SÁÁ blaðið - apr 1984, Qupperneq 8
8
Já, hvers vegna byrja unglingar að neyta fíkniefna?
Hvernig á að bregðast við fíkniefnavanda þessa aldurs-
hóps, sem virðist fara vaxandi síðustu misseri? Um þetta
efni má skrifa langt mál. Þegar SÁÁ, Landlæknisem-
bœttið og Áfengisvarnardeild Reykjavíkur efndu til
ráðstefnu um fíkniefnin og fjölskylduna í febrúar
síðastliðnum komu fram ýmis sjónarmið varðandi or-
sakir vaxandi vímuefnaneyslu unglinga. Ekki voru
Hvers vegna
byrja unglingar
að neyta fíkniefna?
skoðanir síður skiptar um hvaða ráð dygðu best í barátt-
unni við hinn óboðna gest; Meðal þeirra sem fluttu
erindi á ráðstefnunni voru þeir Sigtryggur Jónsson, sál-
frœðingur og Halldór Gunnarsson, sem starfað hefur
sem ráðgjafi SÁÁ að Sogni. Þeir túlka hér skoðanir sín-
ar íþessu efni. Erindi Sigtryggs er birt lítt breytt frá því
á ráðstefnunni, en meðfylgjandi er viðtal sem SAÁ-
blaðið átti við Halldór Gunnarsson í síðustu viku.
Sigtryggur Jónsson:
„Orsökin er fyrst
og fremst félagsleg“
Þessari spurningu verður
seint hœgt að svara þannig
að algerlega rétt og tœm-
andi sé, en nauðsynlegt er
að reyna að nálgast hug-
sanlegar skýringar. í því
sambandi er útilokað ann-
að en að velta fyrir sér
þeirri þróun, sem átt hefur
sér stað á Vesturlöndum
s.l. áratugi og orðið tilþess
að gífurlegur fjöldi ein-
staklinga, einkum ungl-
inga, hefur þörf fyrir að
flýja þann raunveruleika,
sem við höfum búið okk-
ur.
Sú þróun, sem ég hef helst í huga
í þessu sambandi, eru almennar
félagslegar breytingar í þjóðfélag-
inu, breytingar á fjölskyldutengsl-
um, breytingar á unglingamenn-
ingu og breytingar varðandi aðgang
að vímuefnum. Ég ætla einkum að
beina athyglinni að þessu, vegna
þess að ég tel að höfuðorsakir gífur-
Iega aukinnar vímuefnaneyslu séu
einkum tvær: í fyrsta lagi breytt
félagsleg, sálfræðileg og uppeldis-
leg staða einstaklingsins og í öðru
lagi faraldur, sem breiðist út með
auknu framboði vímuefna.
Breytt félagsleg, sálfræðileg og
uppeldisleg staða einstaklinga er af-
leiðing af ýmsum félagslegum
breytingum í þjóðfélaginu, sem
hafa haft áhrif á fjölskyldutengsl
og þar með á stöðu unglinga sem og
annarra einstaklinga.
Fram að síðustu aldamótum voru
félagslegar aðstæður alls þorra
fólks þær að frá 10—12 ára aldri
urðu menn og konur að vinna fyrir
lifibrauði sínu og líf þeirra snérist
að langmestu um þátttöku í frum-
framleiðslu þjóðanna, til þess sjálft
að lifa af. Þannig voru aðeins örfá-
ar fjársterkar fjölskyldur sem
höfðu tíma til þess að hugsa um
skemmtanir og aðra lífsfyllingu en
vinnu. Þessar fjölskyldur höfðu þá
einkarétt á unglingum, þar sem þær
einar höfðu efni á að sleppa fólki á
aldrinum tíu til átján, nítján ára við
vinnu.
Sterk fjölskyldutengsl
Á þessum tíma voru fjölskyldu-
tengsl ákaflega sterk, allir unnu að
því sama, að lifa af, hvort sem þeir
voru tíu ára, tuttugu ára eða eldri.
Börn og gamalmenni voru ekki til
trafala, því hinir aldurshóparnir
tóku að sér að sjá fyrir þeim, en
gamalmennin ólu börnin upp í
staðinn og tengdu þau lífinu sjálfu
og baráttu þess. Allir þessir aldurs-
hópar lifðu þá meira eða minna
saman í stórfjölskyldum og gilti
einu hvort um var að ræða fólk í
sveit eða bæ.
Þegar fram yfir síðustu aldamót
kom, urðu margar og mikilvægar
breytingar á þessu um allan hinn
vestræna heim. Áhrifa iðnbylt-
ingarinnar miklu var þá farið að
gæta fyrir alvöru og sífellt fækkaði
þeim hlutfallslega, sem unnu að
frumframleiðslunni, miðað við þá
sem unnu að ýmsum þjónustustörf-
um. Samhliða fækkaði fólki í sveit
og fjölgaði í bæjum og borgum.
Við þessar breytingar fóru einnig
smám saman að eiga sér stað breyt-
ingar í fjölskyldutengslum og með
minnkandi atvinnu við frumfram-
leiðsluna var það yngsta verkafólk-
ið, sem fyrst varð af atvinnu. Til
þess að mæta því, var skólaskylda
lengd og ýmis vinnuverndarlög
voru sett, sögð til tryggingar gegn
barnaþrælkun til að byrja með, en í
raun ekki síður til þess að vernda
vinnumarkaðinn og stöðugleika
hans.
