SÁÁ blaðið - apr. 1984, Blaðsíða 11
Framhald af bls. 9
gera mikið úr hinum félagslegu
þáttum kringum fíkniefnaneysl-
una. En er það samt ekki staðreynd
að unglingar hafa komið sér upp
ákveðnu neyslumunstri, ákveðinni
tónlist, klæðaburði, vímuefnum og
svo frv. Þeir finna lífi sínu farveg
um þessa neyslu og finna til sam-
kenndar í gegn um þessa hluti alla.
Er það ekki? Unglingar eru á sérbás
að mörgu leyti í þjóðfélaginu, hafa
skapað sína sérmenningu ef svo má
segja. Verðum við ekki líka að leita
skýringarinnar í hinum félagslegu
þáttum í kring um okkur?
Ja, ef ég á að svara þessu alveg
hreinskilnislega, þá minni ég nátt-
úrlega á það atriði, að unglinga-
tíska og stíll er ekkert nýtt af nál-
inni. Hver man ekki eftir rokkinu
og öllu sem því fylgdi? Þá var til
heilmikil menning í kring um alla
þá tónlist. Ég vil ekki gera lítið úr
því, að þetta flókna þjóðfélag okk-
ar hefur skapað vissa sérstöðu og
einangrun unglinga. En einmitt
þetta atriði þ.e. einangrun ungling-
anna hjá okkur er búin að vera lengi
fyrir hendi, Iíklega má telja víst, að
unglingar núna sem eru einangraðir
hafi verið það allt frá barnæsku.
Margir foreldrar hafa ekki gefið sér
tíma til að sinna þeim, vera með
þeim og því hafa þeir einangrast frá
heimi hinna fullorðnu. Við sjáum
líka að I þjóðfélögum, þar sem for-
eldrar hafa meiri tíma til að sinna
börnum sínum og gera það, þar eru
ekki þessi stórfelldu vandamál á
ferðinni sem við erum hér að tala
um. En ég kýs að horfa á þetta allt
frá þeirri hlið að segja: Hvað getum
við gert til að breyta þessu ástandi í
stað þess að horfa á þjóðfélagið og
segja: Hvað getur það gert til að
breyta okkur.
En ert þú ekki sammála þeirri
fullyrðingu, að við Vesturlandabú-
ar höfum skapað hjá okkur gróðr-
arstíu vímuefnaneyslu a.m.k. afar
hagstæð skilyrði til neyslu þessara
efna?
Jú, ég get út af fyrir sig tekið und-
ir að svo sé. En við skulum líka Iíta
á annað. Eru ekki sérstaklega hag-
stæðar aðstæður til að snúa dæm-
inu við? Líttu á aðstæður og hæfi-
leika unga fólksins I dag. Við eigum
hér afreksfólk á öllum sviðum.
Ungt fólk sem er að brillera á skák-
mótum, í íþróttum og ungt fólk hef-
ur fé og tækifæri til að gera ótrúleg-
ustu hluti í dag. Þessu megum við
alls ekki gleyma. Ekki láta alltaf
eins og allt sé að fara til andskotans,
það hjálpar engum. Ef við höfum
sjúkling fyrir framan okkur, þá lít-
um við á sjúkdóminn og metum
batahorfurnar. Þær eru góðar.
Unglingar í dag hafa mikil tæki-
færi; Fjölþætt nám er I boði. Tóm-
stundir af ýmsum toga og allt stend-
ur þetta fóiki til boða. Þess vegna
megum við alls ekki nálgast vímu-
efnavandann með því að klappa
unga fólkinu á öxlina og segja:
Þetta er svo vont þjóðfélag vinir
mínir, það er bara ekkert að gera
við þessu,og hjálpa honum að rétt-
læta neysluna. I stað þess vil ég
segja: Það er ákveðið val, sem við
stöndum frammi fyrir í þjóðfélag-
inu. Og ef sá boðskapur kemst til
skila, að unga fólkið eigi þetta val,
það taki sjálft ábyrgðina og axli
hana, þá er mikið unnið. En þetta er
hlutur sem þarf að koma inn I upp-
eldið eins fljótt og unnt er. Benda
þarf þeim á þau tækifæri sem eru til
staðar. Sérstaklega þarf að minna
þau á að það sé allt í lagi að láta
þessi efni vera, reyna ekki í fyrsta
sinn. Ég veit náttúrlega ekki hvort
þetta svarar alveg þinni spurningu.
