Landsmál - sep. 1947, Page 21
TÍMARIT UM LANDSMÁL
ákvarðana ekki sízt á því, að vera engu ríki háð fjárhags-
lega. Við megum engu ríki gefa fangstaðar á okkur með
þeim hætti. Það væru svik við þessa kynslóð og þær sem
á eftir koma. — Erlend lán geta heldur ekki læknað
ástandið nema í svip. Landsmenn verða sjálfir að lag-
færa það sem nú fer aflaga og þola kvölina meðan hreins-
unin stendur.
Gjaldeyrismálin eru svo mikilsvarðandi fyrir alla lífs-
afkomu þjóðarinnar, að til lítils er að taka önnur vanda-
mál til meðferðar, fyrr en gjaldeyrismálin eru komin á
öruggan grundvöll. Þess vegna verður að gera ,’,hreint
borð“ í því efni með öllum þeim skjótleik, sem unnt er.
Þegar það hefir verið gert, verður að greiða eða semja
um skuldirnar sem þegar hafa safnazt og þá reglu verð-
ur eftirleiðis að taka upp að engin gjaldeyrisleyfi séu
gefin út sem ekki er hægt að greiða, hversu erfitt, sem
það kann að reynast í byrjun. Einnig mætti hugsa sér
eins og nú stendur á, til að fyrirbyggja vanskil, að gefa
út fyrirmæli um að engar vörur mætti flytja til landsins
nema greiðslan væri tryggð fyrirfram. Eg ætla ekki að
ræða um það hvernig ætti að verja þeim takmarkaða
gjaldeyri, sem fyrst um sinn verður til ráðstöfunar. Slíkt
verður að ákveðast fyrst og fremst af þörf þjóðarinnar
til lífsviðurværis og framleiðslu.
Innan fjögra mánaða verður að gera ráðstafanir til
þess að framleiðslan í landinu geti orðið arðberandi. Það
er fyrst og fremst nauðsynlegt til þess að afla gjaldeyris
fyrir lífsnauðsynjum þjóðarinnar, og það er í öðru lagi
nauðsynlegt til þess að bjarga lánsstofnunum lands-
manna frá áföllum er leitt gætu erfiðleika yfir atvinnulíf
landsmanna um langan tíma.
En ráðstafanir til að gera framleiðsluna arðberandi er
sama og að stinga á graftarkýli verðbólgunnar. Það
heimtar margar aðgerðir í senn.
Að líkindum þarf að lækka framleiðslukostnað útvegs-
ins um 35—40% þegar í stað, svo að hann geti selt af-
21