnu, sem lögð er fram í þágu áfeng- issjúkra. Og oft láta þessirgagnrýnendur hátt og fara mik- ið í fjölmiðlum. Þeir hafa hins vegarengar staðreyndir, sem fullyrðingar í þessum dúr eru byggðar á. Þegar grannt er skoðað og gengið eftir rökstuðningi, verður oftast fátt um svör. Dap- urlegt er síðan til þess að vita, að áróður af þessu tagi kann að hafa skaðað þá aðila hér á landi, sem gleggst þekkja þessi mál. Sumir hverjir hafa unnið mikið afrek í starfi fyrir áfengissjúka. Sú könnun, sem SÁÁ hefur staðið fyrir undanfarin miss- eri ætti að sýna mönnum svart á hvítu, að fullyrðingar í þá veru, sem að ofan er lýst, eru gersamlega úr lausu lofti gripnar. Þar kemur fram með mjög áþreifanlegum hætti, að ná mávaranlegum batavið áfengissýki, ef rétt er að far- ið. Þetta hafa þeir reyndar lengi vitað, sem starfað hafa að áfengismálum. Tölurnar úrSÁÁ-könnuninni sýna ótvírætt að árangur er af starfinu. Auk þess er könnunin ákjósan- legt innlegg í umræðuna um varnir gegn áfengi og vímu- efnum. Á tímum vaxandi vímuefnaneyslu er mikil þörf á um- ræðu um það, hvareigi að reisamúrinn til varnargegn hin- um löggilta bölvaldi áfenginu — og öðrum vímuefnum, sem löggjafinn hefurekki lagt beinlínis blessun sínayfir. SÁÁ-könnunin bendir sterklega til þess, að þriðji hver sjúklingur, sem fer inn til eftirmeðferðar að Sogni í Olfusi, nái verulegum árangri í glímunni við Bakkus konung. Fjórðungursjúklingafráárinu 1980 hefurekki snert áfengi í allt að því þrjú og hálft ár, þegar könnunin var gerð á síð- astliðnu sumri. Ellefu sjúklingar hafa farið í aðra meðferð og ekki neytt áfengis um nokkurt skeið. Þar að auki má gera ráð fyrir nokkrum árangri hjá þeim fyrrverandi sjúkl- ingum, sem ekki svara bréfum í könnuninni. 135 manns telja sig ekki hafa neytt áfengis eða annarra vímugjafa í sex mánuði áður en könnunin var gerð. Allteru þettamerki og ábendingarum greinilegan árang- ur í starfi SÁÁ fyriráfengissjúka hérá landi. Jafnframt eru niðurstöðurnar mælistika, sem samtökin geta beitt áfram. Með þeim má finna og fylgjast með árangri næstu árin og sjá á hvaða leið samtökin eru stödd. Hvort þau ganga áfram götuna til góðs eða villast af leið. Það er sjáldgæft og reyndar einsdæmi að fylgt sé eftir jafn stórum hópi áfengissjúklinga eins og gert var í um- ræddri könnun SÁÁ. Aðalvandamál þessarar könnunar og hliðstæðra kannana er einmitt að hafa uppi á sjúlkingun- um og fá þá til að svara. Könnun SÁÁ er því fyrsta víðtæka og marktæka könnunin hérlendis á bata sjúklinga sem farið hafa í eftirmeðferð. N iðurstöðurnar eru vopn gegn ábyrgðarlausum sleggju- dómum um starf samtaka á borð við SÁÁ og AA og ann- arra sem látið hafa mál áfengissjúkra til sín taka á undan- förnum árum og áratugum. En fyrst og fremst eru niður- stöðurnar hvatning til frekari átaka. Þegar þessi árangur af starfinu liggur Ijós fyrir eru þær ekki aðeins uppörvun heldur jafnframt skylda til að halda þessu starfi áfram. Þráinn Hailgrímsson Nýtt blað Aðeins rúmum mánuði eftir stofnun Samtaka áhugafólks um áfengisvanda- málið í októbermánuði 1977, sá tímarit SÁÁ dagsins Ijós. í aðfaraorðum fyrsta tölublaðs tímaritsins, sagði Hilmar Helgason, þáverandi formaður samtak- anna m.a.: „Þennan mánaðartíma höfum við alltaf verið að finna betur og betur hve gífurleg þörfin er fyrir þjónustu okkar, og