Landsmál - sep. 1947, Side 12

Landsmál - sep. 1947, Side 12
TÍMARIT UM LANDSMÁL nota af fullkomnu ábyrgðarleysi, nema það hafi verið gert samkv. beinum fyrirskipunum frá yfirboðurum þess, sem virðist ólíklegt. Við þessar tölur bætist svo gjald- eyrissala fyrir „duldum greiðslum" til opinberra þarfa 31.4 millj, en gjaldeyrisleyfi er ekki veitt fyrir. Um slíkt var Viðskiptaráði að sjálfsögðu kunnugt. Á þessu ári, frá 1. janúar til 9. ágúst, samkv. skýrslu Fjárhagsráðs, hafa umræddar tvær stofnanir gefið út ný gjaldeyris- og innflutningsleyfi og framlengt samskonar eldri leyfum fyrir samtals 367.7 millj. kr., en auk þess gefið út gjaldeyrisleyfi fyrir „duldum greiðslum" (skipa- leigur, ferðakostnaður o. fl.) fyrir 73.7 millj. kr. eða samtals 441 millj. kr. fyrra helming ársins. Þetta er gert þrátt fyrir það, að í byrjun ársins var sýnilegt, að alvar- leg gjaldeyriskreppa var framundan. Enda kom hún fyrir- varalítið á fyrsta fjórðungi ársins. Fullyrt er, að Lands- bankinn hafi oftar en einu sinni aðvarað rétta aðila á síðastliðnu ári út af hinni miklu gjaldeyriseyðslu. En það er líkast því, sem þeim mönnum hafi ekki verið sjálf- rátt, er þessi mál höfðu með höndum, svo ógæfusamlega hefir þeim verið stjórnað. Nýbyggingarráð hefir endurnýjað og gefið út ný inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir 118.7 millj. kr. það sem af er þessu ári. En samkv. upplýsingum Fjárhags- ráðs hefir Nýbyggingarráð gefið út leyfi (á þessu ári) fyrir 49.5 millj kr. umfram þann gjaldeyri, sem það hafði til umráða. Þetta er gert á þeim tíma, sem Nýbyggingar- ráð veit að gjaldeyrir þjóðarinnar er til þurrðar genginn, og verður því að telja ráðstöfun þessa svo ábyrgðarlausa, að slíks munu fá dæmi. Það bætir ekkert málstað ráðsins. þótt lagafyrirmæli séu fyrir hendi um það, að 15% af útflutningnum skyldi bætt í nýbyggingarsjóðinn. Þetta hafði ekki reynst mögu- legt að gera og gjaldeyririnn var því ekki fyrir hendi. Þetta var ráðinu kunnugt. Eins og nú horfir er útlit fyrir að útflutningur þessa 12

x

Landsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.