SÁÁ blaðið - apr 1984, Qupperneq 9

SÁÁ blaðið - apr 1984, Qupperneq 9
Halldór Gunnarsson ráðgjafi: „Að byrja á sjálfum sér“ „Það vímuefni, sem mesthefur ver- ið talað um af minnstu viti ef svo má að orði komast — eru kannahis- efnin, en ég geng mest út frá þeim, þegar ég fjalla um vímuefni hér á eftir. Eg segi mest talað um af minnstu viti eða af fáfrœði einni saman. Flestir muna eftir hippa ár- unum, þegar hassið var allra meina bót, patentlyf við hverju, sem var að. Gott við öllum vandamálum af hvaða toga sem var. Síðan var til hinn hópurinn, sem fordœmdi þetta efni og alla þá sem nálægt því komu. Það var aldeilis útskúfað fólk úr þjóðfélaginu. Við getum kannski byrjað á því að fjalla um það hvað hinn „dæmi- gerði“ kannabisneytandi upplifir, ef eitthvað er til, sem heitir „dæmi- gert“ í þessu efni, þar sem inni í myndinni eru jafnan aðrir vímu- gjafar líka. Langalgengasta efnið, sem fólk notar til að færa sig á milli mismunandi skynjunar á raunveru- leikanum er vitanlega alkóhól. En ef við sleppum því að ræða alkóhól- ið núna og víkjum sérstaklega að kannabisefnunum, þá getum við skipt þeim, sem prófa kannabisefni í þrjá flokka. í fyrsta lagi eru það þeir, sem finna alls enga breytingu á sér þó þeir fái sér að reykja. Þeir reyna þetta ekki aftur, finnst bara ekkert varið í þetta. Eða þá að þeir reyna aftur og fara þá í annan tveggja hinna hópanna. í þeim fyrri eru þeir, sem finna til mikillar skelfing- ar þegar þeir finna áhrif kannabis- efna í líkama og sálarlífi í fyrsta sinn. Þeir finna fyrir miklum hjart- slætti, geta fengið ofsóknaræðis- köst, fer á þetta sem við köllum „bad trip“, verður ofsahrætt og heitir að gera þetta ekki aftur. Stendur síðan við það. En síðan er það þriðji hópurinn, sem raunverulega mesta hættan steðjar að. Það er fólkið, sem finnst þetta ofsalega gaman og heldur á- fram neyslu. Eftir því sem haldið er áfram, þeim mun skemmtilegra verður þetta í nokkurn tíma. Það sem gerist hjá neytandanum er að honum finnst sem hann fari að upp- lifa nýja hluti. Tónlistin öðlast nýja vídd, sem hann skynjar til fulls að því er honum finnst. Elann fer t.d. að sjá nýja hluti út úr listaverkum, s.s. málverkinu, sem hann hefur lengi haft fyrir framan sig á veggn- um. Honum fer að þykja alveg sér- staklega vænt um fólkið í kringum sig. Honum finnst æðislega gott að borða eitthvað. Allt sem honum hefur fundist gott verður nú ennþá betra og hann upplifir það mjög sterkt. Þetta magnar sem sagt til- finninguna og skynjunina með honum. En það eru líka aðrar hliðar á þessari breytingu, sem verður á neytandanum. Það sem honum hef- ur fundist leiðinlegt verður nú oft ennþá leiðinlegra. Hann getur átt það til að sitja í góðra vina hópi, ró- legur og skýr að eigin mati. En þeg- ar kemur að því að vinahópurinn eða einstaklingar úr honum hvetja til einhverra athafna, þá vandast nú málið heldur betur. Það rekur nefnilega að því hjá neytandanum okkar að framkvæmd, athafnir af hvaða toga sem þær eru og hversu auðveldar sem þær sýnast, fara að verða meiri háttar mál. T.d. það að fara fram í eldhús og smyrja sér eina brauðsneið verður bara átak. Þetta vex ekki fólki í augum við venjuleg- ar aðstæður, en getur orðið að stór- máli hjá hassneytandanum. Það þarf að rísa á fætur, opna dyr með stórfríkuðum húni og smyrja brauðið með þar til gerðum hand- brögðum. í st.uttu máli vex neytand- anum ýmislegt af þessu tagi, sem sýnist smávægilegt, verulega í aug- um. Þannig að niðurstaðan er sú, að best sé í rauninni að liggja uppi í rúmi og gera helst ekki nokkurn skapaðan hlut. Þol myndast Eftir því sem neytandinn reynir þetta oftar, reykir meira, þá mynd- ast hjá honum þol gagnvart efninu. Hann þarf eins og flestir þekkja stöðugt meira til að ná svipuðum áhrifum. Og neikvæðu áhrifin sem ég minntist á áður, verða alltaf meiri og meiri. Kvíði og ofsóknar- hugmyndir fara að gera vart við sig og brydda fer á ýmsu