SÁÁ blaðið - apr. 1984, Side 30

SÁÁ blaðið - apr. 1984, Side 30
30 Hyað gefur mion happdrætti SÍRS? Hann gefur þér gott tækifæri til að hreppa vinning allt upp í milljón — eða einn þeirra mörgu sem eru lægri en munar þó um. Og hver seldur miði á þátt í að gefa þúsundum betri tækifæri til að endurheimta heilsu sína og þrek. Öllum ágóðanum er varið til að byggja upp þá aðstöðu sem SÍBS hefur skapað til endurhæfingar * og starfa við hæfi fólks sem hefur skert starfsþrek. | Happdrætti SIBS i hagur þinn og heildarinnar höfnum samkvæmt þaulhugsaðri áætlun Eimskips. Við höfum valið viðkomustaði okkar af kostgæfni og myndað þéttriðið þjónustunet áætlunarhafna, þjónustuhafna og umboðsmanna í 22 löndum. Þannig tryggjum við farsælan flutning um allan heim. Jafnskjótt og Eimskip er bundið við bryggjupolla í einhverri af 122 viðkomuhöfnum sínum er það orðinn hluti af stórri og flókinni heild. Fullkomin flutningstæki hafa verið búin undir komu skipsins og eru reiðubúin að dreifa farminum undir tölvustýrðu eftirliti 306 umboðs- manna og aðalskrifstofu Eimskips ( Reykjavík. Sérhæfð tæki í landi tryggja skjóta og örugga losun. Áður en síðasti flutningsbíllinn hverfur af hafnarsvæðinu er lestun nýs farms langt komin og í næstu höfn er undirbúningur fyrir móttöku skipsins þegar hafinn. Þannig er unnið í öllum Flutningur er okkar fag Sími 27100 SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Nýjung á sviði áfengisvarna: Starfsmanna-, þiónusta SÁÁ Alkóhólismi er félagslegur sjúkdómur. Þetta birtist meðal annars íþví hvernig hann berst milli manna í samkvœmislífinu og í fé- lagsskap almennt. Annað dœmi er það, hvernig virk- ur áfengissjúklingur verk- ar á þá sem hann umgengst daglega. Þessir aðilar eru einkum fjölskyldan (að- standendur) og samstarfs- fólkið á vinnustaðnum. Augu manna hafa lengi beinst að áhrifum alkóhól- isma á fjölskyldulíf. Á- fengisvarnadeild Reykja- víkurborgar sérhœfir sig í að kenna aðstandendum áfengissjúklinga að ná tökum á þessum vanda, losa sig við streitu og lœra að umgangast sjúklinginn á þann hátt sem öllum er fyrir bestu. Vinnustaðurinn er ekki síður við- kvæmur fyrir alkóhólisma en heim- ilið. Hegðun sjúklingsins reynir á þolrif yfirmanna og kollega, sem reyna eftir bestu getu að koma hon- um til hjálpar en verða jafnoft fyrir vonbrigðum. Brottrekstur verður oftar þrautalendingin. í Bandaríkjunum hafa fyrirtæki, verkalýðsfélög og hjálparstofnanir tekið saman höndum við að finna ráð gegn þessum vanda. Þróast hafa aðferðir til að hjálpa sjúkl- ingnum til að ná áttum í tæka tíð og leita sér meðferðar. Menn hafa gert sér ljóst, að hvorug leiðin sem að ofan var lýst nær þeim tilgangi sem til er ætlast. Að lifa með vandanum I langflestum tilfellum reyna menn fyrst að lifa með vandanum, þoia rýrnandi afköst, afsaka mistök, leiða hjá sér fjarvistir og annað tjón. Þetta er ákaflega dýr leið. Sá sem ákveður að bíða lengur og sjá til, uppsker aldrei annað en meira fjármunatap og sjúklingnum er ekki hjálpað, þvert á móti fer hon- um hrakandi allan tímann. Hin leiðin, harður agi og brott- rekstur er heldur ekki einhlít. Oftar en ekki sér fyrirtækið á bak manni sem er duglegur, hæfur til starfa og vel þjálfaður. Það kostar sitt að finna og þjálfa nýjan mann. Sjúkl- ingnum er heldur ekki hjálpað. At- vinnulaus verður hann formlega baggi á öðrum, og líklegt er að hann herði enn á ofneyslu sinni við þær aðstæður. Starfsmannaþjónusta beinist að því að koma upp og útbreiða að- ferðir sem yfirmenn og félagar á- fengissjúkra starfsmanna geta hag- nýtt sér í þeim tilgangi að halda góðum starfsmanni en losna við meinið. Fyrir flest fyrirtæki er það hagkvæmasta lausnin, hvort sem það er metið í beinhörðum pening- um eða þeim óbeina ávinningi sem góður starfsandi skapar. Þær aðferðir, sem notaðar eru í Bandaríkjunum voru kynntar hér á námskeiði, sem ríkisstjórnin gekkst fyrir í árslok 1982. Þær hafa nu þró- ast í tæpa hálfa öld og miðast við Sjá bls. 18 Gjafabréfasöfnun SÁÁ: 20 milljónir í gjafaloforðum Senn líður að lokum gjafa- bréfasöfnunar þeirrar, sem efnt var til í fyrra vegna byggingar sjúkra- stöðvarinnar í Vogi. Fjórði gjalddagi bréfanna var í mars og er skýrt frá út- drœtti vinninga á öðrum stað í blaðinu. Við hringd- um í Hrein Garðarsson á skrifstofu SÁÁ og spurð- um hvernig söfnunin hefði gengið. „Söfnunin fór vel af staðþ sagði Hreinn. „Það söfnuðust yfir 20 milljónir króna í gjafaloforðum, og tæpur þriðjungur þar af var þegar greiddur við fyrsta gjalddaga. Við erum ánægðir með það hlutfall, sem hefur skilað sér síðan, en að sjálfsögðu eru einhver vanhöld og raunar aldrei búist við öðru, þar sem hér er um að ræða hátt á níunda þúsund aðila. Ég vil því nota tækifærið og skora á alla, sem dregið hafa greiðslur að hafa sam- band við okkur og ganga frá þeim. —Nú var á sínum tíma mikið spurt um innheimtu og hvernig yrði farið að, ef vanskil yrðu. „Já, það voru á tjmabili allskon- ar hugleiðingar í gangi um þessa söfnun og framkvæmd hennar. Þetta hefur gjörbreyst síðan Vogur var tekinn í notkun og fólk gerði sér Ijóst hvílíkum árangri fjáröflunar- starf SÁÁ hefur skilað. Að því er varðar þá, sem ekki hafa gert skil, þá skiptir það meginmáli, að hér er um gjafir og gjafaloforð að ræða. Aðstæður geta breyst hjá fólki, og slíku verður að mæta með skilningi. Margir hafa flust búferium, og ekki fengið seðlana sína, og svo mætti lengi telja. Við munum hafa sam- band víð þetta fólk á næstunni og þá kemur þetta betur í ljós“ sagði Hreinn Garðars að lokum. Vinnings- númer Fjórði útdráttur í landssöfnun SÁÁ hefur farið fram. Dregið var um 10 vöruúttektir að verðmæti kr. 100.000 hver. Þessi númer hlutu vinning: 525687 548724 587196 601752 615191 615797 622488 630957 642313 657534 Eigendur gjafabréfa með þessum númerum, sem gert hafa skil á fjór- um afborgunum fyrir 5. febrúar sl. geta vitjað vinnings á skrifstofu SÁÁ.

x

SÁÁ blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÁÁ blaðið
https://timarit.is/publication/2069

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.