Viljinn - 27.01.1969, Blaðsíða 12
Kæru skólafélagar!
Félagslff V. í. hefur stööugt verið á niöurleið nú sfðasta árið eins og þið eflaust
vitið.
Núverandi stjém hefur alls ekki verðskuldað það traust, sem henni var sýnt í
síðustu kosningum.
Málfimdirnir hafa verið og verða í framtíðinni undirstaða félagslífsins í skélanum.
Koma þyrfti á mælskunámskeiðum, til þess að gefa, jafnt yngri sem eldri nem-
endum (aðallega yngri) kost á að taka virkan þátt f umræðum. Þetta atriði hefur
núverandi stjóm algjörlega látið fram hjá sér fara eins og flest það, sem hún
lofaði að framkvæma í upphafi síðastliðins árs.
Viljanum, málgagni N. F. V. f., þarf að gera ýmsar lagfæringar og koma í við-
unandi horf, sem óþarfi er að rekja hér nánar.
Starfsemi skemmtinefndar þyrfti að taka til gagngerðrar endurskoðunar, t. d.
mætti fjölga skemmtikvöldum í tvö og gera gagngerar breytingar á plötukvöldum,
sem hafa verið til háborinnar skammar.
Kæri kjósandi! Með atkvæði þínu getur þú hafið félagslíf V. I. upp úr þeim öldu-
dal, sem það hefur verið í sfðastliðið ár.
12
ölafur H. Jónsson.