SÁÁ blaðið - apr 1984, Síða 5
5
Framleiðsla og sala innlends öls hefur um árabil verið meðal heitustu deilumála
hér á landi. Umræðan um bjórinn hefur þó að mestu legið niðri síðustu misseri
ef frá eru taldar blaðadeilur um þetta viðkvœma mál. En í vetur hefur umrœðan
um íslenskt öl fengið byr undir báða vængi meðal annars vegna þess að fyrir Al-
þingi liggur nú tillaga um þjóðaratkvœði til að skera úr um þetta mál í eitt skipti
fyrir öll. Könnun Dagblaðsins og Vísis á dögunum virðist benda tilþess, að lands-
menn vilji láta meirihlutann ráða því, hvort hér verður kneyfað sterktöl eður ei.
En vœri úr vegi að velta því fyrir sér stundarkorn, hvað gerðist hér ef sterkt öl
bœttist við þau vímuefni, sem þegar er neytt í landinu? Enginn getur á þessari
stundu sagtfyrir um þá þróun, þó nokkuð megi ráða af því, sem gerst hefur er-
lendis við svipaðar aðstœður. Reynslan ein fœr þó úr skorið íþessu efni, sem svo
mörgu öðru.
Við höfum fengið nokkra þjóðkunna menn til að segja álit sitt á bjórnum. Þeir
reyna að spá í hvað muni hugsanlega gerast hér verði hann innleiddur og stillt upp
við hlið þeirra vímugjafa sem fyrir eru.
Elías Snœland Jónsson:__
Skoðanakönnun meðal
þjóðarinnar æskileg
Eitt þeirra mála, sem
stinga upp kollinum við og
við og verða tilefni mikilla
og almennra umræðna í
þjóðfélaginu, er bjór-
bannið — þ.e. það bann,
sem er í núgildandi lögum
við sölu sterks öls, sem svo
er nefnt. Margir taka þátt
í þessari umrœðu af nán-
ast trúarlegum tilfinninga-
hita, bœði með og móti.
Þeir, sem berjast fyrir því
að sterkur bjór verði
leyfður hér á landi, eru þó
sumir hverjir jafnframt að
berjast fyrir eigin við-
skiptahagsmunum, því
Ijóst er að það yrði fjár-
hagslega ábótasamt að
framleiða og eða flytja inn
og selja slíkt öl.
Sérhvert þjóðfélag býr við
ákveðnar reglur, sem þegnarnir
verða að fara eftir. Með lögum og
reglugerðum er ekki aðeins komið
skipulagi á samskipti íbúanna,
heidur einnig reynt að tryggja rétt
einstaklingsins. Jafnframt er með
Iögum og reglum reynt að verja
þegnanna fyrir ýmsu því, sem þeim
er hættulegt.
Það hlýtur að vera æskilegt að
þegnarnir hafi sem mest frjálsræði
í þjóðfélaginu; að einstaklingurinn
fái eftir því sem kostur er að velja
og hafna sjálfur. Á mörgum svið-
um verður einstaklingur í frjálsu
samfélagi engu að síður að sætta sig
við sameiginlegar skorður við frelsi
sínu — við margvísleg boð og bönn,
sem engum dettur í hug í alvöru að
fella úr gildi. Sem dæmi má nefna,
að fáum mun koma til hugar að
krefjast þess að leyfð verði sala og
neysla eiturefna á borð við heróín.
Boð og bönn lýðræðisþjóðfélaga
miða oft á tíðum að þvi að draga úr
atferli, sem flestir eru sammála um
að skaði sérhvern einstakling.
Þegar þessi þoð og bönn sam-
rýmast réttlætisvitund almennings
eru þau í heiðri höfð af flestum. En
þegar forsendur bannanna virðast
hæpnar er hætt við að þau verði
gagnslítil til Iengdar.
Bjórbannið byggir á frekar
hæpnum forsendum. Það er varla
rökrétt að banna sölu á áfengum
bjór á sama tíma og leyfð er almenn
sala á mun sterkari og hættulegri
drykkjum. Það væri þá í raun og
veru jafn rökrétt að banna sölu á
léttum vínum en leyfa áfram sterku
drykkina. Auðvitað væri eðlilegast
að leyfa sölu sterka ölsins á sama
hátt og áfengisins — þ.e. i útsölum
Áfengisverslunar ríkisins. Og eðli-
legt væri að skattleggja bjórinn eigi
minna en áfengið. Með því móti
væri bjórinn til sölu, en þeir, sem
vildu kaupa hann, yrðu að hafa
nokkuð fyrir því og greiða fyrir
hann hátt verð.