öðru sem ekki er æskilegt fyrir líðan neytandans. Það sem meira er. Þessi tilteknu áhrif fara smám saman að ná út fyr- ir vímuna sjálfa. Þetta er skýrt þannig, að kannabisefnin hafa langan helmingunartíma, þ.e. þau eru mjög lengi að eyðast og brotna upp í líkamanum. Þetta hefur allt mjög óæskileg áhrif á neytandann. Það fer að færast yfir hann mikið slen, þreyta. Honum finnst allt leið- inlegt, meira en það, grjótfúlt. Að- standendur finna mjög vel fyrir vanlíðan hans, taka eftir miklum breytingum á persónu hans og framkomu. Það virkar á stundum eins og hann hafi gersamlega skipt um skaplyndi. Það sem áður var gaman er nú alveg hundfúlt. Hann er oft uppstökkur, bregst allt öðru vísi við en hann átti vanda til áður. Sérstaklega erfiður er hann þegar hann er ekki undir neinum áhrif- um. Og við þetta bætist síðan það ofan á allt annað, að hann fær ekki það sem áður var út úr neyslunni. Hann fær ekkert „kikk“ út úr því lengur, eins og sagt er. Þarna er oft komið að viðkomandi fer að detta út úr skóla, atvinnu. Hann einangr- ast. Neysla hans hefur mjög slæm áhrif á t.d. minni og aðra góða eig- inleika. Öll sjálfsögun minnkar. Og hann veltir þessu fyrir sér og kennir þá oft öllu öðru um vandræði sín en einmitt vímunni. Þarna verða því oft nokkur vatnaskil hjá neytandanum. Hann fer að leita að nýju eftir einhverjum „stímúlant", nýju örvandi vímuefni eins og t.d. amfetamíni og fleiri slík- um sem ryðja sér nú til rúms á markaðnum. Áfengi kemur þarna Iíka oft við sögu er hér er komið. Neytandinn vill „fá eitthvað út úr þessu“ og notar þá ýmislegt, sem rekur á fjörurnar. En þarna eru ein- mitt fleiri hættumerki á ferðinni þegar betur er að gáð. Siðferðis- þrekið er nú oft illa farið. Þegar hann byrjaði á hassinu, þá sagðist hann aldrei ætla út í sterkara; nú stendur hann á þeim tímamótum að taka ákvörðun um einmitt þetta. En nú finnst honum þetta vera í lagi. Hann er líka farinn að umgangast annan félagahóp, sem finnur ekkert athugavert við neyslu sterkari efna. Svo er það líka að sala öll og dreif- ing á þeim efnum er í höndum sömu. aðila og félagar hans úr hópnum hafa tengsl við þá aðila. Það kemur líka oft á daginn, þeg- ar þessi hópur kemur inn á með- ferðarstöðvar SÁÁ, að þeir líta á hin „stímularandi“ efni sem aðal- málið, amfetamín, brennivín og svo frv. en það kemur hins vegar ekki strax fram að margir eru djúpt sokknir í hassneyslu jafnvel farnir að reykja á degi hverjum. Margir þeirra vita ekki betur en þetta skipti bara engu máli. Og það sem verra er: Það er mjög erfitt að koma fólki í skilning um áhrif efnisins. Með brennivínið er það til dæmis allt annað. Menn geta bent þar á mjög áþreifanlega hluti sem afleiðingar áfengisneyslu. Brotin húsgögn, lemstrað fólk, ökuleyfissvipting og svo framvegis. Það er borðleggj- andi að eitthvað er að og hægt að benda á afleiðingarnar. En með hassið er þetta allt öðru- vísi. Neyslunni fylgir ekki t.d. sama sektarkenndin yfir því að hafa gert eitthvað á hlut annarra. Þess í stað fylgir meiri kvíði, hræðsla við að eiga samskipti við fólk. Sú eina sektarkennd, sem grípur hassneyt- andann er kannski vegna þess, hvernig komið er, hvernig hann hef- ur klúðrað þessu öllu, misst af lest- inni og öll tækifærin hafa runnið honum úr greipum. Hann einkenn ist af athafnaleysi og tilfinninga- doða, en kennir samt ekki vímuefn- unum um, yfirleitt er þjóðfélagið sökudólgurinn. Þetta er lýsing svona í stórum dráttum á því hvað gerist hjá hinum „dæmigerða“ neytanda vímuefna, sem í flestum tilvikum er hass hér á landi, frá því hann fer að fikta við efnið og þar til hann er kontinn inn á stofnun hjá okkur t.d. í SÁÁ. Nú hefur þú gefið hér nokkuð itarlega lýsingu á ferli neytandans og breytingum, sem verða á neyslu hans, skaphöfn, samskiptum við annað fólk og líðan hans. En hvað er að segja um orsakirnar? Hvers vegna byrja krakkar á fermingar- aldri að neyta vímuefna? Ert þú á