Landsmál - sept 1947, Blaðsíða 26
TIMARIT UM LANDSMAL
í langferð að brenna skóna sína áður en hann leggð'i af
stað. Vér íslendingar eigum ekki langferð fyrir höndum
en vér eigum fyrir höndum mikið starf þegar þessum
ófriði lýkur. Það verður á margan hátt torvelt og erfitt.
Það starf, sem við þráðum í 700 ár, að mega frjálsir og
óháðir og óstuddir öðru en handleiðslu forsjónarinnar,
byggja upp í þessu landi frjálst og samhuga þjóðfélag,
sem lagt gæti sinn skerf til menningar og lista umheims-
ins, sem mætti lifa lífi sínu án öfga á gæðum landsins og
þyrfti engan ölmusu að biðja. En til þess að geta hafið
þetta starf, til þess að geta innt þetta hlutverk af hendi,
verðum vér að gæta þess, að brenna ekki skóna áður en
af stað er farið, með því að láta óstöðvandi verðbólgu
leggja í rúst allt framtak og allan skipulagðan atvinnu-
rekstur í landinu, áður en vér byrjum á verkefnum og
vandamálum komandi friðarára. Fátækt og öngþveiti eru
ekki traustir hornsteinar til að byggja á sjálfstætt þjóð-
félag. Það er með þjóðina eins og einstaklinga, að hún er
sinnar eigin gæfu smiður.-----“
Fjárlagaræða 9. sept. 1943.
„— •— Þótt afkoma ríkissjóðs virðist vera mjög sæmi-
leg eins og sakir standa, eru allar áætlanir fram í tím-
ann byggðar á sandi meðan þjóðin hefur ekkert fast undir
fótum í dýrtíðarmálunum. Sú óvissa sem nú liggur eins
og móða yfir öllum atvinnurekstri þjóðarinnar torveldar
allar framkvæmdir og dregur úr viljanum til að starfa
og örvar eyðsluna og gerir menn lómláta um framtíðina.
Þjóðin þarfnast fjárhagslegs öryggis til að geta starfað
og hún verður að fá það. Það er annað og meira í húfi
en sparifé landsmanna, sem þeir hafa dregið saman á
áratugum og nú er lifandi blóð atvinnurekstursins í land-
inu. í húfi er einnig það sem mikill hluti þjóðarinnar þarf
að bíta og brenna, af þeirri einföldu ástæðu, að verðbólga,
sem engar skorður eru settar, mundi stöðva alla útflutn-
ingsframleiðslu landsins. —- — ■—“
26