Landsmál - sep. 1947, Side 7

Landsmál - sep. 1947, Side 7
TÍMARIT UM LANDSMÁL að verja til endurbyggingar atvinnutækjanna. Allir voru þess fýsandi að meginhluta gjaldeyrisins væri varið í þessu skyni. En í þessu efni voru menn ekki á einu máli um hvemig framkvæma skyldi. Þeir, sem töldu dýrtíð- ina hættulega atvinnulífi landsmanna vildu fyrst hefjast handa gegn verðbólgunni svo að heilbrigður grundvöllur væri fenginn til að byggja á nýsköpunina. Þeir töldu ný- byggingar í stórum stíl að mestu leyti byggðar á sandi, , meðan ekki væru settar skorður við dýrtíðinni. Þetta var kveðið niður og kallað skemmdarverk, með miklum pólitískum bæxlagangi. Á rúmlega tveimur árum var upp urinn allur gjald- eyrir, sem lagður hafði verið til hliðar til nýbygginga, og meira til, því að ráðið mun hafa veitt leyfi fyrir um 50 millj. kr. umfram það, sem til var. Nú er smátt og smátt að koma í ljós, að enginn skipulegur grundvöllur hefir verið lagður fyrir þeim störfum, sem Nýbyggingar- ráði var ætlað að vinna. Ráðið virðist hafa veitt gjald- eyrinum út í stríðum straumum, án þess að gera sér nokkura glögga grein fyrir því, hvaða áhrif þessi fjár- austur hefði á atvinnulífið og hvort atvinnureksturinn í landinu hefði þess fulla þörf, eða hvort nægilegt fé væri fyrir hendi til framkvæmda eða reksturs. Gjaldeyrir hefir verið veittur í stórum stíl fyrir tækjum, án þess að nokkur fjárhagslegur grundvöllur væri fyrir hendi að koma þeim upp hér og reka þau. Milljónum króna var varið til að kaupa bíla sem áttu að fara til landbúnaðar- framleiðslu, en fylla nú allar götur hér í Reykjavík. Inn- flutningur á vörubifreiðum, fyrir atbeina Nýbyggingar- ráðs, er orðinn svo mikill, að talið er að ekki sé atvinna » til nema fyrir nokkurn hluta þeirra, sem aðsetur hafa í Reykjavík og öðrum kaupstöðum. Þessi mikli austur gjaldeyris kallaði á mikið fé í þann rekstur, sem honum var beint til. Ef allt hefði verið með felldu hefði það fé átt að koma frá þeim, sem áttu fé sitt liggjaandi í bönkunum, svo sem til byggingar skipa- 7

x

Landsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.