Slíkar takmarkanir á sölu bjórs
myndu draga úr líkunum á þeim af-
leiðingum, sem margir hafa varað
við að fylgja myndu í kjölfar af-
náms bjórbannsins; þ.e. að ungling-
arnir myndu neyta hans í ríkum
mæli, og að bjórinn yrði mikið
drukkinn á vinnustöðum og myndi
þar leiða til léiegri afkasta. Það eru
óneitanlega nokkrar líkur til þess,
að þannig myndi fara ef sterkur
bjór yrði seldur hér ódýrt og í nán-
ast hverri matvöruverslun. Það er
því að mínu viti óráð.
Virðing fyrir Iöngunum er mikil-
væg forsenda heilbrigðs þjóðlífs.
Fátt grefur eins undan samfélaginu
og virðingarleysi fyrir lögunum.
Þar bera stjórnvöld mikla ábyrgð.
Þau verða að framfylgja þeim lög-
um, sem sett eru, eða afnema lögin
ella. Frægur er sá tviskinnungur,
sem ríkir í hundabannsmálum á
höfuðborgarsvæðinu. Þar vinna
stjórnvöld beinlínis að því að grafa
undan virðingu manna fyrir lögun-
um með því að banna hundahald í
orði en leyfa það í verki. Svipað
ástand virðist hafa skapast varð-
andi bjórinn. Hann er bannaður
samkvæmt lögum en samt leyfist
kaupahéðnum að stunda bjórsölu
átölulaust. Auk þess sem efni til að
brugga sterkan bjór hafa verið seld
í landinu um árabil, og þeir íslend-
ingar, sem fara til útlanda, mega
koma með sterkan bjór inn í landið
þótt þeir megi ekki kaupa hann i
landinu sjálfu utan Fríhafnarinnar
á Keflavíkurflugvelli.
Hér er augljóslega brotalöm, sem
Iagfæra verður. Annað hvort verða
stjórnvöld að sjá um að fram-
kvæma gildandi lög eða þá að
breyta þeim lögum þannig, að
bruggun og sala áfengs öls verði
Ieyfð með ákveðnum takmörkun-
um. Þótt ég persónulega hafi lítinn
áhuga á bjór, þá virðist mér síðari
leiðin að ýmsu leyti eðlilegust.
Fram hefur komið á Alþingi til-
laga um að mál þetta verði borið
undir þjóðaratkvæði. Það er vissu-
lega ekki óeðlilegt að þjóðin sé
spurð um mál af þessu tagi, en þá
verður Iíka að liggja ljóst fyrir, að
hún geti í atkvæðagreiðslunni valið
á milli þeirra helstu leiða, sem til
greina koma. Slík skoðanakönnun
meðal þjóðarinnar væri æskileg, og
þar að auki til þess fallin að auð-
velda tvístígandi þingmönnum að
gera upp hug sinn. Alla vega er
Ijóst, að núverandi ástand mála er
til lítillar fyrirmyndar.
á myndbandadeildinni fyrir hvern
dag, og mikið farið í kæliskápana
eftir brjóstbirtunni. Við íslending-
arnir þurftum all oft að fara fram á
fyrirgreiðslu og viðvik aukalega
fyrir íslenska sjónvarpið, og það
kom fljótt í ljós, að best var að beita
bjór fyrir sig til að liðka fyrir þeim
samskiptum á þann hátt að splæsa
bjór á viðkomandi danskan starfs-
mann eða starfsmenn.
Þessi bjórkaup voru orðin hið
mesta vandamál og baggi á okkur,
en bráðnauðsynleg, ef fá átti verkin
unnin.
Með þessu er ég ekki að kasta
rýrð á þessa dönsku tæknimenn
sjónvarpsins í Kaupmannahöfn.
Þetta virtist einfaldlega viðtekin
venja í Danmörku í sambandi við
svona samskipti, svona eins og að
gefa börnum gotterí. Það eru svona
venjur og ,,menning“ sem mér
finnst ekki eftirsóknarvert að apa
upp eftir öðrum þjóðum hér á
landi.
