SÁÁ blaðið - apr. 1984, Blaðsíða 28
28
RÁÐSTEFNA UM FÍKNIE
Laugardaginn 25. febrúar sl. var efnt til almenns fundar
um fíkniefnaneyslu og varnir gegn henni. Að fundinum
stóðu þrír aðilar, SÁA, Landlœknisembœttið ogÁfeng-
isvarnadeild Reykjavíkurborgar. ífundarboði var sér-
staklega höfðað til foreldra og uppalenda. Fundinn
sóttu 150 manns og var húsfyllir í fundasal Norrœna
hússins. Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir
stjórnaði fundinum.
Matthías Bjarnason, heilbrigðis-
ráðherra ávarpaði fundargesti í
upphafi. Hann gerði grein fyrir til-
lögum nefndar, sem starfar á veg-
um ráðuneytisins og hefur fengið
stórt hlutverk í sambandi við áfeng-
ismál og önnur vímuefni. M.a. gat
hann þess að mikilvægt sé að gera
börnum og unglingum erfitt um vik
að nálgast lífræn leysiefni, t.d. með
strangari afgreiðslumáta en nú er.
Ennfremur að hin skaðlegu áhrif
þessara efna verði kynnt í skólum,
jafnvel börnum innan fermingar-
aldurs til að þau kunni að varast
þessi efni. Að ræðu Matthiasar lok-
inni voru flutt níu stutt framsöguer-
indi um ýmsar hliðar fíkniefna-
mála.
Sigmundur Sigfússon, læknir á
geðdeild ríkisspítalanna gerði grein
fyrir hinum mismunandi fíkniefn-
um, sem skipta mætti gróft í fjóra
flokka: Vínanda, lífræn leysiefni
(sniffefni), ávanalyf og ólögleg
fíkniefni. Rannsóknir benda til að
neysla vínanda og hins ólöglega
kannabis hafi aukist síðasta áratug,
meðal íslenskra ungmenna. Jafn-
framt hefur þeim fjölgað hlutfalls-
Iega, sem byrja notkun þeirra á
þarnsaldri. Þágerði hann grein fyr-
ir áhrifum þessara efna, þeim þægi-
legu sem sóst er eftir og þeim sem
neytandanum líkar miður. Hassið
er almennt álitið „létt“ fíkniefni, en
það er eiginlega meðal hinna vara-
sömustu og lúmskustu vegna hæg-
fara og Iangvarandi verkunar.
Hann greindi frá því hvernig fíkni-
efnaneysla smitar með félagsskap.
Hinsvegar varaði hann við því að
einskorða vandann við börn og
unglinga, við séum fæst eins góðar
og dyggðugar fyrirmyndir og við
höldum sjálf.
Ásgeir Friðjónsson, dómari við
sakadóm í fíkniefnamálum ræddi
um hinn ólöglega fíkniefnamarkað
hérlendis, sem snýst að langmestu
Völundar gluggar
Smíðum glugga úr furu, oregonpine og teakviði. ®
Einnig smíðum við glugga úr gagnvarinni furu, |
sem fjórfaldar endingu glugganna. |
Stuttur afgreiðslufrestur. Hagstætt verð.
Valin efni, vönduð smíð og yfir
75 ára reynsla tryggir gæðin.
Gjörið svo vel og leitið tilboða.
Timburverzlunin Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
leyti um dreifingu á kannabisefnum
aðallega hassi og hassolíu. Einnig
er nokkuð um amfetamin, sem er
gjarna margdrýgt á leið sinni um
hendur mismargra milliliða til neyt-
enda, án þess verðið lækki. Hann
vakti sérstaka athygli á því, að í
meira en áratug hefur verðlag á
fíkniefnum verið stöðugt og marg-
falt hærra en meðal nágranna-
þjóða, allt að því tífalt. I þessu
mætti sjá viss hættumerki s.s. hugs-
anlegan áhuga erlendra brota-
manna. Ásgeir taldi þetta hinsvegar
heillamerki, bæði frá sjónarmiði
löggæslu og annarra sem við þenn-
an vanda giíma.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir
hjá SÁÁ sagði frá fíkniefnaneyt-
endum. Hann gerði greinarmun á
neytendum innan 16 ára aldurs, sem
fikta við sniffefni og eldri neytend-
um, sem hafa orðið efni á dýrari
tegundum. 120 manns koma á ári á
meðferðastofnanir SÁÁ sem hafa
neytt kannabisefna í eitt ár eða
lengur. Hassistinn er almennt yngri
en áfengisneytandinn þegar hann
kemur í meðferð, enda göngutími
hans styttri. Hassistinn er ennfrem-
ur veikari en áfengissjúklingurinn
og lengur að ná sér.
Halldór Gunnarsson, ráðgjafi á
Sogni lýsti heimi fíkniefnaneytand-
ans. Fyrstu áhrifin geti verið með
þrennu móti; engin áhrif, mjög ó-
þægileg áhrif (og þetta fólk snertir
efnin yfirleitt ekki aftur), eða þá
sæluvíman og upphaf viðvarandi
neyslu. Allt fær meiri dýpt, tónar
og myndir, og brátt verður hasspíp-
an forsenda góðrar skemmtunar.
Svo kemur sú stund þegar áhrifin
Iáta á sér standa og upp frá því fara
óþægindin vaxandi uns andhverf-
unni er náð.
Sigurður Gunnsteinsson, dag-
skrárstjóri á Sogni sagði frá með-
ferð og endurhæfingu fíkniefna-
sjúklinga. Hann sagði að áfengis-
neytandihn og hassistinn gengju
með sama meinið og báðir þyrftu
sömu meðhöndlun. Mismunandi
eituráhrif gerðu það þó að verkum
að hassistinn hefði algjöra þörf fyr-
ir verndað umhverfi og tæki lengri
tíma að ná áttum í daglegu um-
hverfi. Hann hefði sérstaka þörf
fyrir stuðning aðstandenda eftir
meðferð og ætti skilyrðislaust að
stunda AÁ. Bregðist það, marg-
faldast hættan á að hann leiti í vim-
una á ný.