SÁÁ blaðið - Apr 1984, Page 23

SÁÁ blaðið - Apr 1984, Page 23
23 Úr leikhúsverkinu: „Undir teppinu hennar ömmu“ eftir Nínu Björk Árnadóttur Þau standa að sýningunni: Leikstjóri er Inga Bjarnason, Nína Björk Árnadóttir er höfundur verksins, en Guðrún Svava Svavarsdóttir hannaði búninga og leikmynd. Leikkonurnar eru þœr Kristín Bjarnadóttir, Sigur- jóna Sverrisdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Anna Einarsdóttir, Margrét Ákadóttir og Sólveig Halldórsdóttir. Hákon Leifsson, Guðmundur Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson sjá um karlraddirnar. Tónlistina flytja þau Hákon Leifsson og Guðrún Birgisdóttir, en Ijósastjóri er Arni Baldvinsson. Sýningar eru í Hótel Loftleiðum — auditorium. blundar í kynslóðinni" Sviðið er borðstofa eða borðkrókur. I einu horn- inu situr amman í stól með mikið teppi yfir fótum sér. Lóa talar við eiginmann- inn, sem er frammi á bað- inu. Hann sést ekki. Lóa: Þú ert að verða of seinn. Eiginm.: Já, (þögn). Lóa mín... ég þarf að tala við þig... Lóa: (Grípur frammí, — flaumósa) A ég að segja þér, hvað mig dreymdi...? Eiginm.: Já, já. Lóa: Mig dreymdi að þú varst að fara, — þú ætlaðir burt, þú pakk- aðir fötunum þínum niður í tösku, — þú varst að pakka þeim, þegar ég kom inn, ég var grátandi... ég grét... ég hágrét... ertu ekki að hlusta á mig? Eiginm.: Jú, jú. Lóa: Er það? Hvað var ég að segja? Eiginm.: Þú grést og þú hágrést... heyrðu, Lóa mín... Lóa: (Grípur frammí) Já — og ég sagði, það beit kálfur í handlegginn á mér, svo hann brotnaði og samt ætlarðu að fara... hugsaðu þér... finnst þér þetta ekki furðulegt?? Eiginm.: Jú. Lóa: Hugsaðu þér... ha? Eiginm.: Já, heyrðu... Lóa: (Grípur frammí). Finnst þér þetta ekki skrítið? Eiginm.: (Dæsir) Ég hef bara aldrei heyrt annað eins. Ég verð að tala við þig bráðum Lóa. Við verðum að finna okkur stund. Ha, Lóa mín?? Lóa: Hvað dreymdi þig? Eiginm.: Ekkert. Mig dreymir aldrei neitt. Lóa: Það dreymir alla. Eiginm.: Þá er ég ekki allir. Ég get heldur ekki látið mig dreyma gras og kálfa þegar... Við getum kannski talað saman um helgina... ha?? — segir lnga Bjarna- son leikstjóri Þetta efni, sem við erum að sýna í „Undir teppinu hennar ömmu “ á sterkar taugar í mér. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á að fjalla um áfengið á þennan hátt frá listrœnu sjónar- miði og það hefur sannast sagna brunnið á mér að gera eitthvað í þessum dúr til að vekja athygli ekki síst á hinum mannlega þœtti áfengismálanna. Efnið höfðar að mínu mati til almennings, enda kannast flestir við það af eigin raun. Sannast sagna þykir mér vœnt um þetta verk og ég hef sjaldan unn- ið að leikhúsverki, sem hefur gefið mér eins mikið og undirbúningur þessarar sýningar á Hótel Loftleið- um núna. Þetta sagði Inga Bjarnason, leik- stjóri í stuttu spjalli við okkur, en hún var beðin um að segja álit sitt á „Undir teppinu hennar ömmu“. En er þetta verk ekki bara fyrir konur? Lóa: Maður lætur sig ekki dreyma. Mann dreymir. Svo var ekkert gras, kálfurinn var... Eiginm.: Ég er að verða of seinn.. ég verð að hlaupa... Guð minn góður... hann er áreiðanlega farinn að bíða. Lóa: Hver? Eiginm.: Maður, sem ég á að hitta... Lóa mín... þú... ég hef samband... Lóa: Þú manst svo eftir þessu í kvöld. Eiginm.: Hverju?? Lóa: Veislunni. Manstu ekki... pabbi hefði orðið sextugur, Didda systir kemur... og félagar pabba. Eiginm.: Didda? Og...? Já, Lóa mín, ég tala við þig (Heyrist hlaupa út) (Lóa fer nú að stól ömmunnar. Klappar etv. ömmunni. Tekur svo pela, sem er falinn undir teppinu, sem er yfir fótum ömmunnar. Fær sér sopa. Felur pelann aftur. Kallar hátt.) Lóa: Systa... Syyyyysstta... Systa: (Heyrist kalla) Jááááaa. Lóa: Ertu ekki að koma elskan... — klukkan er að verða... Systa: Júúúúú. (Systa kemur fram) Lóa: (Nær í morgunmat handa henni). Hérna elskan, mýslí ha... Það finnst þér gott... mýslí úr Náttó — ha...? Systa: Aha... — ég ætla