Niðurstaða mín er sú, að þrátt
fyrir það, að hugsanlegt sé að við-
horf og venjur hér í áfengismálum
séu hægt og bítandi að breytast í þá
átt að draga úr hættunni, sem því
gæti fylgt að innleiða sterkan bjór,
þá ætti þjóðin að hugsa sig vel um,
áður en hún stígur þetta skref á
sama tíma og aðrar þjóðir eru
margar að þrengja reglur á þessu
sviði af fenginni slæmri reynslu af
því að rýmka til í áfengissölu.
Það yrði erfitt að stíga skrefið til
baka, ef illa tækist til. Menn skyldu
minnast þess, að skásti mælikvarð-
inn á alkóhólisma er það magn vín-
anda, sem innbyrt er, og þar holar
bjórdropinn steininn hjá frændum
vorum, Dönum, sýnist mér.
Hitt finnst mér sjálfsagt að þjóð-
armeirihluti fái að ráða í þessu
máli, hver svo sem hann verður.
Því meira sem ég les og kynni mér
um áfengisdrykkju og vandamál
henni samfara, því sannfærðari
verð ég um, að Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin hefur hitt naglann á
höfuðið, þegar hún segir: Því meira
framboð, því fleiri dreifingarstaðir,
því meiri auglýsingar, því meira er
drukkið. Það getur ekkert hamlað
gegn drykkjunni annað en sam-
dráttur á þessu sviði.
Það eru til fínar og ófínar aðferð-
ir til að berjast gegn ofdrykkju og
til að berjast fyrir útbreiðslu áfeng-
is. Ekkert dregur úr hættunni af því
annað en minni neysla. Allar aðrar
skilgreiningar eru að mínu mati
hálfgerður asnaskapur.
Með þessum orðum set ég mig
ekki í dómarasæti, né reyni að hafa
vit fyrir öðrum. Ég reyni aðeins að
taka tillit til blákaldra staðreynda,
og reyni að forðast þá blekkingu,
sem hvarvetna umvefur allt, er
snertir áfengi og áfengisneyslu.
Bjór þykir mér góður og ég er
sannfærður um, að ég myndi neyta
hans í talsverðum mæli, ef hann
fengist hér. Ég hef hins vegar enga
trú á því, að hann myndi kenna mér
einhverja hefðarsiði við neyslu
áfengis. En hann myndi auka á það
áfengismagn og fjölga þeim
áfengistegundum, sem hér eru í
boði. Um leið myndi hann auka
áfengisneyslu og færa hana inn á
svið, þar sem hún hefur ekki verið
áður.
í mínum huga er málið mjög ein-
falt. Við eigum ekki að leyfa brugg-
un og sölu áfengs öls. Við eigum
yfirleitt ekki að gera neitt, sem eyk-
ur óhamingju, slys, glæpi og
hverskonar hörmungar í mannleg-
um samskiptum. Niðurstaða
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar byggði á traustustu rökum,
sem til eru. Við hana styðst ég þótt
ég telji bjór hvorki verri né betri
vímugjafa en annað áfengi, og
bragðbetri en flest annað. Ég reyni
að beygja mig fyrir rökum lífs og
dauða, og reyni að láta blekkinguna
fara fram hjá mér.
FIAT
TEKUR
FORYSTUNA
Á árunum 1965 til 1975 var FIAT ííorystu í framleidslu á litlum
bílum til almenningsnota. FIAT bílar hlutu titilinn ,,bíll ársins í
Evrópu" þrisvar sinnum á sex árum. Nú er FIAT aftur kominn
í forystusœtiö meö framleiöslu FIAT UNO, sem kjörinn hefurver-
iö bíll ársins 1984. Óhemjufé, tíma og fyrirhöfn var eytt í undir-
búning og hönnun áöur en framleiösla hófst á þessum frá-
bœra bíl. FIAT verksmiöjurnar lögöu 700 milljónir dollara í
þetta verkefni og hafa augljóslega variö því fé skynsamlega
því útkoman, sjálíur UNO bíllinn, er einstaklega vel hannaöur
og er af sérfrœöingum talinn vera e.t.v. besti smábíll sem
nokkru sinni hefur veriö smíöaöur (' 'possibly the best small car
ever made'j.
i
EGILL
VJLHJÁLMSSON HF.
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202.