Landsmál - sept 1947, Side 15
TÍMARIT UM LANDSMÁL
inn mjög ráðstöfunum og þörfum ríkisvaldsins, og þingið
getur gefið bankanum fyrirmæli með lögum, eins og
gert var í sambandi við stofnlánadeildina, þótt það sé
brot á öllum venjum, sem ríkjandi eru með þjóðum, sem
‘ byggja á samskonar f járhagskerfi og íslendingar.
Það er ljóst, að heildar-útlán bankanna eru komin
mikið lengra en góðu hófi gegnir. En þó virðist svo sem
ýmsum opinberum aðiljum finnist ekki mælirinn enn
, vera fullur. Ríki og bæjarfélög og aðrir opinberir aðilar
hafa nýlega sent Landsbankanum lánbeiðnir um samtals
187 millj. króna. Þetta er næsta ótrúlegt, en það sýnir,
að enn sofa margir vært á verðbólgukoddanum.
Samkvæmt efnahagsreikningi Landsbankans 31. júlí
þessa árs, liggur sparisjóðsdeildin með innlend verðbréf
fyrir 94 millj kr. Þetta munu vera nær eingöngu skulda-
bréf ríkissjóðs og bæjarfélaga. í hlutfalli við veltufé
bankans er þetta mikil fjárhæð, sem þannig er fest um
langan tíma, því að ekki er líklegt að félög eða einstakl-
ingar kaupi mikið af slíkum bréfum fyrst um sinn. Enn-
fremur sést á nefndum efnahagsreikningi, að reiknings-
lán og yfirdráttur á hlaupareikningi nema 135 millj. kr.
í seðlabankanum og 36 millj. í sparisjóðsdeildinni, auk
innlendra víxla kr. 178 millj. Þessi lán, sem að ofan grein-
ir. ásamt verðbréfum, nema samtals 443 millj. kr., en
þær stoðir, sem bankinn verður aðallega að byggja á í út-
lánastarfsemi sinni, eru seðlar í umferð 159 millj., spari-
sjóðsfé 244 millj. og eigin sjóðir 50 millj. eða samtals
453 millj. króna. Virðist af þessu mega dæma, að útlána-
möguleiki kankans sé í hámarki og þó á stofnlánadeildin
eftir að fá um 60 millj. að láni úr seðlabankanum. í þessu
» sambandi er einnig ástæða að gæta þess, að seðlaumferð-
in fer langt fram úr því, sem heilbrigt getur talizt.
Þessar tölur gefa til kynna, að sá þungi sem nú hvílir
á Landsbankanum vegna verðþenslu og opinberra að-
gerða, verði tafarlaust að minnka, ef vel á að fara.
15
L