Landsmál - sept 1947, Side 9

Landsmál - sept 1947, Side 9
TÍMARIT TJM LANDSMÁL farið að ræða, þegar allur gjaldeyrir er þurrkaður burtu. Handahófið og fyrirhyggjuleysið í öllum þessum fram- kvæmdum er mjög raunalegt, en það stafar að mestu leyti af því, að nýsköpunin var gerð að pólitískum hval- reka, sem flokkarnir kepptust við að færa sér í nyt. Til þess að hægt væri að sýna þjóðinni árangur hinna háværu pólitísku ráðagerða, var nauðsynlegt að hraða framkvæmdunum. Það var gert, en án þess að þetta mikla og mikilsvarðandi mál væri undirbúið sem skyldi, án þess að nokkuð væri undirbúinn sá fjárhagsgrundvöllur, sem framkvæmdirnar áttu að byggjast á. Því síður voru gerðar athuganir á því, hver áhrif þær mundu hafa á hið veikbyggða fjárhagskerfi landsins. Að minnsta kosti virðist ekkert tillit hafa verið tekið til þess. Þótt þessi framkvæmd verði þjóðinni að mörgu leyti dýr reynsla, kemur hún henni væntanlega að notum síð- ar, þegar atvinnumálin og fjárhagurinn hafa gengið í gegnum eldraun verðbólguáranna og eru komin á heil- brigðan grundvöll. En það verður aldrei nein afsökun fyrir því hvernig undirbúningur og framkvæmd nýsköp- unarinnar hefir verið af hendi leyst. IV. Gjaldeyriskreppan. Eins og áður er sagt, áttu landsmenn um 570 millj. kr. í erlendum gjaldeyri í ófriðarlok. Slíkan varasjóð hafa þeir aldrei fyrr átt, og nú þegar þessum sjóði hefir öllum verið eytt, má segja að ólíklegt sé að þeir eignist slíkan sjóð aftur fyrst um sinn. Gjaldeyriskreppan, sem skall yfir í byrjun þessa árs, kom yfir þjóðina eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún hafði lifað í þeirri trú, að slíkur skortur gæti ekki barið að dyrum fyrirvaralaust, enda hafði henni verið sagt, að mikill gjaldeyrisvarasjóður 9

x

Landsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.