Landsmál

Ukioqatigiit

Landsmál - sept 1947, Qupperneq 25

Landsmál - sept 1947, Qupperneq 25
TÍMARIT UM LANDSMÁL Fjárlagaræða 20. apríl 1943. „------Landsmenn hafa undangengin 3 ár selt flestar afurðir sínar háu verði. Framleiðsla sjávarafurða sem jafnan er meginhluti útflutningsins, hefur verið rekin i af fullum krafti svo að segja öll þessi ár. Aldrei fyrr hef- ur fengist annað eins fé fyrir útflutning landsins. Þó er nú svo komið í dag að allur sá gjaldeyrir, sem þannig hefur fengist væri nú upp genginn ef engar gjaldeyris- , tekjur hefði komið annarsstaðar frá. Einhverjir munu að líkindum segja að slíkt skipti engu máli meðan bank- arnir eiga mikla inneign erlendis. Vera má að svo sé en þetta sýnir hvert stefnir ef við reynum ekki að koma þjóðarbúskapnum í það horf, að hann verði sjálfum sér nógur án þess að byggjast um of á styrjaldarástandinu. Stefna ríkis og löggjafarvalds hlýtur að verða sú, að sporna gegn allri verðþenslu, að setja ekki stórfé í fyrir- tæki eða framkvæmdir meðan verðbólgan gerir öll verð- mæti ótrygg, að spara og safna fé til mögru áranna sem hljóta að koma, að binda ekki ríkissjóði byrðar nú með miklum ábyrgðum eða lántökum til dýrra framkvæmda, að koma atvinnuvegunum á heilbrigðan grundvöll, þar sem undirstaðan er ekki stríðsgróði heldur verðskuldaður afrakstur fyrir unnin störf og að tryggja verðgildi gjald- miðilsins.-------------“ títvarpserindi 8. júní 1943. * „-----Það er ekki nema ein leið fyrir þjóðina að ganga í þessum efnum, hvort sem flokkum hennar, stéttum eða einstaklingum líkar betur eða ver. Það er sú erfiða leið sem liggur til baka til lægra verðlags og minna kaupgjalds ^ en aukinna og varanlegra verðmæta. Þessa leið verður þjóðin að feta sig hægt en hiklaust hversu erfitt sem henni finnst það í svipinn. Þess vegna getur ekki verið um að ræða að gefa dýrtíðinni aftur lausan tauminn. Það væri glæpur gagnvart framtíðinni. Það mundi ekki þykja viturlegt af manni sem ætlar að leggja fótgangandi 25

x

Landsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.