Spurningin var meira af hverju
fremur en hvað við eigum að gera.
Já, þú ert að spyrja um orsakir.
Hvers vegna? Hverjar eru orsakir
þess ástands sem við búum við í
dag. Ég vil í rauninni svara þessu
með því að hver og einn einasti
maður líti í eigin barm og svari því
með sjálfum sér, hvers vegna hann
hefur verið með í að skapa þetta
ástand. Því öll eigum við þátt I því,
hvert og eitt einasta okkar. Og ég
held því fram að ef við gerum þetta,
þá munum við sjá það hver ein-
staklingur að öll markast þessi
stóru vandamál okkar í dag af sókn
eftir vindi, ef svo má segja. Allt
gildismat okkar er byggt á efnaleg-
um verðmætum. Við metum það
meira að búa okkur vel undir fram-
tíðina I efnislegum skilningi en t.d.
að njóta hinna mannlegu samskipta
sem I boði eru. Við erum alltaf að
keppa að einhverju marki og horf-
um á framtíðina að þessu marki, en
metum þá ekki sem skyldi það sem
við eigum í nútíðinni svo sem tengsl
okkar og samskipti við okkar nán-
ustu t.d. Við hugsum gjarnan sem
svo: Þegar ég er búin með þetta til-
tekna verk... þá loksins get ég farið
að láta mér líða vel. Okkur dettur
ekki í hug hið sjálfsagða að láta
okkur bara líða vel á líðandi stund
og þegar slíkt gerist er það oft með
hjálp vímugjafa. Og þetta gildismat
okkar leiðir vissulega af sér þjóð-
félag eins og okkar þar sem ýmis-
legt fer úrskeiðis. Og ef við ætlunr
' að breyta þjóðfélaginu, þá verðum
. við að byrja á því að breyta okkur
sjálfum. Það er gamla Iögmálið um
að ef þú vilt bylta þjóðfélaginu —
þá skaltu byrja á sjálfum þér. Og ég
tel I rauninni, að ef við reynum að
nálgast málið frá hinum endanum,
þ.e. að benda alltaf á þjóðfélagið og
segja sem svo að þar sé allt illt og
hábölvað, þá gerist ekki nokkur
skapaður hlutur, nema við bætum
einum fýlupoka í hópinn.
En þarna ert þú að tala um hug-
arfarsbreytingu heillar þjóðar eða
svo gott sem. Þarf ekki gífurlegt
átak til að framkvæma hugmyndir i
þessa átt? Og er ekki vænlegri leið
að líta til hinnar áttarinnar, finna
félagslegar lausnir sem eru líklegar
til að breyta einstaklingunum þegar
til lengri tima er litið?
Já, þetta er stóra spurningin, sem
við höfum verið að glima við hér.
Hvort eigum við að leita lausnar
gegnum félagslegar aðgerðir þjóð-
félagsins eða um einstaklinginn
sjálfan. Ég vil einmitt í þessu
sambandi minna á hreyfingu, sem
hófst með einstaklingum og endaði
I fjöldahreyfingu gegn alkóhól-
isma. Þetta voru AA-samtökin sem
byrjuðu með örfáum einstaklingum
er beittu sér gegn þessu þjóðfélags-
meini með því að hætta. í þessum
samtökum leggur hver einstakling-
ur á það ríkasta áherslu að halda sér
frá víni. Hann gerir það með því að
beina kröftunum inn á við, en einn-
ig hjálpar hann öðrum, sem eiga við
sama vanda að stríða. Það voru að-
eins tveir menn sem hófu þetta starf
á fjórða áratugnum, en nú skipta
félagar AA milljónum. Þetta starf
sýnir vel, hvað má gera með sam-
stilltu átaki einstaklinganna. Ég
held ég geti varla svarað þessari
spurningu betur.