erallt að því óskiljanlegt hversu vel hefur tekist til á undanförnum árum, miðað við þá aðstöðu sem hefur verið fyrir hendi hér á landi. Heitasta ósk okkar allra er að sá meðbyr sem stutt hefur við bakið á okkur undanfarinn mánuð megi verða að staðvindi". Byrinn er löngu orðinn að staðvindi. Hið öfluga og víðfeðma starf samtakanna hefur einnig kallað á aukna útgáfustarf- semi. Tímarit SÁÁ sem kemur út nokkr- um sinnum á ári frá 1977 hefur gegnt mikilvægu hlutverki að upplýsa og fræða félagsmenn og aðra lesendur um starf- semi SÁÁ og áfengismál almennt. Hið nýja blað, sem nú kemur fyrir augu les- enda tekur við af tímaritinu, og verður stærra og efnismeira. SÁÁ-blaðið mun leitast við að flytja nýjustu fréttir af vett- vangi áfengis- og fíkniefnamála og í því verður einnig að finna margvíslegar greinar, viðtöl og alhliða umfjöllun um ýmis málefni og raunar allt sem miðar að því að gera fólki lífið léttara og skemmti- legra. SÁÁ-blaðið verður sent félagsmönnum. En að mati okkar á blaðið erindi langt út fyrir raðir samtakanna. Þess vegna höf- um við prentað það í miklu upplagi og sendum um 40 þúsund heimilum á land- inu að kostnaðarlausu. Þetta er blað okk- ar allra og þess vegna vonumst við eftir virkri þátttöku sem flestra að gera SÁÁ- blaðið að lifandi miðli. Leyfum staðvindunum að blása. Ingólfur Margeirsson formaður útgáfunefndar Stjórn SAÁ Framkvæmdastjórn: Hendrik Berndsen, formaður, Othar Örn Petersen, varaformaður, Ragnheiður Guðnadóttir, ritari, Eggert Magnússon, gjaldkeri, Gísii Lárusson, meðstjórnandi, Ingólfur Margeirsson, varamaður, Ragnar Aðalsteinsson, varamaður. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, varam., Aðrir í aðalstjórn: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Albert Guðmundsson, Árni ísleifsson, Ásgeir Hjörleifsson, Baldur Guðlaugsson, Bjarki Elíasson, Björgólfur Guðmundsson, EWald Berndsen, Grétar Bergmann, Guðmundur J. Guðmundsson, Gunnlaugur Ragnarsson, Hrafn Pálsson, Ingimar H. Ingimarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Jónas Jónasson, Magnús Bjarnfreðsson, Páll Stefánsson, Pétur Sigurðsson, Pjetur Þ. Maack, Sigfús Halldórsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Tómas Agnar Tómasson, Valur Júlíusson, Vilhjálmur Pálsson, Þórir Daníelsson, Þorsteinn Guðlaugsson. Varamenn aðalstjórnar: Magnús Torfason, Ólafur J. Ólafsson, Sigurður Þ. Árnason, Sigurður Þ. Guðmundsson. Sveinsína Tryggvadóttir, Minning: Hilmar Helgason Fœddur 14. febrúar 1941 — Dáinn 13. mars 1984 Hilmar Helgason var fyrsti formaður SÁÁ. Hann veitti samtökum okkar forystu fyrstu og erfiðustu árin. Af- staða almennings til áfengissjúkra var önnur þá en nú, þekking minni og dómharka meiri. Á brattann var að sækja og þá komu hæfileikar hans best í ljós. Bjartsýni Hilmars og dugnaður fleytti okkur í gegnum ótrúleg- ustu erfiðleika, enda hafði hann sérstakan hæfileika til að laða fólk tií fylgis við hugmyndir okkar og áform. Að leiðarlokum þökkum við Hilmari Helgasyni fyrir allt það sem hann gerði fyrir samtök okkar. Samúðar- kveðjur sendum við ástvinum hans. Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið.

x

SÁÁ blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÁÁ blaðið
https://timarit.is/publication/2069

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.