SÁÁ blaðið - apr. 1984, Side 26

SÁÁ blaðið - apr. 1984, Side 26
26 Arnmundur Backman: „Augljóst aö Hæstiréttur vill ekki taka á kjarna málsins“ „Ég tel það augljóst að Hæstiréttur vill ekki taka á kjarna málsins, þ.e. ákveða hvort sjúkdómur- inn alchoholismus chroni- cus sé greiðsluskyldur sem aðrir sjúkdómar er lœkna- vísindin viðurkenna“ sagði Arnmundur Back- man í viðtali við SÁÁ- blaðið, er hann var beðinn að segja álit sitt á nýgengn- um dómi Hœstaréttar. Hann sótti málið fyrir hönd áfrýjanda. „Ég þarf varla að taka það fram, að ég er algerlega ósammála þessum dómi Hœstarétt- ar“ sagði hann. „í kjarasamningum og lögum um rétt verkafólks til veikindafor- falla hefur það aldrei verið skil- greint, hvað er sjúkdómur og hvað óvinnufærni. Aldrei hafa verið taldir upp þeir sjúkdómar, sem lög og kjarasamningar taka til. Lögin um rétt verkafólks í þessu efni svo og kjarasamningar hafa augljós- lega vísað þessum skilgreiningum til læknisfræðinnar, enda geta lög og kjarasamningar aldrei tekið af öll tvímæli í þessu efni. Hæstiréttur gerir hins vegar þá kröfu skv. þeim dómi sem nú er genginn, að aðilar hefðu átt að semja sérstaklega um greiðslu- skyldu vegna áfengissýki, þvert á það sem gert er ráð fyrir í lögum og kjarasamningum, þar sem fjallað er um veikindi. Ég tel þetta órökrétt og er jafn- framt þeirrar skoðunar, að meiri- hluti dómsins blandi saman fjar- vistum og áfengisneyslu annars veg- ar, sem ekki hafa verið talin greiðsluskyld og sjúkdómnum drykkjusýki hins vegar. Þetta eru tveir gerólíkir hlutir og ósambæri- legir að mínu viti. Dómur Hæstaréttar gæti þýtt það, að aðilar vinnumarkaðarins verði nú að meta það við gerð kjara- samninga, hvort komið hafi fram nýir viðurkenndir sjúkdómar og hvaða sjúkdóma eigi að meta varð- andi veikindaforföll“. En hefur þessi dómur ekki for- dæmisgildi varðandi allt mat á veik- indagreiðslum vegna drykkjusýki? „Jú, þetta er lokaorð dómstól- anna núna. Ég get alls ekki fellt mig við þessa niðurstöðu. Hún hefur fordæmisgildi. Hún segir aðilum vinnumarkaðarins, sem hafa álíka mikið vit á læknisfræði og ég á kín- verskri málfræði, að þeir eigi að meta og semja um það sín á milli, hvaða sjúkdóma eigi að telja full- gilda til veikindagreiðslna. Þetta mál sýnir okkur, að dóm- stólar eru alltaf tregir til að tileinka sér breytingar á almennu viðhorfi. Venjulega þarf sterka hreyfingu til að dómstólar taki tillit til slíkra breytinga eins og t.d. hafa orðið á viðhorfi til drykkjusýki sérstak- lega. En þessi dómur á ekki að þýða það, að við leggjum árar í bát. Við eigum að halda starfinu áfram, þó dómstólarnir séu í sama gamla far- inu“. Hœstiréttur Framh. af baksíðu stofnunin viðurkenndi sjúkdóminn sem slíkan og hér á landi kæmi slík viðurkenning í ljós í greiðslum frá almannatryggingakerfinu, þar sem almannatryggingakerfið greiddi vistgjöld sjúklinga á meðferðar stofnunum. Það að auki væru allir helstu sérfræðingar innan lækna- vísindanna sammála um, að telja bæri alchoholismus chronicus sjúk- dóm. Þrátt fyrir þetta féll dómur Hæstaréttar á þann veg, að ekki skyldi verða við kröfum sækjanda um veikindagreiðslur. Segir í dómn- um, að „enda þótt drykkjusýki kunni að teljast sjúkdómur í skiln- ingi læknisfræði, hafa fjarvistir frá vinnu vegna áfengisneyslu eða drykkjuhneigðar lengst af verið virtar að lögum á annan veg en fjar- vistir vegna veikinda eða slysaí' Niðurstaða meirihluta Hæsta- réttar virðist því vera sú, að enda þótt drykkjusýki teljist sjúkdómur í skilningi læknisfræðinnar, þá hafi fjarvistir vegna drykkjusýki ekki verið virtar sem aðrir fjarvistir eða veikindi og beri því engin skylda til veikindagreiðslna vegna sjúkdóms- ins. Málið í Hæstarétti dæmdu þeir Þor Vilhjálmsson, Guðmundur Jónssson, Halldór Þorbjörnsson, 'Magnús Þ. Torfason og Sigurgeir Jonsson. Tveir dómaranna skiluðu séráliti, þó þeir væru sammála meirihluta dómsins um niðurstöður. Séráliti skiluðu Guðmundur Jónsson og Sigurgeir Jónsson. Málskostnaður var látinn niður falla eins og títt er um prófmál. iR interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVABRAU^4 SKEIFAN 9 PHONES 21715 & PHONES 31615 & 23515 86915 Gæði og þjónusta sem þú getur treyst Við hjá b.m. Vaiiá hf. íeggjum Þjónusta í fyrirrúmi áherslu á vandaða vöru og skjóta og örugga þjónustu; strangt gæðaeftirlit, fullkominn tækja- kostur og þaulvanir starfsmenn leggjast þar á eitt. Fullkomið framleiðslueftirlit Við starfrækjum eigin rann- sóknarstofu sem hefur með höndum reglubundið eftirlit og rannsóknir á öllum þáttum fram- leiðslunnar, allt frá hráefni til fullhrærðrar steypu. Enn fremur hefur byggingarverkfræðingur okkar náið samstarf við aðra sérfræðinga í framleiðslu og meðhöndlun steinsteypu og stöðugt er fylgst með nýjungum á því sviði. Fullkomin og afkastamikil blöndunarstöð og traustur bíla- floti gera okkur kleift að afhenda steypuna á réttum tíma á bygg- ingarstað; skjót og örugg afhending sparar þér tíma og peninga. Breytingar í steypu- framleiðslu í kjölfar alkalískemmda sem fyrst komu í ljós árið 1976 voru settar strangar reglur í bygginga- reglugerð til að koma í veg fyrir slíkar skemmdir í framtíðinni, öll steypufrámleiðsla okkar er í samræmi við þessar reglur. Rannsóknir á vegum Stein- steypunefndar sýna, að hættan á alkalískemmdum er ekki lengur fyrir hendi eftir að íblöndun kísilryks í s.ement hófst og notkun fylliefna var breytt. Steinsteypa er því í dag sá val- kostur húsbyggjenda sem best hæfir íslenskri veðráttu og aðstæðum. Steinsteypa er fjárfesting - til frambúðar. Við hjá B.M. Vallá hf. bjóðum þér þjónustu okkar. B.M. VALLÁ H i

x

SÁÁ blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÁÁ blaðið
https://timarit.is/publication/2069

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.