SÁÁ blaðið - apr. 1984, Qupperneq 6
EF BJÓRINN VERÐUR LEYFÐUR
HVAÐ GERIST?
Magnús Bjarnfreðsson:
Þá mun taka steininn úr...
þegar sala öls verður leyfð í matvöruverslunum
Hvaö gerist ef sala á á-
fengum bjór verður leyfð á
Islandi? Um þetta hefur
mikið verið deilt og mun
verða deilt. Mig grunar að
jafnvelþótt sala hans verði
leyfð þá haldi menn samt
áfram að deila ogsjái hlut-
ina frá ýmsum ólíkum
hliðum.
Nú er það svo að í þessari algengu
spurningu felst mikill misskilningur
að því leyti að áfengur bjór er og
hefur alltaf verið seldur í öllum
matvörubúðum og sjoppum á ís-
Iandi. Allur sá bjór og pilsner sem
við drekkum er áfengur, hvort held-
ur hann ber Egils, Thule eða Sani-
tas merki. Hins vegar er óheimilt að
áfengismagn hans fari fram úr
ákveðinni prósentutölu samkvæmt
áfengislögunum. Ekki veit ég ná-
kvæmlega hvernig sú tala er fundin
út, en líklega er við það miðað að
fullorðinn maður verði tæpast ölv-
aður af neyslu drykkjarins. Þó er
það svo að undir vissum kringum-
stæðum getur fullorðinn maður
hæglega fundiðá sér breytingu við
það að drekka þennan „óáfenga"
bjór og ef ung börn legðu það á sig
að teyga hann gætu þau vafalítið
fundiðvel á sér, jafnvel orðið ölvuð.
Við búum sem sagt við það sér-
kennilega kerfi að ung börn geta
farið út í matvörubúð og keypt sér
áfengi. Á móti þessu hamlar hins
vegar að bragðið af bjór og pilsner
höfðar yfirleitt ekki til ungra barna
og því hefur þetta ekki orðið neitt
vandamál.
Það sem umræðan snýst því í
raun um er það hvort Ieyft verði að
auka áfengismagn í þeim bjór og
pilsner sem seldur verður hérlendis
í framtíðinni, þannig að minna
þurfi af honum til þess að finna fyr-
ir áfengisáhrifum, komast í „vímu“
eins og það heitir víst nú til dags.
Hvernig verður hann seld-
ur?
Þeir sem berjast fyrir því að leyft
verði að selja sterkara öl hérlendis
en hingað til hefur verið gert, telja
eðlilegt að salan fari einungis fram
í útsölum Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins. Því er haldið fram að
með þessu móti verði unnt að halda
unglingum frá neyslu áfengs öls að
sama skapi og það sé unnt í dag að
hindra áfengiskaup þeirra. Því er
líka haldið á lofti að verðlag á ölinu
muni verða nokkuð hátt og það
komi r veg fyrir að menn neyti þess
fyrst og fremst sem áfengis, heldur
miklu fremur sem Ijúffengra veiga
með mat eða sem lystauka.
Vafalítið er að ef sala á áfengara
öli en nú er til sölu verður leyfð þá
verður fyrst í stað farið eftir þessu.
Verði verður haldið háu og útsölu-
staðir verða „ríkin“. En illa er ég
svikinn ef ekki heyrast fljótlega há-
værar raddir um það að þetta sé ó-
þolandi smánarblettur á okkur ís-
lendingum. Halda mennirnir virki-
lega að við kunnum ekki að fara
með bjór? Á að bjóða túristunum
upp á það að geta ekki keypt sér
bjór á veitingastöðum hér eins og i
menningarlöndum? Ég sé fyrir mér
öll nafnnúmerabréfin sem send
verða dagblöðunum til birtingar á
vegum þeirra manna sem sjá sér
hagnað í því að rýmkað verði til
með sölureglur á áfengara öli. Og ég
er sannfærður um að allar skoðana-
kannanir muni innan skamms sýna
að sá er þjóðarviljinn að hinn Ijúf-
fengi íslenski bjór úr „besta vatni í
heimi“ verði seldur í matvöruversl-
unum og á öllum veitingastöðum.
Jafnsannfærður er ég um að sú
verður raunin á innan tíu ára frá því
að sala áfengara ölsins hefst.
Fer þá allt fjandans til?
Nei, svo slæmt held ég það verði nú
ekki. En neysla áfengis mun aukast.
Það þýðir ekkert að berja hausnum
við steininn með það. Það hefur alls
staðar gerst þar sem auðveldara er
að ná í áfengi. Hvergi nokkurs stað-
ar í heiminum er ofdrykkja meiri en
þar sem auðveldast er að ná í bjór
og létt vín. Það er fáránleg lygisaga
að í þeim Iöndum þar sem bjórinn
og léttu vínin flóa séu engin áfengis-
vandamál. Þar eru þau nú aldeilis
blómstrandi! Hins vegar loka menn
yfirleitt augunum fyrir þeim og
vilja alls ekki viðurkenna að þau
séu til og trúgjarnir íslenskir ferða-
menn láta troða þessari vitleysu i
sig.
Önnur blekkingin er sú að menn
verði ekki fullir af bjór, aðeins
skemmtilega kjafthýrir. Þeir sem
trúa þessu og hafa verið í bjórlönd-
um hafa einfaldlega verið of fullir
sjálfir til þess að sjá nokkurn skap-
aðan hlut. Þegar bjórkrám erlendis
er lokað velta menn augafullir um
stræti og torg. Hins vegar fullyrði
ég alls ekki að þessir hinir sömu
hefðu ekki orðið fullir þótt enginn
bjór hefði verið. Þeir hefðu þá að-
eins neytt áfengisins í öðru formi.
Enn ein blekkingin er sú að þeir
sem drekki bjór láti þar við sitja.
Bjór er mjög algeng byrjun á
drykkju hjá þeim sem eiga í erfið-
leikum vegna áfengisneyslu. „Bara
einn bjór, það er allt í lagi“ er við-
kvæðið. En yfirleitt verður hjá þess-
um mönnum áframhald af þessum
eina bjór og fljótlega þarf sterkari
kveikju með til þess að komast í rétt
form.
Ég er sem sagt ekki í neinum vafa
um það að jafnvel sala á áfengara
öli í „ríkinu“ mun auka neyslu á-
fengis. Fyrst mun þó taka steininn
úr þegar sala þess verður leyfð í
matvöruverslunum innan nokkurra
ára. En á móti þessari auknu sölu
mun vafalítið koma aukinn áróður,
sem eitthvað mun draga úr áhrifun-
um. Það er til siðs nú til dags að
fræða fólk í stað þess að banna því
og kannski verður einhver prósenta
af sölu áfenga bjórsins notuð til
þess að fræða fólk um að það skuii
passa sig á honum. Það væri vissu-
lega dæmigert úrræði upplýsinga-
aldar hinnar nýju!
Þegar framleiðsla, þjónusta og verslanir
sameinast um eitt meriá,
máttu vera viss um að meridð tákni gæði!
IV
SS
■■ i ■ ■ mm
SS-búðimar
Verslanir sem bjóða viðráðanlegt vöruverð
Hafnarstræti 5 Aðalstræti 9
Skólavörðustíg 22 Bræðraborgarstíg 43
Laugavegi 116 Austurveri
Glæsibæ Iðufelli 14
SLÁTURFÉLAG
Akranesi
SUÐURLANDS