í sturtu. Lóa: Já elskan (Lítur á klukkuna. Gengur etv. að stól ömmunnar... — fumar, kallar til Systu) Þú manst eftir afmælinu í kvöld. Systa: Hvaða afmæli? Lóa: Pabbi hefði orðið sextugur. (Systa kemur). Systa: Jæja. (Þögn) Mamma... heyrðu... Lóa: (grípur frammí) Fáðu þér mýslíið. Það er úr Náttó. Systa: (Systa bíður spennt. Þögn) Mamma... mamma, hvernig líður þér? Lóa: Líður mér? Elsku Systa mín, Sjá bls 25 Nú heyrast þrjár karlmannsraddir í verkinu. Að öðru Ieyti halda konur uppi sýningunni. „Nei, þetta verk er alls ekki bara fyrir konur. Það er fyrir alla, allt fólk sem hefur gaman af leikhúsi og höfðar eins og ég segi örugglega til mjög stórs hóps íslendinga, enda er það ekki skrifað fyrir sérhópa. Það er hins vegar engin tilviljun, að við veljum þetta efni til umfjöllunar. Við fjöllum um það til að lýsa því, hverjar við erum, til að segja frá lifshlaupi okkar. Það er innlegg inn í umræðu um vímuefnamálin. Ég vona að minnsta kosti að svo verði. Mótaðist verkið ekki talsvert þegar þið fóruð að vinr.a úr því á æfingum? — rœtt við Nínu r Björk Arnadóttur og Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur Það var þœgilegt and- rúmsloft, sem mœtti okk- ur í auditorium Hótels Loftleiða á dögunum, þeg- ar enn var verið að full- móta verk Nínu Bjarkar- Árnadóttur „Undir tepp- inu hennar ömmu“ mjúk- um, listjéngum höndum. Kannski var það þœgilegt af því það voru einungis konur í salnum, leikkonur og skáldkonur sem ásamt Vorkonum Alþýðuleik- hússins hafði tekist að töfra fram magnað verk úr texta Nínu Bjarkar. „Undir teppinu hennar ömmu“ er gegnsýrt af baráttunni við áfeng- ið og mannlífsbrotin, sem þar eru kynnt láta engan ósnortinn. Við kynnumst mannlegu drama þriggja kynslóða, ömmu, mömmu og dótt- urinnar sem allar heyja styrjöld „Ég tek nú fram svona til öryggis, að auðvitað á Nína Björk allan texta í verkinu eins og hann leggur sig. Við hin erum ekki rithöfundar. En þeir sem fylgst hafa með vinnsl- unni hafa tekið eftir ákaflega góð- um vinnuanda meðal okkar, sem höfum unnið að þessari sýningu. Ég get sagt þér, að ég hef starfað að leiklist í mörg ár, en aldrei verið eins hamingjusöm við neitt verkefni, sem ég hef unnið að. Ég hef sjaldan upplifað svona mikla samheldni. Hver æfing veitti manni mikla ánægju. Það var gaman að vinna þetta verk“. En hvaða dýpri merkingu má leggja í sögu Lóu og þeirra kvenna, sem fram koma í Ieikritinu? „Ja, hvað á ég nú að segja þér? Það er alltaf erfitt og varasamt að fara að túlka innihald verka og boð- skap. En ætli þetta verk segi mér ekki, að það er til leið út úr kvöl- inni. Og ég vona, að það sem fólk les út úr þessu verki fóstri af sér ein- hverjar hugmyndir, umræðu og hræri svoíitið upp í huga fólks. Við endum mjög bjartsýnt. Það er eng- in ástæða til að láta fugl óttans ná tangarhaldi á sér, engin ástæða til þess að örvænta. Nokkuð í lokin? Já, ég er ekki frá.því að ég ætti að koma því að í einmitt þessu viðtali, að starf Al-Anon hefur hjálpað mér til að hætta að þykjast vera eitthvað annað en ég er. Það hefur gefið manni vissa öryggistilfinningu að vera bara maður sjálfur". ÞH sína gegn vimugjöfum þó með ólík- um hætti sé. En þó áfengið sjálft sé í forgrunni verksins sem áhrifavaldur og tákn tortímingar, er það hið persónulega og mannlega, lifsmyndir úr ævi fjölskyldunnar, tilfinningar, ást, hatur, beiskja, niðurlæging og sam- bandið innan fjölskyldunnar, sem er yrkisefni skáldkonunnar. Það er Guðrún Svava Svavarsdóttir, sem hannað hefur búninga og leik- mynd, en Inga Bjarnason leikstýrir þessu verki, þar sem aðeins þrjár karlmannsraddir heyrast úr fjarska. Mist Þorkelsdóttir á heiðurinn af tónlistinni, sem fellur vel að ljóð- rænum texta Nínu Bjarkar. Við náðum tali af þeim Nínu Björk og Guðrúnu Svövu rétt um það leyti sem frumsýning stóð fyrir dyrum. Það lá beinast við að spyrja, hvernig þetta verk hefði orð- ið til... Nína Björk: Jú, það