Síðar hafa enn aðrar ráðstafanir
verið gerðar til þess að vernda
vinnumarkaðinn og orðið enn til
þess að festa unglinga sem sérhóp í
þjóðfélaginu, ábyrgðar-, áhrifa- og
hlutverkalausan. Má þar nefna
aukna sérhæfingu með framhalds-
skólum, svo sem fjölbrautarskól-
um, lágmarksaldur til slysa- og
dánartryggingar við vinnu við 16 ár
og svo það nýjasta við þá kjara-
samninga, sem nú er verið að gera,
að unglingar 16—18 ára eru ekki
lengur viðurkenndir sem fullgilt
vinnuafl.
Eins og ég sagði áðan, höfðu að-
eins hástéttir haft efni á því að
mennta sitt unga fólk. í skólum
höfðu því ríkt viðhorf og gildismat
efri stéttar, en nú komu þangað allt
í einu stórir hópar ungs fólks, sem
ekki höfðu kynnst viðhorfum og
gildismati efri stéttar, höfðu reynd-
ar allt annað viðhorf og gildismat,
og lentu því utan gáttar og í tóma-
rúmi út frá þeim. Tómarúmi milli
barnsára og fullorðinsára.
Þar sem það voru hinir fullorðnu
úr efri stétt, sem réðu atvinnutækj-
unum og tækifærunum, voru það í
raun þeir, sem skapað höfðu þetta
ástand og þeir tóku líka að sér að
reyna að Ieysa það.
Ungt fólk sett á sérbás
Þeir komu á lengdri skólaskyldu,
fóru að skipuleggja unglingastarf,
og byrjuðu að eigna unglingsárun-
um ýmis séreinkenni eins og
óstöðugt tilfinningalíf og áhuga á
tómstundastarfi og útilífi. Miklar
umræður sköpuðust og um það
hvort unglingar ættu að vera póli-
tískir eða ekki. í þessu sambandi
má nefna tilkomu æskulýðshreyf-
inga á borð við KFUM og K, skáta-
hreyfinguna og ungmennafélögin
að ógleymdum æskulýðssamtökum
hinna pólitísku flokka.
Þannig gerðist það snemma á
þessari öld að hinir fullorðnu settu
ungt fólk í sérbás í þjóðfélaginu og
gerðu vandamál þess að sínu og
þekkjum við þetta enn þann dag í
dag. Það er einnig á þessum tíma,
sem farið er fyrst að nota hugtakið
„unglingur“. í allri umræðu full-
orðna fólksins gleymdist og gleym-
ist iðulega enn að unglingarnir hafi
eitthvað sjálfir til málsins að leggja
og þess vegna hefur hinum full-
orðnu aldrei tekist að leysa þetta
mál. Smátt og smátt varð þetta svo
til þess að ekkert pláss fannst fyrir
þennan sérkennilega hóp í þjóð-
félaginu og var hann því settur til
hliðar og farið að Iíta á hann sem
vandamál í sjálfu sér. Þ.e. hóp í
þjóðfélaginu, sem hvorki hefur
skyldur og ábyrgð hinna fullorðnu,
né heldur ábyrgðar- og reynsluleysi
barna.
Við þessar félagslegu breytingar
á stöðu unglinga urðu einnig sál-
fræðilegar breytingar á stöðu
þeirra. Á meðan unglingar voru
ekki til í eiginlegri merkingu þess
orðs, voru engir alvarlegir erfiðleik-
ar sálræns eðlis fólgnir í því fyrir
ungt fólk að verða fullorðið og sam-
sama sig heimi hinna fullorðnu.
Umbreytingin frá barnsárum yfir í
fullorðinsárin var svo eðlileg og
árekstralítil að hún olli engum sál-
arflækjum að ráði. Það sem hins
vegar gerðist þegar unglingar voru
orðnir sérhópur í þjóðfélaginu og
ekki Iengur pláss fyrir þá í hópi
hinna fullorðnu var, að umbreyt-
ingin varð ekki lengur slétt og felld,
heldur gerist nú smátt og smátt í
stökkum, sem sífellt verða erfiðari
og erfiðari vegna firringar frá upp-
runanum. Þjóðfélagið verður æ
flóknara og tæknivæddara og
störfum við frumframleiðsluna
fækkar á meðan ýmis þjónustu-
störf verða alltaf fjölmennari og
fjölmennari. Því er nú spáð að á
vesturlöndum verði 70% vinnandi
manna um aldamótin* næstu í
þjónustustörfum á meðan aðeins
30% verði í störfum við frumfram-
leiðsluna. Yfirsýn fólks og þá ekki
sýst unglinga yfir alla þætti hag-
kerfisins verður því sífellt minni og
minni og þar með eykst fjarlægðin
frá skilningnum á tengslum náttúru
og lífsafkomu. Þetta er það sem við
köllum firringu.
Firringin kemur e.t.v. mest niður
á unglingunum og í tengslum við
hana koma inn hinir sálrænu erfið-
leikar samfara utanveltustöðu ungl-
inga í þjóðfélaginu. Samsömunar-
ferlið verður erfiðara og erfiðara og
unglingar þurfa að takast á við til-
vistarspurningar sem áður voru svo
sjálfsagðar, að engum datt í hug að
gera veður út af þeim. Spurningar
eins og hver er ég? fyrir hvað stend
ég? hvaða tilgangur er með lífi
mínu? að hverju stefni ég? hvað vil
ég fá út úr lífinu? og við hvað miða
ég er ég svara þessum spurningum?
Allir unglingar ganga meira eða
minna meðvitað í gegnum þetta
Sjá bls 10