Nú hafa kraftar okkar á undan-
förnum árum gegn fíkniefnavand
anum mikið farið í að halda ein-
kennum sjúkdómsins niðri í stað
þess kannski að vega að meinsemd-
unum. Allir eru sammála um, að
vandinn sé stór. En hvað myndir þú
gera Halldór, ef þú hefðir nú alræð-
isvald til að móta stefnuna gegn
vímuefnafaraldrinum á næstu
mánuðum og árum?
Já, áður en ég svara þessari
spurningu beint, þá vil ég segja þá
skoðun mína umbúðalaust, að ég
tel mikla nauðsyn á að halda uppi
hörðu eftirliti og aðgerðum gegn
vímuefnum, innflutningi þeirra og
dreifingu. Við verðum að hafa það
í huga í þessu efni að við erum að
vernda þarna börn. Það er svo mik-
ið í húfi, að harðar aðgerðir eru
réttlætanlegar og við getum í því
sambandi lært mikið af því, sem
gerst hefur á Norðurlöndunum t.d.
hverju frjálslyndisviðhorf þar hafa
komið til leiðar. Og síðan mætti
nefna Holland og þá sorgarsögu
þar til marks um hvað á að forðast
alvarlega I þessu efni.
En varðandi hitt atriðið, hvað ég
myndi gera þá vil ég nýta þau félags-
legu tæki, sem við eigum til að ná
árangri. Fyrst vil ég nefna heimilið
en síðan skólann. Skólann er hægt
að nota mikið, ekki bara til að
koma á framfæri þekkingu í hinni
klassísku merkingu þess orðs, held-
ur ekki síður til að koma á fót um-
ræðum til dæmis í smáhópum um
vímuefnavandann, áfengisvandann
og þau tilfinningalegu atriði og
hinn mannlega þátt, sem allir tengj-
ast með ýmsum hætti. Það er til að
mynda alþekkt staðreynd að börn
áfengissjúklinga fara að öllu jöfnu
verst út úr kynnum við vímuefni.
Þarna þurfum við að hlúa vel að
öllu forvarnarstarfi — einmitt með
þessa staðreynd í huga. Og þarna er
ég kominn aftur að þessu, sem ég
sagði áður, að ég álít að við eigum
að leggja upp með þann boðskap til
krakkanna, að þeirra sé að velja og
hafna í þessum efnum. Þarna þarf
að fara saman samstillt átak for-
eldra, skóla og barna. En grunnur-
inn á að mínu mati að vera þessi:
Við þurfum öll að spyrja okkur
þeirrar spurningar, hvað við ráðum
við til að breyta núverandi ástandi,
að byrja á sjálfum mér.
Þ.H.
kevisi
11
l
■
■
i
■
j
SMÁAUGLÝSINGAÞJÓNUSTA
VIDGETUfl
LETT ÞER SPORIN
OG AUDVELDAD ÞÉR FYR1RHÖFN
• Afsöl og sölutilkynningar bifreiða
• Húsaleigusamningar (löggiltir)
• Tekiðámótiskriflegumtílboðum
Viö viljum vekja athygli á aö þú getur látiö okkur sjá
um aö svara fyrir þig símanum. Við tökum á móti
upplýsingum og þú getur síöanfarið yfir þær í góöu tómi
virkadaga kl.9-22
OPIÐ: laugardaga 9—14
sunnudaga kl. 18—22
Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og
þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17.
SÍMIIMN ER 27022.
ATHUGIÐ
Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði
þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17föstudaga.
SMÁAUGLÝSIIMGADEILD,
ÞVERHOLT111, SÍMI 27022.