var eiginlega þannig að síðastliðið vor kom til mín Inga Bjarnason og bað mig að setja saman leikrit fyrir kvenhlut- verk eingöngu og vitanlega tók ég því vel. Eg átti ljóðaflokkinn „Fugl óttans" og byggi verkið að hluta á honum. Aðalpersónan er drykkju- sjúk kona. Hún er langt leidd í drykkjunni og í síðari hluta verks- ins upplifir hún martröð, tremens og ofskynjanir. Hún heyrir raddir, raddirnar frá hálsi, sem henni finnst vera hluti óraunveruleikans. í verkinu koma fram fulltrúar ýmissa drykkjumynstra, ef svo má segja, en vonin kviknar í dótturinni Systu i lokin, sem rís upp síðast i verkinu, þess albúin að takast á við iífið sjálft. Nú eru búningar mjög einfaldir, kyrtlar i mismunandi litum, sem minna á aðra veröld. Hvers vegna einmitt kyrtla, Guðrún? Kyrtlarnir eru eins konar tákn, tákn um ástand fremur en fram- vindu. Hver litur hefur sína tákn- rænu merkingu, sem ég held að áhorfendur skynji ósjálfrátt. Þann- ig er grái liturinn nöturlegur. Hann táknar fortíðina, hina gráu fortíð. Konur í tremmanum klæðast fjólu- bláu og guli bjarti liturinn, sem dóttirin Systa klæðist er bjartur, minnir á birtu sólar, táknar vonina sem dóttirin elur með sér. Nú tekur maður eftir því, hve baráttan í þessu verki milli persón- anna er hörð og óvægin. Það er mikið miskunnarleysi ríkjandi milli mæðganna. Hvað vilt þú segja um þetta, Nína? Stundum minnir þetta jafnvel á helgileikinn, þar sem hið góða og hið illa takast á af fullkom- inni heift. Það er rétt. Amman geymir á- fengið. Hún er virkilega andstyggi- leg, en þó ekki alvond. Hún hefur náð tökum á dóttur sinni gegnum pelann. En ég vil þó benda á, að þó að áfengið gegni miklu hlutverki sem tákn og áhrifavaldur hins illa, þá stendur Lóa, móðirin, samt frammi fyrir ákveðnu vali og við vitum ekki, hvaða ákvörðun hún tekur í lokin. Það er einnig einkenn- andi fyrir dótturina Systu, hve vel hún skilur föður sinn, en ekki móð- ur sína. Það hvarflar aldrei að henni að ásaka föður sinn. En hún ásakar hana, móður sína, þess í stað. Guðrún: Já, eiginlega finnst mér þetta leikrit fjalla mikið um þetta móður, dóttur-samband. Það er móðir Lóu, dóttir Lóu-sambandið, sem virðist vera Nínu afskaplega hugleikið. Eiginlega finnst mér þetta samband dálítið sjúkt, en vonin blundar þó i þriðju kynslóð- inni, Systu, sem er allt öðru vísi. Hún er orðið mjög taugaveiklaður unglingur, en lætur samt ekki hug- fallast í raunum fjölskyldunnar. Nú virkar þetta verk sem aðskild- ir þættir þó áhrifamikið sé. Hver er skýringin á því Nína? Eiginlega er þetta ekki leikrit. Þetta er leikhúsverk. Það er byggt upp úr þremur þáttum. Fyrsti þátt- urinn er eintal konu, sem Iíta má á sem fulltrúa vinnukvenna hér á landi á fimmta áratugnum. Síðan tekur við eintal nútímakonu. Síð- asti þátturinn er ljóðrænn, nánast martröð. Saman eiga þessir þættir að mynda eina heild, en þeir eru ekki leikrit í hefðbundnum skiln- ingi þess orðs heldur leikhúsverk eins og ég sagði áður. Nú bíður þessi salur ekki upp á flókna búninga og leikmynd Guð- rún? Nei, það hefur verið stefnan hjá Alþýðuleikhúsinu að leggja ekki mikið fé í leiktjöld og búninga án þess þó að skerða hið listræna gildi verksins. Leikmyndin er kannski lít- il og fátækleg, en hún er í samræmi við efnið og auk þess hefur leikhóp- urinn unnið allt sjálfur sem þurft hefur að gera. Hver er boðskapur þessa verks Nína? Er hann til? Boðskapur? Kannski baráttan við óttann. Þetta verk fjallar mikið um alkóhól, vímuna, flóttann inn í vímuna, þegar raunveruleikinn er okkur ekki nógu hliðhollur. Ég gef ekki neina lausn með þessu verki. Ég greini ástand. Ég vona, að það opni augu og hreyfi við fólki. Mér finnst það eiga erindi við fólk þetta verk. ÞH Fjallað um áfengi frá listrænu sjónarmiði

x

SÁÁ blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÁÁ blaðið
https://timarit.is/publication/2069

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.