Landsmál - Sep 1947, Page 6

Landsmál - Sep 1947, Page 6
TÍMARIT UM LANDSMÁL aukið verðþensluna með sívaxandi fjárveitingum. Ein hin áhrifamesta aðgerð gegn verðþenslunni sem hægt var að gera, var að setja sterkar skorður gegn fjáreyðslu hins opinbera, meðan almenningur í landinu var með full- ar hendur fjár. Eg ætla ekki að þessu sinni að ræða um einstök atriði í f járaustri þingsins en heildarþróunina má nokkuð marka af eftirfarandi tölum um útgjöld rikissjóðs undanfarandi ár. Þær tölur, sem merktar eru með stjörnu, eru útgjöld áætluð í fjárlögum. Hinar eru samkvæmt rekstrarreikn- ingi eða bráðabirgðaskýrslum: 1943 millj. kr. 92.7 1944 — — 124.3 1945 — — 143.2 1946 — — 173.1 1947 — — 214* Auk útgjalda fjárlaga koma til greina ábyrgðarheim- ildir þingsins hvert ár sem nema engum smáræðis fjár- hæðum. Útgjöld ríkisins á þessu ári eru tíföld á við það sem þau voru fyrir stríð. Ef útgjöldin hefðu hækkað, að sama skapi og dýrtíðin, ættu þau að vera um 70—80 milljónir í stað þess að þau eru nú 214 millj. Það er aug- ljóst að útgjöldin eru vaxin þjóðinni langt yfir höfuð. Þessi útgjöld ákvað þingið fyrir aðeins sex mánuðum, en samt mun það þegar komið á daginn, að erfitt verður að inna þau af hendi. Ráðmennska þingsins hefir enga afsökun og afleiðingarnar munu kveða upp harðan dóm yfir verkum þess. m. Nýsköpunin og frnmkvtemd hennur. Þjóðin átti um 570 milljónir kr. í erlendum innstæð- um þegar ófriðnum lauk. Af þessari fjárhæð var Ný- byggingarráði fengið til umráða 300 millj. kr., sem átti 6

x

Landsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.