Landsmál - sept 1947, Síða 13
TÍMARIT UM LANDSMÁL
árs muni nema um 300 millj. kr. Ef það rætist verður
þetta ár hæsta útflutningsár í sögu landsins. Samt er
þjóðin nú komin í verstu gjaldeyriskreppu, sem yfir
hana hefir gengið fyrir skammsýni, ábyrgðarleysi og
pólitískt ístöðuleysi.
Nú er svo komið, að í byrjun ágústmánaðar þessa
árs munu bankarnir hafa stofnað yfirdráttarskuldir í út-
löndum, er námu 30—40 millj kr. Auk þess liggja hér
nú vörur fyrir milljónir króna, sem ekki er hægt að
greiða sem stendur. Fjárhagsráð hefir nú lýst yfir þeirri
skoðun sinni, að 137 millj. kr. vanti í erlendum gjaldeyri
til þess að fullnægt væri eðlilegum þörfum, það sem
eftir er þessa árs, ef útgefin gjaldeyrisleyfi koma til
framkvæmda.
Af öllu því sem að framan greinir, virðist það vera
augljóst, að Viðskiptaráð hafi gert sér litla grein fyrir,
hvað var að gerast í gjaldeyrismálunum og að það hafi
enga samvinnu haft við Landsbankann, jafnvel eftir að
vitanlegt var að gjaldeyrinn var að ganga til þurrðar,
og gefið út leyfi í stórum stíl, sem enginn gjaldeyrir var
til fyrir og ekki var hægt að greiða. Fer báðum gjald-
eyrisráðunum á einn veg í því efni. En slíkt ábyrgðar-
leysi út af fyrir sig hefir margfaldað þunga gjaldeyris-
kreppunnar.
tJtlán bankanna.
V.
Útlán bankanna er sú loftvog, sem venjulega sýnir
bezt, hversu öruggt og heilbrigt fjármálaástandið er í
landinu. Eg hefi minnzt á þróunina í hækkun ríkisút-
gjaldanna og síhækkandi óhagstæðan verzlunarjöfnuð.
Þegar útlán bankanna eru tekin með, þá eru komnar
aðalstoðirnar, sem standa undir og valda að mestu verð-
bólgunni í landinu.
13