þeirri skoðun að breytingar á fé- lagslegu umhverfi unglinganna og breytt staða þeirra í samfélaginu skýri á einhvern hátt vaxandi vímu- efnaneyslu þessa aldurshóps eða telur þú aðrar skýringar nærtæk- ari? Einnig hefur agi minnkað og unglingar hafa meiri fjárráð. Er einhverra skýringa að leita til þeirra staðreynda? Þetta er löng spurning og ekkert patentsvar til. En mig langar nú samt til að glíma við hana. Sjáðu til. Fyrir mig sem ráðgjafa er það afar mikilvægt að spyrja mig sjálf- an stöðugt réttra spurninga til að viðhorf mitt til þeirra sem ég hyggst aðstoða verði að einhverjum not- um. Þannig get ég ekki sagt við sautján ára ungling, sem er að fikta við fíkniefni: „Heyrðu vinur, bíddu aðeins. Ég þarf að skreppa frá til að breyta þjóðfélaginu í kring um okk- ur þú hinkrar við á meðan. Svo þeg- ar ég kem inn aftur, þá er von” Sjáðu til, hvernig heldur þú, að mér gengi sem ráðgjafa ef ég notaði að- ferð í þessum dúr og kæmi þessum skiiaboðum til skjólstæðings á einn eða annan hátt. Ég legg áherslu á það, að þetta er oftast ekkert annað — en forvitni í byrjun. Það er eins og í gamla daga hjá okkur, nema þá var bara brennivin til að prófa. Ekki meðvitaðir Þannig að þú lítur ekki á þetta sem andóf gegn samfélaginu fjandsam- legu þjóðfélagi og svo frv.? Nei, elskan mín góða, þetta er ekkert slíkt nema í örfáum tilvik- um. Unglingar eru sér alls ekki meðvitaðir yfirleitt um það á þess- um aldri. Fyrir u.þ.b. 10 árum hefði svarið máske verið já. Þá var hóp- urinn sem var að byrja eldri og meðvitaðri. Þjóðfélagsumræða al- mennari meðal þeirra og hassið oft tákn um að gömlum gildrum væri hent og nýir siðir með nýjum vímu- gjöfum teknir við. 9 Svo kemur vitanlega inn í þetta að stórir hópar fólks I þessu þjóð- félagi líta á vímuefnaneyslu sem mjög eðlilegan hlut. Fyrir margan unglinginn skiptir það engu máli hvort þetta heitir hass eða brenni- vín. Pabbi og mamma nota brenni- vínið. Það er bara annað form af vímu. En það sem ég tel skipta mestu máli er viðhorf einstaklings- ins annars vegar til samfélagsins en þó fyrst og fremst til sín sjálfs með það í huga hvað hann geti gert í málinu strax. Hvað getur þjóðfélagið gert fyrir mig? Þess vegna finnst mér það vera lyk- ilspurning, sem ég vil ganga út frá að foreldrar spyrji sig þeirrar spurn- ingar, hvað þeir geti gert þegar í stað. Að fólk líti almennt í eigin barm og reyni síðan að vinna út frá því. Þannig vil ég ýta ábyrgðinni til foreldranna og unglinganna sjálfra ekki síst. Ef við til dæmis skoðun hve margir foreldrar eru reiðubúnir til að Ieggja ýmislegt á sig fyrir börnin sín, þá er ljóst að þeir ættu einnig að vilja leggja ýmislegt á sig til að sinna þeim meira, t.d. finna tíma til að tala við þau, fórna tíma frá sinni eigin vímuefnaneyslu til að reyna að koma til móts við þau. En þetta samband þarf að rækta upp eins snemma og kostur er og ekki ætti að draga það þar til á unglings- ár er komið. Ég vil ekki draga for- eldra fram sem sökudólga heldur benda á leið til að stíga fyrsta skref- ið til hjálpar. Nú skín það út úr því, hvernig þú leggur þetta upp, að þú vilt ekki Sjá bls 11 Nú getur ^ölskyldufólk ferðast óctyrt vegna afsláttarfargjalda Flugleiða Flugleiðir vilja gera fjölskyldufólki fært að nýta sér flugið, þægilegasta ferðamátann sem völ er á. I þessu skyni hefur afsláttur verið aukinn á síðustu árum og reglur um fjölskyldufargjöld rýmkaðar. Mú þarf forsvarsmaður að greiða fullt fargjald, en maki og börn á aldrinum 12—20 ára að greiða 50% af fargjaldi fullorðinna og 2-11 ára börn aðeins 25%. Þetta gildir að sjálfsögðu líka þegar annað foreldrið ferðast með eitt barn sitt eða fleiri. - Fjölskyldufólk kemst nú í ódýrt og þægilegt ferðalag. FLUGLEIDIR Gott lótk hjá traustu félagi

x

SÁÁ blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÁÁ blaðið
https://timarit.is/publication/2069

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.