Landsmál

Ukioqatigiit

Landsmál - Sep 1947, Qupperneq 24

Landsmál - Sep 1947, Qupperneq 24
TÍMARIT UM LANDSMÁL hlutverk ríkisstjórnarinnar nú, er að sporna við slíkri rás með því að halda dýrtíðinni í skefjum með öllum ráðum. Mun mörgum finnast að minna sé aðhafst í því efni en þörf væri á. Það þarf fleiri úrræði og sterkari átök en sýnd hafa verið til þessa. Þensla dýrtíðarinnar felur í sér hættu fyrir efnalega afkomu þjóðarinnar og fjárhagskerfi hennar, er ekki verður séð út yfir. Ef stjórnarvöldin missa algjörlega tökin á þessum málum sem helzt lítur út fyrir, þá verður erfitt að sjá hvar náð verður lendingu þegar óveðrinu slotar.-------“ Ritað í Vísi 26. nóv. 1942. „------Ef málunum verður leyft að taka þessa rás, ef ekkert verður gert til þess að stöðva afleiðingar þeirr- ar verðbólgu sem nú er orðin og enn kann að vaxa, mun hér hefjast mesta fjárhags- og atvinnukreppa er yfir þetta land hefur gengið. Að vísu mun sú kreppa, eins og allar aðrar kreppur líða undir lok þegar bikar erfiðleik- anna er tæmdur, en minningin um það að þjóðin hafi af léttúð og fyrirhyggjuleysi breytt hinu mesta góðæri í hina verstu kreppu, mun fylgja þessari kynslóð í gröf- ina. — —“ Útvarpserindi 5. jan. 1943. „ — —- Þjóðin verður að gera sér fyllilega ljóst, að hún er í hættu stödd. Ef verðlag og kauplag í landinu heldur áfram að taka risastökk eins og verið hefur und- anfarið, þá er enginn mannlegur máttur sem getur forð- að henni frá fjárhagshruni, atvinnuleysi og bjargarskorti. Þess vegna er aðeins um eitt að gera, að spyrna við brodd- unum. Með skapfestu og manndómi mun það takast. Þessi þjóð hefur ekki staðið af sér plágur og kúgun 5 alda til þess að glata manndómi sínum, menningu og frelsi í gullflóði þriggja styrjaldarára. Þessari hættu, sem yfir þjóðinni vofir, verður að bægja frá hvað sem í sölurnar þarf að leggja.-----“ 2U

x

Landsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.