Landsmál - sep. 1947, Side 16
TÍMARIT UM LANDSMÁL
VI.
ReUsturshostnaöur ríhisins.
Eins og nú horfir, er fyrirsjáanlegt að óhemjuerfið-
leikar verða með rekstur þjóðarbúsins sjálfs, sem ríkis-
sjóði er ætlað að standa straum af, nema tekið verði
þegar í stað svo djarft í taumana, að um muni. Þeir
flokkar, sem standa að núverandi ríkisstjórn og slíkt
átak verða að gera, þurfa að vera við því búnir að leggja
í hættu vinsældir sínar og varpa öllum pólitískum hags-
munum og tillitssemi fyrir borð, en láta sig eingöngu
varða það, að koma skipinu heilu í höfn.
Þótt erfiðleikar ríkissjóðs séu ekki enn orðnir áber-
andi, bendir þó hitt og annað á það, að róðurinn sé far-
inn að þyngjast. Þarf engan slíkt að furða, sem athugar
þá bagga, sem honum hafa verið bundnir af Alþingi á
sama tíma og ljóst var að stórfelld gjaldeyriskreppa var
að skella yfir. Verðtollurinn er áætlaður langhæsti tekju-
liður ríkisins á þessu ári, með 72.5 millj. Það samsvarar
36% af öllum rekstrartekjum ríkissjóðs. Nú er þessi
tekjuliður í mestri hættu af öllum tekjustofnunum, vegna
gjaldeyriskreppunnar. Ef ekki er hægt að flytja inn þær
vörur, sem aðallega eru tollskyldar, er sýnilegt að toll-
tekjur hljóta að bresta. Sama verður með vörumagns-
toll og skatt af innlendum tollvörum, vegna skorts hrá-
efna. Nema þessir tollar samtals 20.4 millj. Þessir þrír
tekjuliðir, sem gjaldeyriskreppan skellur þyngst á eru
samtals 93 millj. eða nærri helmingur af öllum rekstrar-
tekjum ríkisins (202 millj.). Fyrri helming ársins mun
þó nokkuð hafa haldizt í horfinu, meðan síðustu leifar
gjaldeyrisins voru að renna út. En síðari hluta ársins
hlýtur útlitið að vera mjög geigvænlegt, ef ekki gerist
kraftaverk í gjaldeyris-öfluninni.
Þegar litið er á fjárlög þessa árs og athugað hvaða
útgjöld helzt mætti spara ef í nauðir rekur, þá kemur
16